Forvarnir gegn uppköstum katta

20.9.2018
Allir kettir fá einhvern tímann ónot í maga en til eru leiðir til að fækka þeim tilvikum.
Adult cat lying down indoors on a cream blanket.

Þótt það sé eðlilegt að kötturinn þinn fái stundum meltingartruflanir á það ekki að vera daglegt brauð. Þú getur komið í veg fyrir að kötturinn fái ónot í magann með réttu fóðri og réttum matarvenjum.

Einkenni meltingarfæravandamála í köttum

Ef kötturinn þinn er með ónot í maga eða önnur meltingarvandamál er líklegast að hann kasti upp eða fái niðurgang. Hann gæti líka borðað minna en venjulega eða átt erfitt með að borða.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir magaónotum, meðal annars:

  • Hár safnast fyrir innvortis og mynda hárkúlur sem valda stíflu og uppköstum
  • Mannamatur eða afgangar frá matarborðinu
  • Skipt um fóður of snögglega
  • Sjúkdómar á borð við ofvirkan skjaldkirtil eða nýrnasjúkdóm
  • Eitraður matur eða eiturefni
  • Sníkjudýr sem valda sýkingu

Adult cat standing indoors eating from a bowl.

Fóður til að koma í veg fyrir magakveisu hjá kettinum þínum

Einfaldasta leiðin til að komast hjá magakveisu hjá kettinum þínum er að gefa honum næringarríkt heilfóður. Ef kötturinn þinn er með viðkvæmt meltingarkerfi gæti dýralæknirinn ráðlagt þér sérstakt fóður með næringarefnum sem styrkja meltingarfærin.

Í þessu fóðri eru auðmeltanleg prótein sem kötturinn nýtir vel og meltir auðveldlega. Dýralæknirinn gæti mælt með orkumiklu fóðri. Þá fær kötturinn nauðsynleg næringarefni og næga orku í minna magni af fóðri.

Leysanleg trefjaefni (prebiotics) gætu einnig verið í fóðri sem ætlað er að bæta meltingarveginn. Þessi efni örva vöxt æskilegra baktería í meltingarveginum.

Fóður til að varna magakveisu hjá kettinum þínum

Auk þess að velja fóður sem styrkir meltingarfæri kattarins þíns, skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum.

Ekki skipta of snöggt um fóður þar sem það getur valdið magakveisu. Vendu köttinn smám saman á nýja fóðrið og gefðu honum viku til tíu daga til að venjast því. Þá blandar þú smám saman meira af nýja fóðrinu saman við gamla fóðrið.

Þú getur einnig skipt dagskammtinum niður í nokkrar litlar máltíðir sem þú gefur honum yfir daginn. Það getur komið í veg fyrir óþægindi í maga því álagið á meltingarkerfið verður ekki jafn mikið. Gefðu kettinum næði þegar hann borðar. Kettir geta orðið órólegir ef þeir eru truflaðir meðan þeir borða og það getur valdið óþægindum í maga.

Alls ekki gefa kettinum matarafganga frá borðinu. Mannamatur getur valdið óþægindum í maga og jafnvel verið skaðlegur kettinum. Súkkulaði, hrá egg og lifur geta haft skaðleg áhrif á köttinn.

Ef þú hefur áhyggjur af meltingarstarfsemi kattarins og vilt fá ráðleggingar þar að lútandi, skaltu hafa samband við dýralækni.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Maine Coon adult standing in black and white on a white background