Ómissandi hlutir fyrir nýja kettlinginn þinn

2.10.2018
Til að auðvelda þér að undirbúa komu nýja kettlingsins höfum við sett saman gátlista sem nýtist þér til að tryggja að þú hafir allt sem þú þarfnast.
Adult cat lying down on a cat tree scratching a pole.

Þú býrð þig undir bjóða nýja kettlinginn þinn velkominn, en hann mun deila með þér heimili og daglegu lífi næstu árin. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að velja rétt fæði en þú þarft einnig að gera ýmsar aðrar ráðstafanir, svo sem finna honum stað til að borða og drekka, stað til að sofa á og hluti til að leika sér með.

Með því að setja saman gátlista yfir nauðsynlega hluti sem þurfa að vera til staðar áður en kettlingurinn kemur, geturðu betur hjálpað honum að koma sér eins vel fyrir og kostur er.

Burðarbúr fyrir köttinn

Það er hættulegt að hafa nýja kettlinginn lausan í bílnum og því er mikilvægt að kaupa burðarbúr fyrir hann sem er nægilega stórt til að nota áfram þegar kötturinn verður fullvaxinn. Þú ættir að gera ferðalagið notalegra fyrir kettlinginn með því að setja teppi í botninn og kaupa einnig varateppi ef ske kynni að einhver slys verði af völdum ferðastreitunnar.

Kettlingarúm

Þægilegt rúm til að sofa í er nauðsynlegt fyrir nýja kettlinginn þinn, svo honum finnist hann vera öruggur í nýju umhverfi. Ekki láta samt koma þér á óvart ef kettlingurinn þinn finnur sinn eigin uppáhalds svefnstað, þar sem það er ein af mörgum aðferðum sem kettir nota til að ákvarða sitt svæði og skipuleggja umhverfið í kringum sig.

Kattakassi

Kettlingurinn þinn þarf bakka með nægilegum sandi og lítilli skóflu svo þú getir fjarlægt óhreinindin. Mælt er með yfirbyggðum kattabakka til að takmarka lykt og koma í veg fyrir að sullist út fyrir. Hins vegar eru sumir kettlingar ekki hrifnir af yfirbyggðum kattabökkum svo þú þarft að fylgjast með viðbrögðum kettlingsins.

Matar- og vatndiskar fyrir kettlinginn þinn

Þú ættir að útvega kettlingnum tvo diska. Notaðu leirtaus-, málm-, eða glerskálar fyrir vatn, vegna þess að mörgum köttum mislíkar bragðið af vatni í plastskálum. Þú ættir að hafa litla skál fyrir mat og stærri fyrir hreint vatn, sem ætti ávallt að vera til staðar.

Hafðu nægilegt pláss milli diskanna til að koma í veg fyrir að vatnið verði óhreint af mat, vegna þess að kettir þurfa ávallt að hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni til að tryggja heilbrigði þvagfæranna.

Klórustöng og kattatré

Kettir ættu helst að hafa aðgang að klórustað þar sem þeir geta brýnt klærnar og því er góð hugmynd að kaupa klórustöng. Þú ættir einnig að fjárfesta í kattatré þar sem kettlingar elska að klifra til að þeir nái hærri og meira ráðandi stöðu og munu njóta þess snúast um greinarnar. Kattatré fullnægir einnig hreyfiþörf kettlingsins þíns.

Kitten cat standing indoors playing with a cat toy.

Hálsól með merkispjaldi

Þú ættir að kaupa hálsól og taum fyrir kettlinginn þinn. Ef köttur er með hálsól með merkispjaldi er auðvelt að sjá hver hann er. Taumurinn er nauðsynlegur fyrir gönguferðir og stuttar bílferðir ef þú notar ekki ferðabúr.

Leikföng fyrir kettlinga

Kettlingurinn þinn hefur gaman af leikföngum og þau hvetja hann til að hreyfa sig. Úrvalið af leikföngum er mikið og yfirleitt eru þau hönnuð til að stuðla að þrenns konar atferli hjá köttum:

  • Köttur og mús: Hvaða lítill bolti sem er getur verið í hlutverki músarinnar. Kötturinn situr fyrir honum, rúllar honum, hleypur á eftir honum, stekkur á hann, grípur hann og kastar honum upp í loft, heldur honum milli þófanna, bítur í hann og byrjar svo leikinn aftur upp á nýtt. Allt þetta eðlislæga atferli veitir kettinum mikla ánægju og styrkir félagsleg tengsl.
  • Fuglaleikurinn: Kötturinn reynir að ná leikfangi sem er hreyft fyrir ofan hann.
  • Fiskveiðar: Kötturinn hreyfir loppurnar eins og hann sé að reyna að fá fisk til að stökkva upp úr vatni. Sumum köttum finnst gaman að leika sér með vatn og skemmta sér konunglega við að „veiða“ borðtenniskúlur sem fljóta á vatninu.

Það er best að hafa allt tilbúið áður en kettlingurinn kemur á heimilið þannig að það verði auðveldara fyrir hann að aðlagast nýja heimilinu.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.

Content Block With Text And Image 1