5 lykiláfangar í vexti kettlingsins þíns

2.10.2018
Á fyrsta árinu mun kettlingurinn þinn taka verulegum breytingum. Hér eru fimm lykiláfangar sem þú þarft að fylgjast með og upplýsingar um hvernig þú getur stutt kettlinginn á meðan hann gengur í gegnum hvern áfanga fyrir sig.
Kitten cats walking outdoors in long grass.

Í gegnum allt æviskeið kattarins muntu sjá hann ganga í gegnum ýmsar breytingar hvað varðar hegðun, vöxt og matarþörf. Fyrstu mánuðirnir í lífi kettlinga skipta sköpum, vegna þess að þá kynnast þeir umhverfinu í kringum sig og vaxa upp í að verða heilbrigðir fullorðnir kettir. Með því að skilja þessi stig getur þú gert þitt besta til að veganesti kettlingsins út í lífið verði eins gott og kostur er.

Kettlingurinn þinn fyrstu vikuna

Strax eftir gotið byrjar kettlingurinn að sjúga - á fyrstu þremur dögum ævinnar finnur hver kettlingur sinn uppáhalds spena og mun svo halda sig við hann á meðan móðirin sér enn um næringuna. Að sjúga er sérstaklega mikilvægt fyrstu dagana því þá fá kettlingarnir broddmjólk, efni sem hjálpar til við að þróa ónæmiskerfi þeirra.

Fimm daga gamlir opna þeir augun og eftir um það bil viku losnar naflastrengurinn af þeim. Þeir munu byrja að þyngjast um 10 til 30 grömm á hverjum degi, svo mikilvægt er að vigta þá daglega og fylgjast með hegðun móðurinnar ef ske kynni að hún hindri þá í að matast.

Kettlingurinn við tveggja vikna aldur

Á þessum tímapunkti munu kettlingarnir hafa byrjað fyrstu tilraunirnar til að standa upp, en enn sem komið er verja þeir þó 90% af tíma sínum í svefn vegna þess að líkaminn er í örum vexti. Farið er að sjást í fyrstu mjólkurtennurnar – sem eru 26 alls – og þeim verður ekki skipt út fyrir fullorðinstennur fyrr en við fimm til sjö mánaða aldur.

Fjögurra vikna kettlingur

Á þessum tímapunkti er kettlingurinn farinn að leika sér og ganga um, auk þess sem hann er farinn að eiga samskipti við bræður sína og systur. Hann mun byrja að sýna föstu fæði móður sinnar áhuga, þannig að þú getur byrjað að færa hann af mjólkurfæði eingöngu yfir í fæði sem hentar betur. Þetta ættirðu að gera smám saman með korni sem þú hefur bleytt í - annað hvort með heitu vatni eða mjólk - svo kettlingarnir eigi auðvelt með að tyggja og melta fæðuna.

Adult American Shorthair lying down caring for a newborn kitten.

Átta vikna kettlingar

Kettlingar hætta að drekka móðurmjólkina um átta vikna gamlir og fara að borða kattafóður. Þá getur þú vanið þá á fóður sem uppfyllir næringarþörf þeirra og gefið þeim fóðurkúlur sem eru hæfilega stórar og með áferð sem hentar kettlingum. Vendu þá smám saman á nýja fóðrið svo álag á meltingarfærin verði ekki of mikið. Á þessum tíma ættir þú einnig að ræða um bólusetningar við dýralækninn þinn.

12 vikna kettlingar

Allir kettlingarnir þínir stækka nú hratt. Þótt dregið hafi úr orkuþörf þeirra, þurfa þeir samt þrisvar sinnum meiri orku en fullorðnir kettir, til að undirbúningur fyrir stærsta vaxtarskeiðið geti hafist, en það er um fjögurra til fimm mánaða aldurinn, þegar þeir bæta á sig 100 g á viku. Nú ættu svefnvenjur kettlinganna að vera farnar að líkjast svefnvenjum fullorðinna katta sem sofa í 13 - 16 klukkustundir á dag. Þeir ættu að vera orðnir félagslyndir og áhugasamir um að leika við systkini sín og þig.

Kettlingurinn þinn verður fullorðinn 12 - 15 mánaða og ætti þá að vera búinn að ná fullri stærð. Ef þú þekkir þessi ólíku vaxtar- og þroskaskeið og mætir þörfum kettlingsins á hverju skeiði, tryggir þú að hann nái fullorðinsaldri heilbrigður og hamingjusamur.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.

Content Block With Text And Image 1