Innvortis sníkjudýr hjá köttum

2.10.2018
Kettlingar eiga sérstaklega á hættu að fá innvortis sníkjudýr vegna þess að ónæmiskerfi þeirra er enn að þróast. Til eru tvær sérstakar tegundir innvortis sníkjudýra sem kettlingar eru móttækilegir fyrir: Frumdýr og ormar.
Young cat lying down on an examination table being checked over by a vet.

Kettlingar eiga sérstaklega á hættu að fá innvortis sníkjudýr vegna þess að ónæmiskerfi þeirra er enn að þróast.

Kettlingar geta verið sérstaklega móttækilegir fyrir tveimur tegundum innvortis sníkjudýra, sem nánar tiltekið eru:

 • Frumdýr
 • Ormar

Hvað eru frumdýr?

Frumdýr eru einfrumungar sem geta valdið niðurgangi.

Kettlingar þjást aðallega af tveimur sérstökum tegundum örvera, sem báðar eru ábyrgar fyrir miklum niðurgangi og ófullnægjandi meltingu sem getur mögulega leitt til ofþornunar og þyngdartaps. Þetta eru:

 • Giardia - örsmátt frumdýr sem festir sig við slímhimnu smáþarma
 • Coccidia - innbyrt með því að kyngja vökvafylltum belgjum af jörðinni á sama tíma og bráð kattarins, sér í lagi mýs

Sum þessara sníkjudýra þrífast mjög vel í ákveðnu umhverfi og þola jafnvel raka.

Hvernig getur köttur smitast af frumdýrum?

Köttur eða kettlingur getur smitast á eftirfarandi hátt:

 • Með því að borða smitandi form sníkjudýrsins - í formi belgs
 • Með því að snyrta eða sleikja feld sem er saurmengaður
 • Með því að deila skítugum kattabakka með öðrum
 • Með því að borða eitthvað sem er saurmengað

Einkenni frumdýrasmits hjá köttum

Einungis dýralæknar geta greint þessi sníkjudýr og ávísað viðeigandi meðferð. Að því sögðu gætu smitaðir kettir sýnt ýmis einkenni sem gott er að vita af, þar á meðal eru:

 • Niðurgangi
 • Blóðugar hægðir
 • Bólga og roði í kringum endaþarmsop
 • Slím eða eggfrumur í saur

Ef þú hefur áhyggjur af kettinum þínum vegna þess að hann sýnir einhver ofangreindra einkenna skaltu fara með hann í skoðun til dýralæknis.

Hvernig meðhöndla skal frumdýr hjá köttum

Dýralæknirinn mun ávísa munninntökulyfjum sem vinna á sníkjudýrunum.

Til er bóluefni við giardia-smiti hjá köttum, en sjaldan er ávísað á það vegna þess hve vel munninntaka dugar.

Ormar

Ormar eru sníkjudýr sem herja á þarma kattar eða kettlings.

Tvær tegundir orma eru algengar hjá köttum:

 • Hringormar: Þessir ormar finnast í smáþörmum kettlingsins, þar sem þeir mynda kúlur og geta valdið þarmastíflum. Greina má hringorma á eggjum í hægðum kattarins eða á endaþarmssvæðum.
 • Bandormar: Bandormar festast á þarmaveggina og valda uppþembu, niðurgangi og stundum skemmdum á feldinum. Bandorma má greina í hægðum. Þeir minna á hrísgrjónakorn.

Hvernig getur köttur smitast af ormum?

Smit getur verið breytilegt milli ormategunda en algengast er að köttur eða kettlingur fái orma með því að komast í snertingu við egg eða saur frá öðrum sýktum ketti.

Sumir útikettir gætu veitt nagdýr og smitast af ormalirfum sem leynast í vefjum dýrsins.

Allir kettlingar úr sama goti geta sýkst af ormi ef móðir þeirra er smituð. Það gerist við brjóstagjöf þegar ormalirfur berast í kettlingana með móðurmjólkinni.

Einkenni ormasmits hjá köttum

Ómögulegt er að greina hvort köttur eða kettlingur sé með orma bara með því að horfa á hann, en þó eru nokkur einkenni sem geta fylgt ormasmiti sem gott er að vita af:

 • Niðurgangi
 • Þyngdartapi
 • Þurr eða grófur feldur
 • Uppköst
 • Blóð í hægðum
 • Uppþembdur kviður
 • Sleni
 • Ormar sjáanlegir í hægðum eða kringum endaþarmsop

Meðferð og varnir gegn ormum hjá köttum

Kötturinn þinn eða kettlingur ætti að fá reglulega ormahreinsunarmeðferð á meðan á fyrsta bólusetningartímabilinu stendur.

Dýralæknirinn þinn mun leggja til sérstaka ormahreinsunaráætlun sem tekur mið af lífsstíl kattarins, og skiptir þá mestu hvort hann fari út úr húsi og hvort hann muni komast í snertingu við aðra ketti.

Til að tryggja að kettlingurinn haldist heilbrigður á meðan ónæmiskerfið þróast er mikilvægt að ræða við dýralækninn þinn um bæði bólusetningaráætlun og hvers kyns meðferðaráætlun fyrir innvortis sníkjudýr.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Maine Coon adult standing in black and white on a white background

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.

Content Block With Text And Image 1