Að kynna kettlinginn þinn fyrir börnum, fullorðnum og öðrum gæludýrum

Það getur haft langvarandi áhrif á kettlinginn þinn að upplifa neikvæð kynni við fólk eða önnur dýr. Til að kettlingnum þínum líði vel er lykilatriði að þú vitir hvernig á að kynna hann fyrir fólki og dýrum.

Brown tabby kitten being held by owner in a grey top
Kitten being cuddled by a young boy on a grey sofa

Kettlingurinn verður líkast til öruggur gagnvart þér mjög fljótlega en eðlisávísunin segir honum að fara í feluleik þegar hann hittir nýtt fólk. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað honum að líða vel þegar hann hittir nýtt fólk.

Hvolpur kynntur smám saman fyrir nýju fólki

Það er oftast of yfirþyrmandi fyrir kettling að hitta mikið af fólki í einu. Láttu hann hitta hvern einstakling fyrir sig og gefðu honum nægan tíma til að hvíla sig milli kynninga.

Skoðaðu líkamstjáninguna

Kettlingurinn þinn mun sýna þegar hann vill draga sig í hlé og hafa það rólegt. Fylgstu með merkjum um að honum finnist sér ógnað, svo sem útflött eyru, hvæs eða að skottið vísi upp eins og flöskubursti.

Leyfðu kettlingnum að koma sjálfum

Kettlingar verða oft hræddir og hlaupa í burtu ef komið er of hratt að þeim. Best er að biðja fólk um að sitja rólegt og bíða eftir að kettlingurinn komi sjálfur til þeirra.

Haltu rónni

Biddu fólk um að vera ekki of ákaft, hreyfðu þig hægt og haltu málrómnum lágum til að koma í veg fyrir að kettlingnum bregði.

Sýndu þolinmæði

Kettlingurinn gæti þurft tíma til að venjast hverjum og einum. Sýndu þolinmæði og alls ekki láta kettlinginn ganga milli fólks.

Sýndu nærgætni

Biddu fjölskyldu og vini að meðhöndla kettlinginn af nærgætni. Þegar kettlingurinn er orðinn öruggur má kenna fólki að halda á honum þannig að það renni opnum lófa undir kviðinn og haldi undir afturhlutann með hinni höndinni.

Kettir geta verið frábær gæludýr fyrir börn, en það er mikilvægt að útskýra hvaða reglum þurfi að fylgja við umönnun kettlinga og fara varlega í fyrstu kynni. Börn geta stundum verið harðhentari eða æstari en kettlingar kæra sig um, svo hér eru nokkur mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga.

Kitten being held by a young boy on a grey sofa

Leyfðu kettlingnum að hvíla sig

Kettlingurinn þinn er ekki enn fær um að forðast börn þegar hann þarf tíma út af fyrir sig. Útskýrðu þess vegna fyrir börnum að kettlingurinn þurfi hvíld. Vektu hann heldur aldrei, vegna þess að svefninn er nauðsynlegur fyrir þroska hans.

Kenndu börnunum að meðhöndla hann af varfærni

Sýndu börnum hvernig á að strjúka kettlingnum og taka hann upp. Það er gert með því að renna annari höndinni undir kvið kettlingsins og halda undir afturendann með hinni. Best er þó að þau haldi ekki á kettlingnum í byrjun. Ef þau halda á honum, þarftu að ganga úr skugga um að þau haldi ekki of þétt utan um hann.

Tryggðu ró og næði

Biddu börnin að sitja róleg og bíða eftir að kettlingurinn komi til þeirra. Útskýrðu fyrir þeim að kettlingurinn geti orðið hræddur ef þau eru með hávaða og læti.

Leikið varlega

Það þarf að gera börnunum grein fyrir því að kettlingurinn þinn er ekki leikfang. Sýndu þeim hvernig er hægt að leika við kettlinginn með dótinu hans þannig að hann sé öruggur og allir hafi gaman af.

Fylgstu með

Til að koma í veg fyrir óheppilegt klór er best að fylgjast ávallt vel með þegar ung börn eru nálægt kettlingum.

Kitten standing outdoors being groomed by mother cat

Það er eðli gæludýra að vera heimarík og það á ekki síst við um ketti. Það skiptir því miklu máli að undirbúa fyrstu kynnin og fylgjast vel með hvoru dýri um sig. Hér eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga

Leyfðu kettlingnum að venjast eigin svæði fyrst. Og gakktu úr skugga um að hann hafi verið skoðaður og bólusettur áður en þú kynnir hann fyrir öðrum gæludýrum.

Nuddaðu trýnið á öðru gæludýrinu varlega með klút og leyfðu hinu dýrinu að finna lyktina. Nuddaðu svo trýnið á seinna dýrinu með öðrum klút og leyfðu fyrra dýrinu að finna lyktina af nýja „systkininu“. Settu klútana svo í körfurnar þeirra þannig að þau venjist lyktinni hvort af öðru áður en þau hittast.

Leyfðu gæludýrinu þínu að horfa á nýja kettlinginn þinn úr fjarlægð til að byrja með, til dæmis í gegnum gler. Leyfðu þeim síðan að hittast í smástund, undir eftirliti, á hlutlausum stað áður en þú leyfir þeim að vera í sama rými. Gakktu úr skugga um að öll gæludýr heimilisins geti forðað sér á öruggan stað ef á þarf að halda.

Hundar sættast of fyrr við kettlinga en eldri ketti. Hafðu hundinn í taumi og gættu þess að hann sé rólegur þegar hann hittir kettlinginn í fyrsta sinn. Ekki þvinga þau til að mynda tengsl. Gefðu þeim tímann sem þau þurfa til að venjast.

Köttum sem fyrir eru á heimilinu gæti talið sér stafa ógn af kettlingnum þínum og það gæti tekið daga eða jafnvel mánuði að mynda yfirráðasvæði og koma á friðsamlegum samskiptum.

Öll gæludýr þurfa sitt eigið svæði til að hvíla sig, borða og leika, auk þess sem köttum líkar ekki að deila kattakössum með öðrum. Hver þeirra þarf því að minnsta kosti einn, og annan til vara.

Fyrsta vika kettlingsins

Fyrstu dagar og vikur kettlingsins á nýju heimili eru lykillinn að því að byggja upp gott samband við gæludýrið þitt. Láttu kettlinginn koma sér vel fyrir og komdu þér upp rútínu sem tryggir að nýi fjölskyldumeðlimurinn verði fyrir eins lítilli truflun og hægt er.

Kettlingurinn sóttur
Sacred Birman black and white kitten playing with red ball