Að undirbúa fyrstu heimsókn kettlingsins til dýralæknis

2.10.2018
Mögulega þekkirðu vel hvernig heimsóknir gæludýra til dýralæknis ganga fyrir sig, en ef ekki, þá er vel þess virði að gefa þér svolítinn tíma í að átta þig á ferlinu og hvað þú getir gert til að kettlingnum líði eins vel og hægt er á meðan á heimsókninni stendur.
Kitten cat sitting down on an examination table being checked over by a vet.

Mögulega þekkirðu vel hvernig heimsóknir gæludýra til dýralæknis ganga fyrir sig, en ef ekki, þá er vel þess virði að gefa þér svolítinn tíma í að átta þig á ferlinu og hvað þú getir gert til að kettlingnum líði eins vel og hægt er á meðan á heimsókninni stendur.

Hvernig velja skal dýralækni fyrir kettlinginn þinn

Þegar þú fékkst kettlinginn fyrst gæti þér mögulega hafa verið ráðlagt að halda áfram að fara með hann til sama dýralæknis. Ef það er ekki mögulegt af einhverri ástæðu þarftu að velja dýralæknastöð fyrir hann.

Atriði sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nýja dýralæknastofu eru:

 • Orðspor stofunnar á svæðinu
 • Hversu nálægt hún er heimilinu
 • Hvernig þú getur komist þangað
 • Hvort það sé auðvelt að fá bílastæði
 • Hvort stöðin sé hreinleg og henni vel við haldið
 • Hvort haldið sé vel um sjúkraskrá gæludýrsins
 • Hvort minnt sé á bólusetningar við heilsufarsskoðanir
 • Hvaða forvarnaráætlanir og lyfjagjafir sé boðið þar upp á
 • Ástand og úrval búnaðarins sem stöðin býr yfir
 • Hvernig neyðarþjónustu eða þjónustu utan skrifstofutíma sé háttað
 • Hvort þar sé boðið upp á næringarráðgjöf fyrir gæludýrið
 • Hvort aðferðafræði stöðvarinnar henti þörfum kattarins

Um nokkurt skeið hafa dýralæknar sem þekkja sérstaklega vel til sérþarfa katta unnið út frá „kattavænni“ aðferðafræði. Slíkar dýralæknastöðvar eru hannaðar með þarfir katta í huga, með ákveðnum opnunartímum eða biðstofum sem eru einungis fyrir ketti. Þar er róandi ferómónum dreift, dreifð lýsing, rólegt andrúmsloft og öll umönnun er sérstaklega afslöppuð og nærgætin. Allir þessir þættir nýtast til gera aðstæður fyrir umönnun og ráðgjöf sem ákjósanlegastar fyrir bæði dýralækna, eigendur og ketti.

Þegar kettir eru mjög ósamvinnuþýðir, eða jafnvel árásargjarnir, í heimsóknum til dýralæknis, þá er það vegna þess að þeir eru hræddir og hafa enga aðra leið til að takast á við „ógnina“ sem þeim finnst að sér stafa.

Hvað á að gera áður en kettlingurinn heimsækir dýralækninn

Fyrir dýralækninn eru þær upplýsingar sem þú veitir sem eigandi kattarins mjög hjálplegar þegar hann ákveður hvaða bólusetningar séu nauðsynlegar.

Áður en þú ferð til dýralæknisins skaltu athuga heilsufarsbók kattarins. Það getur verið gagnlegt að skrifa hjá þér ákveðnar upplýsingar, eins og t.d. mataræði kattarins (vörumerki, magn o.s.frv.), drykkjuvenjur, umhverfi og hvort þú hefur tekið eftir einhverjum breytingum hvað varðar matarvenjur, meltingu eða hegðun.

Að halda skrá yfir heilsufarssögu kattarins og fyrri meðferðir getur verið mjög dýrmætt - best er að geyma slíkar upplýsingar í heilsufarsbókinni.

Að fara með kettlinginn til dýralæknisins

Af öryggisástæðum ætti kötturinn að ferðast í þar til gerðu ferðabúri. Helst ætti það að vera kunnuglegt kettlingnum. Ef styttist í ferðina til dýralæknisins er hægt að undirbúa hana með því að taka ferðabúrið fram nokkrum dögum fyrir heimsóknina og skilja það eftir opið í einhverju horni heimilisins þar sem kettlingurinn fer reglulega.

Þú getur úðað róandi ferómónum og sett teppi í búrið sem nú þegar er með lykt kattarins - það hjálpar kettlingnum að venjast búrinu og finnast hann öruggur í því, fjarri forvitnum augum. Ef búrið er með opna hlið skaltu hylja hana með teppi eða handklæði svo ekki sjáist inn um opið.

Hvernig meðhöndla skal kettlinginn hjá dýralækninum

Til að dýralæknaheimsóknin gangi sem best fyrir sig eru hér nokkur gagnleg ráð sem þú getur farið eftir:

 • Á biðstofunni skaltu hafa köttinn í körfunni og setja hana á upphækkað yfirborð, eins og t.d. stól.
 • Forðastu snöggar hreyfingar og taktu köttinn blíðlega út til að setja hann á skoðunarborðið.
 • Sumum köttum finnst hughreystandi að vera í búrinu. Ef svo er með þinn kött skaltu taka efri hluta búrsins af, svo dýralæknirinn nái til kattarins.
 • Talaðu við köttinn með mjúkri röddu og haltu ró þinni. Ef þú ert í uppnámi mun kötturinn skynja það og verða enn stressaðri.
 • Þú getur treyst fagfólkinu: starfsfólk dýralæknastöðvarinnar er vant því að meðhöndla ketti, jafnvel þá ósamvinnuþýðustu. Ef þú reynir að grípa inn í þá flækistu ekki bara fyrir heldur getur líka meitt þig.
 • Sumir dýralæknar fara í húsvitjanir. Ef þú færð dýralækni í heimsókn skaltu loka köttinn inni í einu herbergi, helst einhverju þar sem felustaðir eru fáir. Mundu að sumar meðferðir munu krefjast þess að þú og kötturinn farið á dýralæknastöðina.
 • Hræddur köttur getur gert ástandið enn verra, sérstaklega ef hann er með öndunarerfiðleika eða hefur lent í slysi. Að halda rónni og róa köttinn með því að strjúka honum og tala blíðlega til hans er besta nálgunin í slíkum tilvikum.
 • Ef kötturinn þarf að leggjast inn á sjúkrahús skaltu velja stað þar sem tekið er tillit til sérþarfa hans ef þú getur. Ef heimsóknin hefur verið skipulögð fyrirfram geturðu í flestum tilvikum tekið með púða kattarins eða uppáhaldsteppið hans, eða jafnvel föt sem þú hefur verið í og eru því með þinni lykt.
Kitten cat sitting down on an examination table being checked over by a vet.

Að fara heim frá dýralækninum

Kettir eru oftast himinlifandi að komast aftur heim í kunnuglegt umhverfi. Leyfðu kettinum að ná áttum í rólegheitum þegar þið komið heim frá dýralækninum.

Kettir (sem eru nægilega heilbrigðir) vilja áreiðanlega ganga úr skugga um að húsgögnin séu enn á sínum stað, garðurinn sé enn þar sem hann á að vera og aðrir kettir hafi ekki vogað sér í kattakassann.

Kötturinn er vís með að rannsaka uppáhalds staðina sína og koma lyktinni sinni fyrir þar með því að nudda enninu eða skerpa klærnar.

Ef fleiri kettir eru á heimilinu gætir þú þurft að gera ráðstafanir til að ekki komi til árekstra í kattasamfélaginu við heimkomuna.

Að kynna kettlinginn upp á nýtt fyrir öðrum dýrum á heimilinu

Í rótgrónu kattasamfélagi þekkjast kettirnir og hafa margoft sent lyktarmerki sín á milli.

Ef einn kötturinn yfirgefur hópinn tímabundið er hugsanlegt að einhver kattanna þekki hann ekki aftur þegar hann kemur heim. Þetta getur valdið uppþoti í hópnum og jafnvel endað með slagsmálum.

Þess vegna þarf að gera ráðstafanir þegar ferðalangurinn snýr aftur heim.

Sömu aðferð má beita þegar nýtt dýr kemur í fyrsta sinn á nýja heimilið þar sem önnur dýr eru fyrir:

 • Fyrst af öllu skaltu skapa rólegt andrúmsloft á heimilinu með því að úða ferómón-lykt í loftið.
 • Þú getur nuddað köttinn sem er að koma heim með flík eða teppi sem hefur lykt kattarins sem fór ekki að heiman. Með því móti ber hann „heimilislyktina“ með sér þegar hann kemur aftur heim.
 • Ef þú getur, skaltu setja teppi í ferðabúrið með lykt kattarins sem ekki fór að heiman. Þá verður lyktin kunnugleg þegar hann kemur aftur heim.

Ef eitthvað veldur kettlingnum streitu áður en hann fer til dýralæknis, meðan hann er hjá honum eða í kjölfarið, getur það haft langvarandi áhrif og hann getur orðið tregari að fara til dýralæknis í framtíðinni.

Ef þú fylgir þessum einföldu ráðum til að tryggja að ferlið sé rólegt, líður kettinum þínum betur þegar hann fer til dýralæknis í framtíðinni.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.

Content Block With Text And Image 1