Að kynna kettlinginn fyrir fjölskyldumeðlimum

2.10.2018
Fyrstu samskipti kettlingsins við nýja fjölskyldu skipta miklu máli og munu hafa áhrif á hversu vel honum gengur að aðlagast nýja heimilinu. Því ætti að fara hægt og rólega í sakirnar.
Kitten cat sitting next to its owner playing with their hands.

Fyrstu samskipti kettlingsins við nýja fjölskyldu skipta miklu máli og munu hafa áhrif á hversu vel honum gengur að aðlagast nýja umhverfinu sínu. Allir nauðsynlegir fylgihlutir ættu að vera til taks áður en kettlingurinn kemur og fara ætti hægt og rólega í öll samskipti til að byrja með.

Margs konar hegðunarkerfi sem köttum eru eðlislæg, t.d. löngunin til að hörfa og fela sig fyrir átökum, koma fram þegar kettlingur flytur inn á heimilið þitt, svo mikilvægt er að skilja náttúrulega hegðun kattarins til að tryggja þægindi hans og velferð.

Hvenær er rétti tíminn til að kynna kettlinginn fyrir fjölskyldunni?

Helgar eru yfirleitt rólegri en virku dagarnir, sem þýðir að umhverfið er notalegra fyrir nýja kettlinginn. Það er mikilvægt að muna að kettlingurinn er nýkominn í óþekkt umhverfi og því getur verið ógnvekjandi fyrir hann að hitta ókunnuga. Til að draga úr hættu á streitu ættir þú að:

  • Kynna hann fyrir nýjum fjölskyldumeðlimum einum í einu
  • Tryggja að bæði þú og aðrir haldi ró sinni
  • Mundu að meðhöndla kettlinginn mjúklega
  • Forðastu að fólk rétti kettlinginn sín á milli, því það getur verið yfirþyrmandi fyrir hann
  • Þess í stað skaltu leyfa kettlingnum að nálgast fólk þegar hann er tilbúinn til þess
  • Mundu að halda rómnum lágum og rólegum til að koma í veg fyrir að honum bregði
  • Gefðu kettlingnum nægan tíma til að slaka á eða sofa milli kynninga

Ef kettlingurinn er alinn upp í mjög háværu eða órólegu umhverfi gæti það leitt til að hann verði óttasleginn og styggur með tímanum.

Að kenna fjölskyldunni hvernig eigi að meðhöndla kettling

Eftir að allir hafa náð að kynna sig fyrir kettlingnum er mikilvægt að fjölskyldumeðlimir læri að meðhöndla hann gætilega og forðast skyndilegar hreyfingar sem gætu virkað ógnvekjandi.

Besta leiðin til að halda á kettlingi er að:

  • Renna opinni hönd undir kvið kettlingsins
  • Setja hina höndina undir afturfæturna til stuðnings
  • Til að sýna vald þitt geturðu tekið kettlinginn upp á hnakkadrambinu, vegna þess að það líkir eftir því hvernig móðir hans hélt á honum
Kitten cat sitting on a kitchen floor with a child sitting in the background.

Að kynna kettlinginn fyrir börnunum

Kettir geta veitt börnum frábæran félagsskap en það skiptir máli að öll börnin á heimilinu læri að umgangast kettlinginn. Það tryggir þægilega aðlögun og kettlingurinn getur þá aðlagast nýja heimilinu í rólegheitum.

Þegar kettlingurinn verður fullorðinn getur hann auðveldlega forðast börnin ef hann vill fá að vera í friði. Það er hins vegar erfiðara fyrir lítinn kettling. Það er mikilvægt að börnin viti hvenær á að gefa kettlingnum næði til að hvíla sig og að þau trufli hann ekki meðan hann sefur.

Ávallt ætti að fylgjast með ungum börnum nálægt kettlingnum og gæta þess að þau meðhöndli hann af nærgætni. Þau þurfa að læra að leika rólega við hann og taka hann varlega upp.

Best er að kynna kettlinginn fyrir fjölskyldumeðlimum í áföngum. Það skiptir máli að vera þolinmóður og jafnframt vakandi fyrir líðan kettlingsins. Það borgar sig að fara rólega að svo þetta verði jákvæð upplifun fyrir kettlinginn.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.

Content Block With Text And Image 1