Helstu næringarefni fyrir kettlinga

Við veljum innihaldsefni út frá næringarfræðilegri samsetningu, gæðum og sjálfbærni. Þessi innihaldsefni nýtast til að tryggja kettlingum nauðsynleg næringarefni fyrir heilbrigðan vöxt og þroska. Rétt eins og flókið púsluspil inniheldur öll nauðsynleg púsl til að mynda heildarmyndina veitir heildstætt mataræði í góðu næringarjafnvægi nákvæma samsetningu þeirra næringarefna sem kettlingurinn þarf til að þroskast á heilbrigðan hátt.

Kitten standing indoors licking its lips next to a stainless steel feeding bowl

Mataræði kettlingsins verður að styðja við vöxt hans

Vegna þess að kettlingar eru að ganga í gegnum hratt vaxtarskeið þurfa þeir hærra hlutfall próteins í mataræðinu. Prótein eru mikilvæg til að byggja upp vöðva, bein og aðra vefi og getur ójafnvægi í mataræði valdið alvarlegum vandamálum t.d. í beinum og liðum.
Hraður vöxtur kettlingsins veldur einnig álagi á viðkvæmt meltingarkerfi hans. Því er ekki nóg að maturinn sé í réttu næringarfræðilegu jafnvægi heldur þarf hann einnig að vera mjög auðmeltanlegur.

Bengal kittens playing on a white sheet while their mother stands behind

Þroskaþörf kettlinga

Þarfir kettlinga sem eru að þroskast eru mjög frábrugðnar þörfum fullorðinna katta og líkjast ekkert þörfum mannfólks. Mataræði þeirra verður að sjá þeim fyrir næringarefnunum sem nauðsynleg eru líkamanum og réttri næringarefnablöndu til að líkaminn þroskist og vaxi á réttan hátt. Einnig verður mataræðið að taka tillit til óþroskaðrar meltingar, ónæmis og tannvaxtar. Sérsniðin næringarblanda styður við vöxt líkamans, orkuþörf og virkni ónæmiskerfisins.

  • Mikið orkuinnihald og vönduð prótein til að stuðla að vexti
  • Að styrkja óþroskað ónæmiskerfi
  • Auðmeltanlegt
  • Sérsniðið að stærð munnsins og tönnum
  • Hjálpar vitsmunum, beinagrind og frumum að vaxa

Næringarefni gegna ólíkum hlutverkum í lífi kettlingsins þíns fyrstu vikurnar og mánuðina. Hópar næringarfræðinga og vísindamanna hafa í rúmlega 50 ár varið ómældum tíma í rannsóknir á næringarþörf kettlinga og hlutverki næringar í heilbrigðum uppvexti og þroska.

Hugtakið „kolvetni“ vísar aðallega til sykurs, trefja og sterkju. Það gegnir mikilvægu hlutverki í mataræðinu við að efla líkamsstarfsemi. Sykur og sterkja sem notuð eru í ROYAL CANIN® mataræði eru gagnleg og auðmeltanleg orka fyrir kettlinga sem eru að vaxa.

Trefjaefni finnast meðal annars í ávaxtasykrum, sellulósa og ligníni Plöntur eru helsta uppspretta trefja, til dæmis heil korn, rótargrænmeti, ávextir og hleypiefni. Skynsamlegt getur verið að takmarka hlutfall trefja í kettlingafóðri til að forðast meltingartruflanir, niðurgang eða hægðateppu.

Fita er einn af mikilvægustu orkugjöfunum og hún gefur kettlingafóðrinu líka gott bragð og góða áferð. Auk þess sem fitan er orkugjafi (lípíð) eru í henni mikilvægar fitusýrur sem eru nauðsynlegar fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Fitan bætir líka feldgæði og hefur góð áhrif á taugakerfið.

Prótein gegna mikilvægu hlutverki í þroska kettlingsins og þau stuðla að uppbyggingu vefja, vöðva og beina. Prótein er dýrmætt hráefni, bæði í fæðukeðju manna og dýra og það ætti að nota með eins skilvirkum hætti og mögulegt er. Prótein samanstanda af hundruðum (eða þúsundum) amínósýra. 20 amínósýrur byggja upp prótein og þeim er skipt í tvo flokka: Lífsnauðsynlegar og ólífsnauðsynlegar. Líkami kettlingsins getur ekki framleitt amínósýrur í nægilegu magni til að tryggja eðlilega líkamsstarfsemi og þroska og þess vegna verður hann að fá þær úr fóðrinu. Líkaminn getur myndað ólífsnauðsynlegar amínósýrur en þar sem þær eru nauðsynlegar til að viðhalda heilbrigðri líkamsstarfsemi ætti fóðrið líka að innihalda þær.

Þótt tárín sé amínósýra, má samt minnast sérstaklega á það vegna mikilvægis þess fyrir heilbrigðan þroska kettlinga og heilbrigði katta alla ævi. Ólíkt flestum öðrum dýrum geta kettir ekki myndað nógu mikið tárín til að mæta þörfum sínum, sem er sérstaklega slæmt með tilliti til þess að tárín gegnir lykilhlutverki í meltingu og útskilun á eiturefnum. Allir kettir þurfa því að fá tárín með einhverjum hætt í gegnum mataræði sitt til að viðhalda heilbrigðri virkni meltingar-, endurnýjunar- og taugakerfa.

Tvær gerðir af steinefnum eru nauðsynlegar fyrir eðlilegan þroska. Frumefni eins og kalsíum, fosfór og kalín stuðla að eðlilegri líkamsstarfsemi kettlingsins, þar á meðal heilbrigðum vexti beina, miðlun taugaboða og vöðvastarfsemi. Snefilefni eins og járn, kopar og mangan stuðla meðal annars að heilbrigðri húð ásamt heilbrigðum beinum, blóði og feldi.

Vítamín gegna líffræðilega nauðsynlegu hlutverki og hafa áhrif á þroska. Vítamín hafa meðal annars áhrif á:
  • Ónæmiskerfi og vitsmunastarfsemi
  • Frumustarfsemi og endurnýjun fruma
  • Bólgur og þau eru bólgueyðandi
  • Fitubrennslu
  • Blóðstorknun
  • Starfsemi heila og lifrar
Vítamín skiptast í tvo flokka: Vatnsleysanleg og fituleysanleg. Kettlingar eru síður færir um að geyma vatnsleysanleg vítamín á borð við B-vítamín, þíamín og ríbóflavín í líkamanum og þess vegna er mikilvægt að þessi vítamín séu hluti af hefðbundnu daglegu mataræði þeirra.

Dýr innbyrða stærstan hluta af vökva með því að drekka. Þau fá þó líka vökva eftir öðrum leiðum.
Þau fá líka vatn í gegnum fóðrið og fer magnið eftir vatnsinnihaldi fóðursins. Auk þess myndast vökvi við næringarupptöku. Sem dæmi, þegar kettlingur vinnur úr einu grammi af fituefnum framleiðir líkaminn rúmlega eitt gramm af vatni.

Fóðrið sem þú gefur kettlingnum þínum hefur áhrif á heilsufar hans og matarvenjur alla ævi. Það skiptir því höfuðmáli að hann fái heilsusamlegt fóður á þessu aldursskeiði. Fóðrið þarf að innihalda öll nauðsynleg næringarefni og vera sérstaklega hannað til að mæta næringarþörf hans. Til að fá frekari upplýsingar og aðstoð við val á viðeigandi fóðri, skaltu spyrja dýralækninn þinn eða leita að dýralækni hér.

Kattalínan okkar

ROYAL CANIN® kettlingafóðrið eflir vöxt og þroska. Í því eru öll næringarefni sem eru kettlingnum nauðsynleg fyrsta árið.

Lestu meira um fóðrun

Það skiptir höfuðmáli að þú fóðrir kettlinginn þinn á fóðri sem er sérstaklega hannað til að mæta næringarþörf hans. Með því stuðlar þú að eðlilegum þroska hans og leggur grunninn að heilbrigði í framtíðinni.

Að fóðra kettlinginn þinn
Sacred Birman kitten eating wet food in black and white on a white background