Af hverju klæjar kettinum mínum í húðinni?

20.9.2018
Þótt það sé eðlilegt að kettir snyrti sig getur það bent til alvarlegra vandamála ef kötturinn klórar sér eða snyrtir óhóflega. Hér eru nokkrar af algengustu orsökum þess að kettir klóri sér óhóflega.
Adult British Shorthair sitting down indoors scratching itself.

Það er mikilvægur hluti af hreinlætisvenjum kattarins að snyrta sig reglulega, en ef þú hefur tekið að kötturinn klóri sér meira en venjulega gæti verið einhver önnur undirliggjandi orsök fyrir því.

Af hverju klóra kettir sér?

Ef kötturinn finnur fyrir óþægindum á húðinni eru náttúruleg viðbrögð hans að létta á ertingunni með því að klóra sér. Hins vegar er líklegt að kötturinn fari einnig að snyrta þennan hluta húðarinnar, grófa tungan hans getur auðveldlega „klórað“ húðina og því getur kötturinn mögulega þrifið ertingarvalda af húðinni með því að sleikja hana. Ef köttur klórar sér eða snyrtir ákaflega er líklegt að hann þjáist af einhverju sem hann getur ekki losað sig auðveldlega við.

Sníkjudýr og kötturinn þinn

Ef kötturinn þinn er með sníkjudýrasýkingu eða finnur fyrir viðbrögðum líkamans við sníkjudýrum er líklegt að hann klóri sér mikið. Margir sýna mögulega ekki augljós merki um að vera með sníkjudýr, en ef kötturinn þinn er ofurnæmur fyrir bitunum getur það leitt til að hann klóri sér ákaft. Flær eru algengasta sníkjudýrið hjá köttum en þeir geta einnig þjáðst af fjölda annarra sníkjudýra. Maurakláði er annað dæmi um viðbrögð við sníkjudýrum, nánar tiltekið kláðamaurum, sem valda sárum á enninu og á eyrnabrúnunum sem kettina klæjar gríðarlega í.

Two kitten cats standing in a kitchen one eating from a silver bowl one standing next to it.

Kötturinn þinn og húðvandamál

Ef kötturinn þinn klórar sér óeðlilega mikið er hugsanlegt að hann eigi við húðvandamál að glíma. Hann gæti verið með sveppasýkingu eins og svokallaðan reform sem smýgur undir húðina í gegnum sár eða bit en getur líka smitast með beinni snertingu. Þessi sýking veldur ertingu í ysta lagi húðarinnar. Kötturinn gæti verið með graftarbólu og klæjað í hana. Þær myndast gjarnan á hökunni og þá ættir þú að sjá bólgu og rautt sár.

Ef kötturinn fær ekki öll nauðsynleg næringarefni í fóðrinu getur það bitnað á feldi og húð, meðal annars með þeim afleiðingum að köttinn klæjar. Mikilvægt er að omega 3 fitusýrur og önnur vítamín séu í réttum hlutföllum í fóðrinu. Þessi efni viðhalda raka í húðinni og teygjanleika hennar. Þau verja hana jafnframt fyrir utanaðkomandi áreiti en sé samsetning efnanna ekki rétt getur húðin þornað og flagnað. Það veldur kettinum kláða.

Óhreinindi festast gjarnan í feldi útikatta, til dæmis litlar trjáflísar eða fræ. Þá klóra þeir sér til að reyna að losna við óhreinindin. Ef óhreinindi af þessu tagi festast í feldinum, snyrtir hann sig óvenju mikið til að reyna að losna við þau.

Ofnæmi og kötturinn þinn

Ef köttur klórar sér mjög mikið og snyrtir sig óvenju mikið gæti ástæðan verið sú að hann sé með ofnæmi. Einkennin eru augljós á húð kattarins. Það er einkum þrennt sem veldur ofnæmi hjá köttum: Flær, fóður og ofnæmisvaldar í umhverfinu. Sumir kettir mynda ofnæmi fyrir flóm. Þá bregst ónæmiskerfi þeirra harkalega við flóabiti með þeim afleiðingum að köttinn klæjar í bitsárið. Ofnæmisvaldar í umhverfinu geta líka íþyngt ónæmiskerfi kattarins, til dæmis grasfræ, rykmaurar og fleira.

Kettir geta líka fengið ofnæmi fyrir ákveðnum efnum í fóðrinu ef þeir fá of mikið af þeim. Þá fer ónæmiskerfið í varnarbaráttu í stað þess að líta á efnin sem meinlaus. Fyrir vikið fer köttinn að klæja.

Það er köttum eðlislægt að snyrta sig og þannig halda þeir sér hreinum og heilbrigðum. Það er þó ekki gott ef snyrtingin fer út í öfgar. Ræddu við dýralækni ef þú sérð að kötturinn þinn klórar sér eða sleikir sig óhóflega. Dýralæknirinn getur ráðlagt þér hvað best er að gera í stöðunni.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
If you have any concerns about your cat’s health, consult a vet for professional advice.