Útskýringar á næringarþörf kettlinga

2.10.2018
Kettlingurinn þinn hefur aðra næringarþörf en fullorðinn köttur. Í þessari grein færðu upplýsingar um hvernig þú getur stutt við kettlinginn á hverju aldursskeiði með réttu fóðurvali.
Adult cat sitting down drinking from a white bowl.

Næringarþörf kattarins þíns er ólík á hverju aldursskeiði og þú getur mætt þeirri þörf. Til að kettlingurinn þinn fái bestu næringuna frá upphafi, ættir þú að gefa honum fóður sem er sérsniðið að þörfum hans á hverju aldursskeiði.

Næring kettlinga frá goti til fjögurra mánaða

Kettlingurinn þinn vex mjög hratt á þessum tíma. Hann þarf að fá sérstaka næringu sem eflir vöxt beina, vöðva og líffæra.

Fyrstu vikurnar fær hann mjólkurbrodd frá mömmu sinni, mjólkurkenndan vökva sem styrkir ónæmiskerfið. Í framhaldi af því nærist hann á móðurmjólkinni. Frá fjögurra vikna aldri má smám saman byrja að gefa honum fasta fæðu, þegar hann fer að sýna henni áhuga og hæfnin til að melta mjólkursykur dvínar.

Á þessum tíma má gefa kettlingnum sérhannað kettlingafóður sem er með réttri næringarblöndu og inniheldur 11 mikilvægustu amínósýrurnar sem styrkja vöxt vöðva og fruma auk þess að hafa góð áhrif á húð, feld og klær. Kettir framleiða þessi efni ekki svo það er nauðsynlegt að þeir fái þau í heilfóðri.

Fram að 12 til 16 vikna aldri vaxa kettlingar hratt og þyngjast sömuleiðis. Vaxtarhraðinn fer eftir kattakyninu. Á þessum tíma er orkuþörf þeirra mikil eða um þreföld á við fullorðinn kött. Þar sem meltingarfæri kettlinga eru ekki fullþroskuð, þurfa þeir að fá fóður sem hefur mikinn orkuþéttleika og lítið af óþarfa uppfylliefnum því þau geta valdið álagi á meltingarkerfið.

Newborn cat sitting down drinking from a feeding bottle.

Að fóðra kettlinginn þinn frá fjögurra mánaða aldri til 12 mánaða

Á þessu þroskaskeiði dregur smám saman úr orkuþörf kettlingsins. Hann þarf þó enn að fá miklu meiri orku en fullorðinn köttur. Á þessu tímabili koma fullorðinstennur í stað barnatanna og meltingarkerfið þroskast. Fyrir vikið á kettlingurinn nú auðveldara með að bryðja, tyggja og borða fóðrið sitt.

Meltingarkerfi katta vegur ekki nema 3% af heildarþyngd þeirra meðan meltingarkerfi mannsins er um 11% af heildarþyngd hans. Þetta þýðir að meltingarkerfi katta er viðkvæmara fyrir nýju fóðri og hvers kyns álagi. Nú ætti að vera komin regla á fóðrun kettlingsins þíns: Sama fóður, á sama stað og í rólegu umhverfi.

Á aldrinum fjögurra til fimm mánaða þyngist kettlingurinn þinn meira en nokkru sinni eða um 100 g á viku. Það er mikilvægt að fylgjast vandlega með þyngdinni svo hann vaxi ekki of hratt og verði of feitur. Þú getur komið í veg fyrir offituvandamál ef þú gefur kettlingnum aðeins ráðlagðan skammt af þurrfóðri eða blautfóðri.

Kötturinn þinn og mataræði hans frá eins árs aldri

Þegar kötturinn þinn nær fullum þroska breytist næringarþörf hans verulega frá því sem hún var þegar hann var kettlingur. Orkuþörf hans er mun minni og auk þess er rétt að hafa eftirfarandi atriði í huga: Lífshætti, til dæmis veðurfar. Er þetta inniköttur eða köttur sem fer út? Af hvaða kattakyni er hann og er þetta fress eða læða? Er kötturinn búinn að fara í ófrjósemisaðgerð?

Allir kettir hafa ákveðna næringarþörf og næringin þarf að koma úr fóðrinu. Meðal næringarefna eru nauðsynlegar amínósýrur, tárín sem kemur eingöngu úr dýraafurðum og A og D vítamín sem bæta heilsu kattarins þíns.

Næringarþörf kattarins þíns breytist verulega á lífsleiðinni en ef þú ert í vafa um besta fóðrið fyrir hann skaltu ráðfæra þig við dýralækninn þinn.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.

Content Block With Text And Image 1