Leiðbeiningar um að taka að sér kött

3.10.2018
Það getur verið ákaflega gefandi að bjarga ketti eða kettlingi en það er mikilvægt að geta veitt gæludýrinu gott heimili.
Two adult cats walking together in a field.

Það getur verið ákaflega gefandi að bjarga ketti eða kettlingi en það er mikilvægt að geta veitt gæludýrinu gott heimili.

Kostir þess að taka að sér kött

Það er afar ánægjulegt að taka að sér kött, eða ættleiða hann eins og oft er sagt. Ferlið er bæði ánægjulegt af praktískum og tilfinningalegum ástæðum.

 • Ef þú ferð í kattaathvarf, þekkir starfsfólkið alla kettina mjög vel og getur hjálpað þér að velja þann kött sem hentar þér best.
 • Kettir í athvörfum hafa í flestum tilvikum verið skoðaðir af dýralækni, bólusettir og ormahreinsaðir. Sumir hafa jafnvel farið í ófrjósemisaðgerð. Í athvörfum er fólk oft beðið um smávægilegt fjárframlag áður en það fer heim með köttinn, til að styrkja starfsemi athvarfsins.
 • Í athvörfum er alltaf spurt um heimilishagi því starfsfólkið vill ganga úr skugga um að þörfum kattarins verði mætt og að hann fái gott atlæti. Starfsfólkið getur líka svarað öllum spurningum sem upp koma varðandi kattahald.
 • Ef þú tekur að þér fullorðinn kött eru mestar líkur á því að hann sé orðinn vanur því að gera þarfir sínar í kattakassa.

Áskoranir sem fylgja því að ættleiða kött

Ef þú íhugar frá upphafi þær áskoranir sem fylgja því að ættleiða kött, verður auðveldara fyrir þig að taka ákvörðunina og fyrstu dagarnir sem nýr kattareigandi verða einfaldari:

 • Ef þú ákveður að taka að þér kettling þarftu að hafa hugfast að hann er miklu háðari þér í byrjun en fullorðinn köttur. Ekki er heldur hægt að skilja kettling lengi eftir einan heima
 • Ef þú ættleiðir kettling þarftu að gefa þér tíma til að kenna honum að gera þarfir sínar á réttum stað
 • Ef þú ættleiðir fullorðinn kött er hugsanlegt að hann hafi tamið sér ósiði sem getur verið erfitt að venja hann af.

Góð ráð við ættleiðingu kattar

Þegar ákvörðunin hefur verið tekin um að ættleiða kött getur þú einfaldað ferlið fyrir þig og nýja gæludýrið þitt með því að gera eftirfarandi:

 • Spurðu: Kannaðu hvort starfsfólk athvarfsins veit hve gamall kötturinn er og hvernig líf hans var áður en hann kom í athvarfið. Spurðu hvort hann sé sáttur við að vera einn heima, hvort honum sé illa við eitthvað sérstakt og hvernig hann hegðar sér vanalega. Spurðu hvernig honum lyndi við börn og önnur dýr, ólíkt umhverfi og hvort hann sé vanur að vera úti.
 • Verðu tíma með kettinum: Reyndu að hitta köttinn nokkrum sinnum áður en þú tekur hann að þér. Með því móti náið þið að kynnast.
Adult Russian sitting next to another cat on a grey background.

Komið heim með nýja köttinn

Þegar þú kemur heim með nýja köttinn þinn í fyrsta sinn skaltu reyna að fara rólega að öllu svo hann fái tækifæri til að kynnast nýju fjölskyldunni og venjast nýja heimilinu í friði og ró:

 • Í byrjun skaltu aðeins hafa hann í einu herbergi og best er að þar verði kattakassinn í framtíðinni. Leyfðu honum að skoða sig um í rólegheitum.
 • Þegar kötturinn er orðinn öruggur í nýja umhverfinu má kynna hann fyrir öðrum gæludýrum á heimilinu, einu í einu. Meðan nýi kötturinn er að aðlagast getur þú látið hann fá leikföng eða annað sem tilheyrir hinu gæludýrinu á heimilinu og öfugt, svo þau venjist lykt hvors annars.
 • Gakktu úr skugga um að heimilið sé öruggt og fjarlægðu öll eiturefni, settu grind fyrir framan arininn og hafðu ruslafötur og setur á salernum lokaðar.
 • Hafðu köttinn inni í að minnsta kosti fjórar vikur svo minni líkur séu á að hann fari á flakk.
 • Finndu góðan dýralækni og pantaðu tíma í skoðun fyrir köttinn eins fljótt og hægt er, áður en hann kemst í návígi við önnur gæludýr. Þetta borgar sig að gera til að koma í veg fyrir hugsanlegt smit milli dýranna.

Hvar finn ég kött til að taka að mér?

Ýmsir valkostir eru í boði þegar til stendur að taka að sér kött, þar á meðal:

 • Vinir, kunningjar eða nágrannar gætu verið með kettlinga sem komu óvart í heiminn. Í slíkum tilvikum er líklegast að þú þurfir að fara með kettlinginn í dýralæknaskoðun og bólusetningu.
 • Athvörf fyrir ketti Til eru athvörf fyrir ketti og kattavinafélög. Aflaðu þér upplýsinga um athvarf eða kattavinafélag í nágrenni við þig áður en þú ferð þangað.
 • Dýralæknar. Stundum eru óskilakettir hjá dýralæknum svo þú getur prófað að spyrjast fyrir hjá þeim. Ef þeir hafa enga kettlinga í heimilisleit, geta þeir bent þér á athvörf eða aðra staði þar sem þú gætir fengið kettling.

Ef þú skoðar vel alla valmöguleika, eykur þú líkurnar á að fá heilbrigðan kött á heimilið.

Efst á síðu

Lesa meira um kattakyn

Leita að tegund

Skoða öll kattakyn
Maine Coon adult standing in black and white on a white background