Spjöllum svolítið um Poodle-hunda

Þessir lipri fótaburður, þetta tignarlega yfirbragð, þessi íburðarmikli feldur. Sumir líta á Poodle-hunda sem ofurfyrirsætur hundaheimsins en það er þó margt annað sem þetta forna hundakyn hefur til brunns að bera. Hinir glæsilegu Poodle-hundar voru upphaflega ræktaðir fyrir veiðar við vatn og eru því íþróttakappar að eðlisfari og ákaflega lausnamiðaðir. Þessir hundar eru sérlega gáfaðir, hvert sem afbrigðið er (Toy, Miniature eða Standard) og það er auðvelt að þjálfa þá. Þeir standa sig frábærlega við öll verkefni og eru frábærir félagar og fjölskylduhundar.

Official name: Poodle

Other names: Caniche (í Frakklandi)

Origins: Þýskaland

Sitjandi Poodle-hundur, svarthvít mynd
Drooling tendencies

Very low

Þolir hann heitt veður? Medium
Snyrtiþörf Very high Þolir hundurinn kalt loftslag? Medium
Hárlos Helst ekki Suited to apartment living? Mikil
Barking tendencies Getur dýrið verið eitt?* Medium
Energy Level* Nokkuð auðveldlega
Family Pet?* Mikil
Færni til að búa með öðrum gæludýrum Mikil

* We advise against leaving pets alone for long stretches. Companionship can prevent emotional distress and destructive behaviour. Speak to your veterinarian for recommendations.

Every pet is different, even within a breed; this snapshot of this breed specifics should be taken as an indication.

For a happy healthy and well-behaved pet, we recommend educating and socializing your pet as well as covering their basic welfare needs (and their social and behavioral needs.

Pets should never be left unsupervised with a child.

Contact your breeder or veterinarian for further advice.

All domestic pets are sociable and prefer company. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Seek the advice of your veterinarian or trainer to help you do this.

Inline Image 15
Mynd af brúnum Poodle-hund, standandi
Male
33 cm - 43 cm Height
11 kg - 12 kg Weight
Female
33 cm - 43 cm Height
10 kg - 11 kg Weight

Ungviði Fæðing til 2 mánaða
Hvolpar 2 til 12 mánaða
Adult age 12 months to 7 years
Rosknir 7 til 10 ára
Senior age 10 til 16 ára

Poodle-hundur stendur í grasi með tunguna lafandi og skottið uppi

1/7

Fáðu að vita meira um Poodle-hunda

Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund

Poodle-hundar eru klókir og þróttmiklir hundar með eðlislæga fágun og reisn. Þeir eru sprækir og fjörmiklir og afbrigðin eru þrjú – Toy, Miniature og Standard.

Poodle-hundar voru upphaflega ræktaðir í Evrópu til að sækja bráð fyrir veiðimenn úr lækjum og vötnum og eru mjög kvikir, vilja gjarnan þóknast eiganda sínum og eru afar lausnamiðaðir. Enska heitið er dregið af þýsku orðinu yfir vatnspolla (pudel) og franska heitið, caniche, er dregið af orðinu „cane“, sem merkir önd, og það ætti því ekki að koma á óvart að þessir hundar eru frábærir stökkvarar og vel syndir.

Sumir gera sér ranghugmyndir um skapgerð Poodle-hunda, oftast vegna „hárgreiðslunnar“, en feldurinn er gjarnan rakaður af á tilteknum svæðum. Sú hefð hafði upprunalega þann tilgang að halda hita á mikilvægum líkamshlutum með lengri feldi, en raka eða snöggklippa á öðrum svæðum, til að auðvelda hundinum að athafna sig í vatni. Það eru auðvitað líka fagurfræðilegar ástæður fyrir þessum stíl, enda hafa Poodle-hundar öldum saman verið vinsælir meðal þeirra sem fylgjast með tískunni og taka reglulega þátt í hundasýningum, og vinna oftast til verðlauna.

Poodle-hundar eru mjög næmgeðja og fljótir að aðlagast fólki. Þessi eiginleiki, ásamt mikilli orku, gerir að verkum að þeir elska að fá athygli og fyrirmæli. Þegar Poodle-hundar fá góða þjálfun og reglulega hreyfingu eru þeir frábærir félagar sem eru rólegir innan um börn og önnur dýr.

Tveir Poodle-hundar, gullinnbrúnn og súkkulaðibrúnn, standa hlið við hlið

2/7

Tvær staðreyndir um Poodle-hunda

1. Tölum um tegundina

Og ekki endilega í þessari röð. En til þess er þjálfun. Á netinu er til fullt af góðum hvolpaþjálfunarmyndböndum fyrir Labrador hunda og góða þjálfara er hægt að finna á svæðinu. Leikurinn hjálpar til við að halda Labrador hundinum í góðu formi og kemur í veg fyrir að honum leiðist. Þú getur þetta.

2. Þeir vakna svona á morgnana

Það væri auðvitað ekki sanngjarnt ef Poodle-hundar gætu verið bæði fallegir, klárir og kraftmiklir og samt bara þurfa venjulegan nætursvefn. Poodle-hundar elska að sofa og hvolpar þurfa um það bil 15 tíma svefn á dag, en fullorðnir hundar 12–13 tíma daglega. Þú þarft því ekki að verða hissa þótt Poodle-hundurinn þinn leggi sig mjög reglulega – svona fegurðardísir þurfa sinn fegurðarblund!

3/7

Saga kynsins

Ýmsar kenningar eru til um uppruna Poodle-hunda, m.a. sú að forfeður þeirra hafi komið til Evrópu frá sléttum Asíu með germönskum ættbálkum, eða í samfloti við Berbera frá Norður-Afríku í kjölfar innrásar Mára á 8. öld. Hvað sem kann að vera rétt eiga Poodle-hundar sér langa og mikla sögu.

Þetta hundakyn varð vinsælt í Þýskalandi til fuglaveiða og veiða í vötnum fyrir meira en fjórum öldum og heitið „Poodle“ er komið frá þýska orðinu „pudel“ eða „pudelin“, sem þýðir að hoppa og skvetta í vatni. Þjálfunarhæfni Poodle, mikið þrek og lipurð og sérlega góð líkamsbygging gerði þetta hundakyn fljótt vinsælt og eftirsótt.

Poodle-hundar urðu svo vinsælir að ræktendur byrjuðu að þróa smærri afbrigði – fyrst „Miniature“ og því næst „Toy“ – til að mæta mismunandi kröfum. Frakkar notuðu venjulega afbrigðið af Poodle-hundum við veiðar, en millistærðina, Miniature, við leit að jarðsveppum. Toy-afbrigðið var einkum eftirsótt sem heimilishundur og félagi fyrir fólk úr yfirstétt.

Árið 1874 var fyrsti Poodle-hundurinn færður til bókar í ræktendafélaginu England’s Kennel Club og American Kennel Club fylgdi fast á eftir og byrjaði að skrá Poodle-hunda árið 1886. Þetta hundakyn náði þó ekki almennum vinsældum fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina, varð mjög útbreitt á miðjum sjötta áratugnum og var næstu tvo áratugi á eftir vinsælasti hundur landsins.

Þótt evrópskir Poodle-hundar séu af germönskum uppruna tengja margir þá við Frakkland og franskan glæsileika og þeir eru fastagestir á verðlaunapöllum hundasýninga um heim allan.

Sitjandi Poodle-hvolpur, svarthvít mynd

4/7

From head to tail

Líkamleg sérkenni Poodle-hunda

1. Head

Hausinn er vöðvamikill og ferhyrndur með ávölum hornum, skörpum andlitdráttum og flötum kinnbeinum

2. Face

Augun eru dökk og egglaga, trýnið er alveg beint og sterklegt, eyrun eru flöt, ávöl við endana og þakin löngum, liðuðum feldhárum

3. Body

Skrokkurinn samsvarar sér vel, herðar eru sterklegar og lendarnar vöðvamiklar.

4. Tail

Skottið situr ofarlega og er háreist

5. Coat

Feldurinn er hrokkinn og þykkur og veitir viðnám þegar þrýst er á hann. Feldurinn er þéttur og ullarblandinn og myndar reipi.

Brúnn Poodle-hundur stendur í grasi

5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Poodle-hunda, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti

Bara svona fjörugir, eða hvað?

Poodle-hundar eru fjörmiklir og fimir að eðlisfari og mjög virkir, svo það þarf engan að undra þegar þeir bæta enn í og verða alveg „hringavitlausir“ – þá fara þeir að hlaupa á ofsahraða hring eftir hring. Ef hlaupin virðast hins vegar fremur tengjast taugaspennu en gáska gæti hundurinn verið að fá flog. Flog geta átt sér margar orsakir, svo ef þú tekur eftir einhverju óvenjulegu í atferli hundsins er best að fara sem fyrst til dýralæknisins til að fá greiningu.

Hafðu augun opin fyrir merkjum um mjaðmalos

Eins og mörg önnur dýr geta Poodle-hundar þjáðst af erfðasjúkdómi sem kallast mjaðmalos, ástandi þar sem lærleggurinn rennur að hluta til út úr mjaðmagrindinni vegna afmyndunar þess síðarnefnda. Einkennin geta verið minnkaður hreyfivilji, „kanínuhopp“ í göngulagi og tregða til að hlaupa, stökkva eða fara upp stiga.

Ef ekkert er að gert getur mjaðmalos þróast yfir í liðagigt og valdið að lokum lömun. Sem betur fer er hægt að fylgjast með snemmbúnum einkennum með reglulegum heimsóknum til dýralæknis og röntgenmyndatökum og tryggja þannig dýrinu þínu sem besta möguleika.

Hafðu augun opin fyrir augnvandamálum

Annar sjúkdómur sem oft kemur upp hjá Poodle-hundum, einkum hjá Miniature- og Toy-afbrigðunum, er PRA (progressive retinal atrophy), sem er hrörnun í sjónhimnu. PRA er yfirheiti nokkurra sjónkvilla sem geta valdið því að sjónhimnan hrörnar smám saman. Meðal snemmbúinna einkenna PRA er náttblinda sem getur með tímanum orðið að sjónskerðingu í dagsbirtu. Mundu að biðja dýralækninn að framkvæma svokallað PRA Optigen DNA-próf til að vakta þá þætti sem gætu valdið vandamálum.

Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur

Puppy
Fullorðnir
Öldungar
  • Það er að mörgu að huga þegar velja skal fóður handa Miniature Poodle-hundum: their age, lifestyle, activity level, physiological condition, and health including potential sickness or sensitivities. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog.
  • Clean and fresh water should be available at all times to support good urinary regularity. In hot weather and especially when out exercising, bring water along for your dog’s frequent water breaks.
  • The following recommendations are for healthy animals. Ef hundurinn á við heilsufarsvandamál að stríða skaltu hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt mataræði.
  • Þarfir Miniature Poodle-hvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Ónæmiskerfi Miniature Poodle-hvolpa þroskast allt til tíu mánaða aldurs. A complex of antioxidants - including vitamin E - can help support their natural defences during this time of big changes, discoveries, and new encounters. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum Miniature Poodle-hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að tryggja hámeltanleg prótín sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Prebiotics such as fructo-oligosaccharides, support digestive health by helping balance the intestinal flora, resulting in good stool.
  • Similarly, a puppy’s teeth – starting with the milk teeth, or first teeth, then the permanent teeth – are an important factor that needs to be taken into account when choosing the size, form, and hardness of kibble. This intense growth phase also means high energy needs, so the food must have a high energy content (expressed in Kcal/100g of food), while concentrations of all other nutrients will also be higher than normal in a specially formulated growth food. It is recommended to split the daily allowance into three meals until they are six months old, then to switch to two meals per day.
  • Helstu þarfir sem næring fullorðinna Miniature Poodle-hunda þarf að uppfylla eru:
  • Að viðhalda æskilegu holdafari með mjög meltanlegum innihaldsefnum og með því að halda fituinnihaldi í lágmarki
  • Að auka hreysti og fallegt útlit húðarinnar og feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B vítamínum.
  • Fullorðnir smáhundar eru útsettir fyrir munn- og tannkvillum, nánar tiltekið tannsýklu og tannsteinsmyndum. Það þarf að huga vel að vernd tanna og kjálka Miniature Poodle-hunda. Þurrfóður með tiltekinni lögun og áferð, sem er ætlað að styrkja tyggingu, geta hægt á myndun tannsýklu og blanda sem inniheldur kalsíumklóbindiefni getur dregið úr tannsteinamyndun og stuðlar þar með að bættri daglegri munnheilsu. Small breed dogs are well known for being fussy eaters. Exclusive formula and flavourings, as well as a kibble size with a special texture, will stimulate their appetite. Smáhundar eru útsettir fyrir þvagsteinum og því er mælt með mataræði sem styður við heilbrigði þvagfærakerfisins.
  • Fyrir Miniature Poodle-hunda sem halda sig aðallega innandyra getur fæða með auðmeltanlegum prótínum, hæfilegu trefjainnihaldi og hágæða kolvetnum minnkað magn hægða og dregið úr lykt af hægðum. Because an indoor lifestyle often means less exercise, an adapted calorie content, which meets the reduced energy needs, and a diet that contains L-carnitine, which promotes fat metabolism, can help maintain an ideal weight. It is important to avoid feeding them human foods or fatty snacks. Instead, reward your dog with kibble taken from their daily meal allowance, and strictly follow the feeding guidelines written on the package in order to prevent excessive weight gain.
  • Eftir 7 ára aldur byrja Miniature Poodle-hundar að sýna merki um öldrun. A formula enriched with antioxidants will help maintain their vitality and an adapted phosphorus content will support their renal system. Með hækkandi aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og við val á fæði fyrir eldri Miniature Poodle-hunda ætti að hafa eftirfarandi í huga:
  • Aukið magn C- og E-vítamíns. These nutrients have antioxidant properties, helping to protect the body’s cells against the harmful effects of the oxidative stress linked to ageing.
  • High-quality protein. Minnkun próteinmagns í fóðri spilar lítinn þátt í að sporna við lifrarbilun, en fólk hefur oft ranghugmyndir hvað þetta varðar. Þar að auki nýta eldri hundar prótein úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að minnka fosfórinnihald er hægt að hægja á skaða á nýrnavirkni
  • Hærra magn snefilefna, svo sem járns, kopars, sinks og mangan, stuðlar að góðu ástandi húðar og felds.
  • A higher quantity of polyunsaturated fatty acids (omega-3 and omega-6 fatty acids) to maintain the quality of the coat. Dogs can normally produce these fatty acids, but ageing can affect this physiological process.
  • As they age, dogs increasingly suffer from teeth problems. To ensure they continue to eat in sufficient quantities, the size, shape, and texture of their kibble need to be tailored to their jaw. An adapted kibble shape may help reduce the rate of food intake to help your dog maintain a healthy body weight.
Grár Poodle-hundur á stökki yfir akur í átt að myndavélinni

6/7

Umönnun Poodle-hunda

Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Inline Image 6

Hvað þjálfun varðar þá fara Poodle-hundar beint í toppsætið. Þeir eru mjög greindir, þróttmiklir að eðlisfari og ákaflega viljugir til að þóknast eiganda sínum. Þeir eiga því auðvelt með að læra og elska að fá ný verkefni.

Auk þess getur þjálfun og félagsfærnimótun frá unga aldri hjálpað þeim að fá útrás fyrir alla þessa orku og unnið gegn eðlislægri tilhneigingu til að sækja hluti og vilja eiga þá. Þeir bregðast vel við umbun og því er þjálfun sem byggir á verðlaunum með nammi og/eða uppáhaldsleikföngum frábær kennsluaðferð. Poodle-hundar elska að vera innan um fólk og þurfa umtalsverða hreyfingu. Poodle-hundur sem er oft skilinn eftir í talsverðan tíma gæti farið að sýna af sér slæma hegðun. Mundu að Poodle-hundur sem hefur nóg að sýsla er glaður Poodle-hundur!

Inline Image 7

Poodle-hundar fella lítið sem ekkert feldinn og hafa þykkan, hrokkinn – jafnvel grófan – feld sem hægt er að greiða og klippa á ýmsa vegu, allt eftir smekk eigandans. Þeir sem hyggjast fá sér Poodle-hund þurfa þó að gera sér ljóst að hundar af þessu kyni þurfa mikla umhirðu sem margir kjósa að láta fagfólk sjá um. Þar sem það þarf að hirða feld Poodle-hunda á þriggja til sex vikna fresti getur þetta haft talsverðan kostnað í för með sér. Sumir eigendur kjósa að hafa feldinn snöggklipptan, til að minnka umhirðuna, en það þarf samt sem áður að kemba hundinn reglulega, þar sem það koma fljótt flókar í hann.

Það er hins vegar mikill kostur að Poodle-hundar fara yfirleitt ekki hárum og eru því frábærir hundar fyrir fólk með ofnæmi!

Inline Image 11

Poodle-hundar hafa eðlislæga lipurð og mikinn þrótt og auk þess yfrið nóg af orku. Þeir þurfa því að fá hæfilega mikla og reglubundna hreyfingu til að viðhalda heilbrigði og hreysti. Ráðlagt er að Poodle-hundur fái minnst einnar til þriggja klukkustunda hreyfingu á dag. Poodle-hundar hafa bæði gagn og gaman af líkamlegri hreyfingu, og njóta þess að fara í langa göngu- og hlaupatúra, elska að sækja og njóta þess að synda.

7/7

Allt um Poodle-hunda

Poodle-hundar gelta „í meðallagi“ en aldrei að ástæðulausu. Ástæður fyrir gelti geta verið að vera skilinn eftir einn lengi, að einhver gangi hjá, eftirvænting og annað í þeim dúr. Til allrar hamingju svarar þetta hundakyn þjálfun mjög vel snemma á ævinni og getur vel lært að hemja geltið.

Í einu orði sagt, já. Poodle-hundar þurfa mikla virkni yfir daginn og eru mjög sjálfstæðir, sem eru eiginleikar sem eigendur þeirra kunna vel að meta, en þeir eru líka ástríkir og vilja gjarnan kúra hjá eigandanum að kvöldi dags.

Sources

1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/

2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020

3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/

4 - Royal Canin BHN Product Book

5 - American Kennel Club https://www.akc.org/