Sacred Birman kitten eating wet food in black and white on a white background

Fóðrun og næring kettlinga

Það skiptir höfuðmáli að þú fóðrir kettlinginn þinn á fóðri sem er sérstaklega hannað til að mæta næringarþörf hans. Með því stuðlar þú að eðlilegum þroska hans og leggur grunninn að heilbrigði í framtíðinni.

Kettlingar þurfa annars konar fóður en fullorðnir kettir

Næringarþörf kettlinga er mjög ólík næringarþörf fullorðinna katta. Kettlingar vaxa hratt en meltingarkerfi þeirra og ónæmiskerfi þroskast hægt og því þurfa þeir að fá sérstakt fóður. Kettlingar þurfa að fá orkumikið og próteinríkt fóður sem inniheldur næringarefni til að styrkja ónæmiskerfið. Auk þess þarf að vera rétt hlutfall af vítamínum og steinefnum í fóðrinu.

Hvers vegna mataræði kettlingsins er svona mikilvægt

Til að hjálpa kettlingnum þínum að vaxa og halda heilsu er mikilvægt að gefa honum mat sem hentar aldri hans, lífsstíl og sérstökum næringarþörfum. Hann þarf rétt jafnvægi próteina, fitu, kolvetna, vítamína og steinefna. Einungis mataræði sem er í góðu jafnvægi veitir nauðsynlegar amínósýrur á borð við tárín, sem líkaminn getur ekki myndað.

Fæðing til 4 mánaða

Á þessu mikla vaxtarskeiði þurfa kettlingar mataræði sem er ríkt af andoxunarefnum til að hjálpa þeim að byggja upp ónæmiskerfið. Þeir eru tilbúnir til að afvenslast við fjögurra til átta vikna aldur og til að byrja með ætti maturinn að vera með mjög mjúkri áferð til að auðvelda þeim að venja sig af mjólkinni.

Sacred Birman kitten sitting indoors next to a red feeding bowl

4 til 12 mánaða

Meltingar- og ónæmiskerfi kettlingsins er að styrkjast en er enn viðkvæmt. Farið er að hægjast á vaxtarhraða og orkuþörf kettlingsins en hann þarf samt auðmeltanlegt fóður sem er sérstaklega hannað fyrir kettlinga í vexti.

Tabby kitten standing indoors eating from a stainless steel feeding bowl

Fullorðnir kettir

Þegar kettlingurinn hefur tekið fullorðinstennurnar um 12 mánaða aldur getur þú smám saman skipt yfir í fullorðinsfæði. Næringarþarfir fullorðins kattar eru háðar þáttum eins og stærð, kattakyni, hversu virkur hann er og hvort hann hafi verið vanaður. Það gæti hjálpað að ræða við dýralækni um hvernig sé best að skipta í réttan fullorðinsmat á réttum tíma fyrir köttinn þinn.

Abyssinian kitten standing indoors eating from a white feeding bowl

Vísindin á bak við ROYAL CANIN® kettlingafóðrið

Við sérhæfum okkur í heilsusamlegu fóðri. Í okkar huga snýst fóðrun kettlingsins þíns ekki bara um uppbyggingu líkamans og að hann fái orku, heldur viljum við líka vernda hann. Við bjóðum fóður sem ver kettlinginn þinn fyrir sjúkdómum auk þess að sjá honum fyrir orku, stuðla að frumuvexti og viðhaldi.

KFECB6

Kattalínan okkar

ROYAL CANIN® kettlingafóðrið eflir vöxt og þroska. Í því eru öll næringarefni sem eru kettlingnum nauðsynleg fyrsta árið.

Our Kitten Ranges

Matartímar kettlingsins

Áður en þú kemur með kettlinginn heim skaltu kanna hvaða mat hann er vanur og hversu mikið honum er gefið daglega. Hvers kyns skyndilegar breytingar á mataræði geta valdið ólgu í maga kettlingsins og honum mun ganga betur að aðlagast nýja heimilinu ef hann þekkir matinn.
Fylgstu með þyngd kettlingsins til að tryggja að hann hvorki léttist né sé að þyngjast í yfirþyngd - hvort tveggja getur valdið heilsufarsvandamálum. Fylgdu ráðlögðu magni sem birt er á umbúðum kattafóðursins og hafðu samband við dýralækninn til að fá ráð ef þú hefur áhyggjur af þyngd hans eða vexti.

Þrjár aðferðir við að fóðra ketti og kettlinga eru algengastar.

  1. Sjálfsafgreiðsla - Þetta er náttúrulegasta leiðin. Þegar kettir hafa frjálsan aðgang að fóðri, borða þeir yfirleitt margar litlar máltíðir á dag, allt að 16 máltíðir á sólarhring. Þessi aðferð hentar kettlingum sem geta borðað þurrfóður og eru ekki of þungir eða líklegir til að borða yfir sig.
  2. Skammtar - Þegar þú gefur kettlingnum þínum fóðurskammt á ákveðnum tíma dagsins. Þessi aðferð er ekki í fullkomnu samræmi við náttúrlegar fóðurvenjur katta. Það kann þess vegna að vera betra að skipta dagsskammtinum niður í nokkrar litlar máltíðir sem þú gefur honum nokkrum sinnum yfir daginn.
  3. Blandað fóður - Hér er átt við að kettlingurinn fái þurrfóður í sjálfsafgreiðslu en blautfóður á ákveðnum tímum. Ef þú ferð þessa leið þarftu að gæta að heildar fóðurmagninu sem þú gefur kettlingnum svo hann þyngist ekki of mikið.

Matarlystin eykst eftir ófrjósemisaðgerð og kettlingurinn verður værukærari. Hann gæti því auðveldlega fitnað mikið ef þú gætir ekki að fóðri og hreyfingu.
Fáðu ráð hjá dýralækninum um það sem best er að gera eftir ófrjósemisaðgerð. Þú gætir þurft að skipta um fóður og gefa honum fóður sem er sérstaklega ætlað geldingum. Þá fær hann sama fóðurmagn en færri hitaeiningar.

Rétt umhverfi fyrir fóðurskál kettlingsins

Kettir eru mjög viðkvæmir og ýmislegt getur valdið því að þeir vilja ekki borða. Þeir vilja borða á rólegum stað, þar sem ekki er mikill umgangur og þeir vilja ekki hafa fóðrið sitt nálægt kattakassanum. Ekki hafa vatnsskálina nálægt fóðurskálinni því annars getur fóður farið í vatnið. Ekki hafa fóðurskálina nálægt matarborði fjölskyldunnar því annars gæti hann freistast til að stelast í matinn ykkar.
Haltu öllu áreiti í lágmarki því gestagangur, rifrildi, breytingar á birtu og hvellur hávaði getur haft áhrif á matarlyst kettlingsins.

Grey and white kitten standing inside eating from a white feeding bowl

Hversu mikið þarf kettlingurinn minn að drekka?

Kettir þurfa að öllu jafna að drekka um 60 ml af vatni fyrir hvert kíló sem þeir vega. Þeir geta ýmist drukkið vatn eða innbyrt vökva í gegnum fóðrið. Líkamshiti kettlingsins þíns, hreyfing hans, líkamlegt ástand og það fóður sem þú gefur honum, hafa áhrif á það hversu mikið hann þarf að drekka. Kettlingur sem er fóðraður á þurrfóðri (sem inniheldur um 10% af vatni) þarf að drekka meira en sá sem borðar blautfóður (sem inniheldur um 80% vatn).

Af hverju getur verið gott að gefa kettlingi blandað fóður?

Talað er um blandað fóður þegar kettlingurinn þinn fær blöndu af blautfóðri og þurrfóðri, annað hvort í sömu máltíð eða sitt á hvað. Þannig fær kettlingurinn góða samsetningu af næringarefnum og blönduð fóðrun getur líka haft heilsusamleg áhrif.

Vatnsgjöf

Tveir pokar af blautfæði á dag geta veitt um það bil 73% af ráðlagðri daglegri vatnsneyslu kettlingsins þíns.

Bragðgæði

Blautfóðurblöndurnar okkar eru hannaðar til að höfða til jafnvel vandlátustu kettlinga.

Þyngdarstjórnun

Hátt rakastig blautfæðis þýðir að skammtarnir geta verið stærri þótt kaloríufjöldinn sé sá sami.

Tannhirða

Þurrt korn getur nýst til að halda tönnum kettlingsins hreinum vegna þess að það virkar eins og bursti á tennurnar þegar hann tyggur.

Borðað oft og lítið í einu

Ef kettlingurinn þinn fær aðgang að þurrfóðri sem hann getur borðað smám saman yfir daginn gerir þú honum kleift að fylgja náttúrulegum matarháttum katta sem felast í því að borða margar litlar máltíðir á dag.

Hvenær ætti ég að byrja blandaða fóðrun?

Matarvenjurnar sem kötturinn kemur sér upp á fyrsta ári munu hafa áhrif á hvað hann vill borða síðar á ævinni. Þess vegna er gott að bjóða kettlingnum upp á fjölbreyttan mat snemma á ævinni, en fara þó ávallt hægt og rólega í að kynna hann fyrir nýjum mat. Tilvalið er að hefja blandaða fóðrun við tveggja til þriggja mánaða aldur.

Lesa grein
Kitten standing indoors eating from a stainless steel bowl
how to transition onto new food illustration

Að breyta mataræði kettlingsins

Allar snöggar breytingar á fóðri geta valdið meltingartruflunum hjá kettlingnum og jafnvel gert hann tortrygginn gagnvart fóðrinu. Þess vegna er mikilvægt að fara varlega í fóðurskipti og gefa sér viku til þess, hvort sem þú ert að skipta yfir í fullorðinsfóður eða aðra fóðurtegund.

Lesa grein

Kitten feeding quiz

Test your knowledge and find out how much you've learnt by taking our quiz

Maine Coon kitten in black and white on a white background Bengal kitten in black and white on a white background

Question 1 of 4

How is the kitten food different to adult cat food?

Correct!

Kittens require higher protein and energy levels in their diet, to support their rapid growth and development. Without the appropriate balance of nutrients, your kitten may not be able to support the continuous changes they face through the first year of life.

or

Mother and kitten playing together outside in grass

Wrong

Kittens require higher protein and energy levels in their diet, to support their rapid growth and development. Without the appropriate balance of nutrients, your kitten may not be able to support the continuous changes they face through the year of life.

or

Mother and kitten playing together outside in grass

Question 2 of 4

Which nutrient is responsible for digestive comfort in kittens?

Correct!

Dietary fibres, sourced from plant materials, are useful in a kitten’s diet to prevent gastro-intestinal issues such as diarrhoea or constipation

or

Maine Coon kittens lying down next to each other on a sofa

Wrong

Dietary fibres, sourced from plant materials, are useful in a kitten’s diet to prevent gastro-intestinal issues such as diarrhoea or constipation

or

Maine Coon kittens lying down next to each other on a sofa

Question 3 of 4

How might a kitten’s diet change after sterilisation?

Correct!

After sterilisation, a kitten’s appetite tends to increase, while at the same time they become less active. If their calorie intake is not carefully monitored, then your kitten could quickly become overweight.

or

Grey kitten eating from a ceramic food bowl

Wrong

After sterilisation, a kitten’s appetite tends to increase, while at the same time they become less active. If their calorie intake is not carefully monitored, then your kitten could quickly become overweight.

or

Grey kitten eating from a ceramic food bowl

Question 4 of 4

Which environmental factor is likely to impact your kitten’s eating behaviour?

Correct!

Cats are very sensitive, so factors such as placement of bowls, household visitors or loud noises can easily disturb your kitten’s eating habits.

or

Grey kitten eating from a stainless steel feeding bowl

Wrong

Cats are very sensitive, so factors such as placement of bowls, household visitors or loud noises can easily disturb your kitten’s eating habits.

or

Grey kitten eating from a stainless steel feeding bowl

Thank you for taking the quiz

You scored 0/0

Lestu meira um fóðrun og næringu kettlinga

Delete.Foundation.DeleteFoundationCore.Models.ExtendedImage?.Alt

Hvað eiga kettlingar að borða?

View
Delete.Foundation.DeleteFoundationCore.Models.ExtendedImage?.Alt

Útskýringar á næringarþörf kettlinga

View
KFECB13

Kattalínan okkar

ROYAL CANIN® kettlingafóðrið eflir vöxt og þroska. Í því eru öll næringarefni sem eru kettlingnum nauðsynleg fyrsta árið.

Our Kitten Ranges