Spjöllum svolítið um Shih Tzu-hunda

Shih Tzu er svo sannarlega hundategund sem ber réttnefni, en orðið þýðir „lítið ljón“ á mandarínsku. Hundarnir eru með glæsilega, langa hárlokka og hafa yfir sér næstum konunglegt yfirbragð, enda voru þeir í fyrndinni gæludýr kínakeisara. Hins vegar má með sanni segja að skaplyndi hundanna sé allt annað en ljóna. Shih Tzu voru nefnilega ræktaðir til að vera gæludýr. Þeir eru afar blíðir heimilishundar sem mynda sterk tengsl við eigendur sína. Þeir kjósa ástríkt heimili framyfir íburð.

Official name: Shih Tzu

Other names: Shittsu, tíbetskur ljónahundur, kínverskur ljónahundur, krýsantema

Origins: Tíbet/Kína

Shih Tzu-hundur með slaufuklemmu í feldinum séður frá hlið
Drooling tendencies

Mjög lítil

Heitt veður Mjög litlar
Snyrtiþörf Já
Kalt veður Ekki sérlega vel
Hárlos Nokkuð auðveldlega
Suited to apartment living? Mjög svo
Barking tendencies Nokkuð auðveldlega
Getur dýrið verið eitt?* Low
Orkuþörf (mikil, lág, í meðallagi) * Mikil Family Pet?* High
Færni til að búa með öðrum gæludýrum Mikil

* We advise against leaving pets alone for long stretches. Companionship can prevent emotional distress and destructive behaviour. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar.

Every pet is different, even within a breed; this snapshot of this breed specifics should be taken as an indication.

For a happy healthy and well-behaved pet, we recommend educating and socializing your pet as well as covering their basic welfare needs (and their social and behavioral needs.

Pets should never be left unsupervised with a child.

Contact your breeder or veterinarian for further advice.

Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.

Inline Image 15
Teikning af Shih Tzu-hundi með rauða slaufuklemmu
Male
23 cm - 27 cm Height
5 kg 500.0 - 8 kg Weight
Female
23 cm - 27 cm Height
5 kg 500.0 - 8 kg Weight

Baby age Birth to 2 months
Puppy age 2 to 10 months
Adult age 10 months to 8 years
Mature age 8 to 12 years
Senior age 12 to 20 years

Shih Tzu-hundur stendur á grasi með þurrkuðum laufum á víð og dreif

1/7

Fáðu að vita meira um Shih Tzu-hunda

Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund

Arfleifð Shih Tzu er margslungin og þessi hundategund hefur ávallt haft yfir sér tiltekinn framandleika. Kínakeisarar byrjuðu að rækta tegundina og í margar aldir var hundana eingöngu að finna við kínversku keisarahirðina. Margir þegnanna töldu hundana því vera heilaga. Raunar hefur fólk borið mikla virðingu fyrir hundunum í gegnum tíðina.

Enda bera hundar af þessari fjörmiklu hundategund af sér einstakan þokka. Shih Tzu eru tryggir, ástríkir, gæfir og með eðlislæga greind. Svo er það þetta dásamlega ljónsútlit.

Shih Tzu hundar eru frægir fyrir langan og silkimjúkan feld, sem óneitanlega krefst mikillar umhirðu og snyrtingar. En það er hluti af ánægjunni við að eiga hunda af þessari tegund. Hundarnir þurfa á mjög lítilli hreyfingu að halda og eru því fyrirferðarminni en margar aðrar tegundir. Hinir smágerðu Shih Tzu vega að hámarki 8 kg og ættu því að passa inn á flest heimili.

Hundar af þessari tegund geta verið þrjóskir og það getur verið nokkuð erfitt að þjálfa Shih Tzu í fyrstu. En ef farið er gætilega og hundinum er veitt mikil hvatning verður hann yfirvegaður og hlýðinn sem fullorðinn einstaklingur. Shih Tzu-hundar eru nokkuð langlífir og geta lifað í 20 ár.

Að öllu framansögðu ætti ekki að koma á óvart að hundarnir eru einnig vinsælir hjá fræga fólkinu. Meðal þekktra nafna sem hafa átt Shih Tzu-hunda eru Mariah Carey, Beyoncé, Colin Farrell, Bill Gates og jafnvel Elísabet II drottning. Í stuttu máli þá er þetta mjög gefandi hundategund, sem svo sannarlega sæmir keisara.

Shih Tzu-hundur stendur á grasi og horfir í myndavélina

2/7

Tvær staðreyndir um Shih Tzu

1. Hver er merkingin á bak við heitið?

Hefurðu velt því fyrir þér hvernig á að bera fram „Shih Tzu“? Á Vesturlöndum er orðið borið fram sem „shíd-sú“ eða „shít-sú“ (engin tengsl við blótsyrði af neinum toga). Í Kína er orðið hinsvegar borið fram „sher-zer“.

2. Smágerði blómahundurinn  

Einnig má nefna hina áhugaverðu staðreynd að Shih Tzu eru stundum kallaðir „tryggðablómshundar“. Slíkt er að hluta til vegna þess að hundarnir líkjast tryggðarblómi (chrysanthemum) og tryggðablóm eru mikilvægt menningartákn í Kína.

3/7

Saga kynsins

Shih Tzu spruttu fram á sjónarsviðið fyrir 1000 árum síðan og hafa langa, litríka sögu og tignarlega arfleifð. Öldum saman voru hundar af þessari tegund einungis í eigu Kínakeisaranna og enginn utan keisarahallarinnar fékk heimild til að eignast slíka hunda.

Sumir telja að Shih Tzu-hundurinn eigi uppruna sinn að rekja til nágrannalandsins Tíbets. Sagan segir að tíbetskir munkar hafi byrjað að rækta smáhunda af þessari tegund og fært hundana Kínakeisurum að gjöf. Hvað sem öðru líður virðist Shih Tzu vera blanda tveggja tegunda af kínverskum/tíbetskum uppruna, Lhaso Apso, Pekingese og einnar tíbetskrar hundategundar í viðbót.

Shih Tzu var hjartahnoss margra keisara og lifði lúxuslífi í keisarahöllinni í margar aldir, en tegundin var hins vegar lítt þekkt utan keisarahirðarinnar. Reyndar hvarf tegundin nánast af sjónarsviðinu í upphafi 20. aldar. Frægðarsól Shih Tzu reis svo um allan heim á fjórða áratugnum og hefur tegundin haldið vinsældum sínum allar götur síðan.

Ræktunarfélög voru stofnuð í Peking og síðar meir á Englandi þar sem haldið var áfram að hreinrækta tegundina. Hundarnir urðu síðan vinsælir á fimmta og sjötta áratugnum í Bandaríkjunum og voru viðurkenndir af American Kennel Club árið 1969. Í dag er Shih Tzu vinsælasta tegund smáhunda í veröldinni.

Shih Tzu-hundur með sítt hár sitjandi, svarthvít mynd

4/7

From head to tail

Líkamseinkenni Shih Tzu-hunda

1. Head

Hausinn er breiður og rúnnaður, höfuðkúpan er hvolfd og í réttu hlutfalli við heildarstærð skrokksins.

2. Face

Nokkuð mikið bil er á milli augnanna, trýnið er stutt og ferhyrnt og eyrun eru lafandi.

3. Body

Samanrekinn og þéttur skrokkur er með beina efri línu og breiðan, djúpan brjóstkassa.

4. Tail

Skottið er með stórum skúf, sperrist hátt og liggur í sveig yfir bakið þegar hundurinn hreyfir sig.

5. Coat

Feldurinn er langur, þéttur í sér og getur verið í ýmsum litum, en margir hundar eru með hvítan blett á enninu.

Shih Tzu-hundur stendur á trjástubbi meðal gulra blóma

5/7

Things to look out for

Sérkenni tegundarinnar og almennar heilsufarsupplýsingar. Hér eru áhugaverðar staðreyndir um Shih Tzu-hundinn þinn.

Fylgjast skal með augnvandamálum

Sérkenni Shih Tzu eru glaðleg og brún augun, en hundarnir geta hins vegar fengið ýmsa augnkvilla. Slíkir kvillar eru m.a. augndrer, los í sjónu, augnhimnuþurrkur, almenn bólga og hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu. Augun eru útstæð og því er hætta á klóri eða áverkum. Besta ráðið? Skoða verður hundana daglega og hafa umsvifalaust samband við dýralækni ef eitthvað óvenjulegt kemur í ljós. Mikilvægt er að halda hárinu úr augunum með því að binda það upp í hnút eða klippa.

Þessir hundar eiga það til að þjást af öndunarerfiðleikum.

Shih Tzu eru svokallaðir „breiðhöfðar“ vegna lögunar höfuðsins, trýnisins og öndunarvegarins. Þar af leiðandi eru hundarnir viðkvæmir fyrir öndunarvandamálum og geta í sumum tilfellum fengið aðsvif. Því ætti alltaf að forðast ofþjálfun Shih Tzu-hunda. Hundar af þessari tegund þola illa hita. Shih Tzu er með afar þykkan feld og líður því alls ekki vel í heitu veðri. Því skal fara í göngutúra snemma á morgnana eða í lok dags þegar hitastigið er lægra. Leita verður til ábyrgra og traustra hundaræktanda til að fá heilbrigðan hund. Einnig skal leita frekari ráða hjá dýralækni, ef þörf krefur.

Einnig verða eigendur að hafa augun hjá sér varðandi ofnæmi hjá hundunum

Eigendur verða sömuleiðis að hafa í huga að Shih Tzu hundar eru viðkvæmir fyrir ofnæmishúðbólgu: Þð er ofnæmi fyrir mengunarvöldum í umhverfinu eins og frjókornum og rykmaurum o.s.frv. Slíkt veldur kláða sem getur versnað í kjölfar fylgisýkinga. Þar af leiðandi er ráðlegt að fylgjast náið með heilbrigði húðar hjá Tzu. Helstu einkenni um ofnæmi hjá hundunum eru m.a. þegar hundarnir sleikja mikið loppurnar, nudda trýnið eða fá endurteknar eyrnasýkingar. Hafa ber samband við dýralækni ef einhver af áðurnefndum einkennum koma fram. Því miður er ekki auðvelt að meðhöndla hund með ofnæmi. Hins vegar er hægt að nota lyfjahársápur, sérfóður eða sérstakar meðferðir til að lina einkenni.

Healthy diet, healthier dog

Puppy
Fullorðnir
Öldungar
  • Við val á fóðri fyrir Shih Tzu-hund þarf að huga að ýmsum þáttum: their age, lifestyle, activity level, physiological condition, and health including potential sickness or sensitivities. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog. Hreint og tært vatn þarf að vera tiltækt öllum stundum til að styðja við eðlilega þvagfærastarfsemi Shih Tzu-hunda. In hot weather and especially when out exercising, bring water along for your dog’s frequent water breaks. The following recommendations are for healthy animals. Ef hundurinn á við heilsufarsvandamál að stríða skal hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt mataræði.
  • Þarfir Shih Tzu-hvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Shih Tzu-hvolpar þroskast smátt og smátt fram að 10 mánaða aldri. A complex of antioxidants - including vitamin E - can help support their natural defences during this time of big changes, discoveries, and new encounters. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum Shih Tzu-hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að tryggja hámeltanleg prótín sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Góðgerlafæða (e. prebiotics), t.d. ávaxtafásykrur, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna og bæta hægðirnar.
  • Tennur hvolpsins, sem eru í byrjun mjólkurtennur og verða svo að fullorðinstönnum, eru mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til þegar stærð, lögun og áferð fóðurkúlna er ákveðin. Til að viðhalda hraustri húð þarf næringarefni, svo sem omega-3 fitusýrur (EPA-DHA), A-vítamín og hjólkrónuolíu. This intense growth phase also means high energy needs, so the food must have a high energy content (expressed in Kcal/100g of food), while concentrations of all other nutrients will also be higher than normal in a specially formulated growth food. It is recommended to split the daily allowance into three meals until they are six months old, then to switch to two meals per day.
  • Yfir allt æviskeið Shih Tzu-hunda er mikilvægt að forðast að gefa þeim matvæli ætluð mönnum eða feitar millimáltíðir. Þess í stað er hægt að verðlauna hundinn með fóðurkúlum sem eru dregnar frá dagsskammtinum. Þú skalt fylgja vandlega fóðurleiðbeiningum á umbúðunum til að koma í veg fyrir að hundurinn þinn fitni of mikið.
  • Helstu þarfir sem næring fullorðinna Shih Tzu-hunda þurfa að uppfylla eru:
  • Að auka hreysti og fallegt útlit húðarinnar og feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B vítamínum til að styðja við ytri varnir húðarinnar.
  • Maintaining an ideal body weight by using highly digestible ingredients and keeping the fat content at a sensible level.
  • Litlir hundar eiga það til að vera matvandir. Sérhannað fóður með ákveðnu bragði og fóðurkúlur með sérstakri áferð, hjálpa til við að örva matarlystina. Smáhundar eru einnig útsettir fyrir nýrnasteinum og því er mælt með mataræði sem styður við heilbrigði þvagfærakerfisins.
  • Fyrir Shih Tzu-hunda sem halda sig aðallega innandyra getur fæða með auðmeltanlegum prótínum, hæfilegu trefjainnihaldi og hágæða kolvetnum minnkað magn hægða og dregið úr lykt af hægðum. Because an indoor lifestyle often means less exercise, an adapted calorie content, which meets the reduced energy needs, and a diet that contains L-carnitine, which promotes fat metabolism, can help maintain an ideal weight. Fyrir utan hreyfingarleysi innihunda getur vönun einnig leitt til ofþyngdar.
  • Eftir 8 ára aldur byrja eldri Shih Tzu-hundar að sýna merki um öldrun. A formula enriched with antioxidants will help maintain their vitality and an adapted phosphorus content will support their renal system. Með hækkandi aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og við val á fæði fyrir eldri Shih Tzu-hunda ætti að hafa eftirfarandi í huga:
  • Aukið magn C- og E-vítamíns. Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem stuðla að vörn líkamsfrumna gegn skaðlegum áhrifum oxunar sem leiðir til öldrunar
  • High-quality protein. Contrary to a widely held misconception, lowering the protein content in food brings little benefit in limiting kidney failure. In addition, older dogs are less efficient at using dietary protein than younger dogs. Reducing the phosphorus content is a good way of slowing down the gradual deterioration of kidney function.
  • Hærra magn snefilefna, svo sem járns, kopars, sinks og mangans hjálpar við að viðhalda góðu ástandi húðar og feldar
  • Meira magn fjölómettaðra fitusýra (ómega-3 og ómega-6) til að halda feldinum í góðu ásigkomulagi. Venjulega framleiða hundar þessar fitusýrur en með aldrinum getur dregið úr þeirri framleiðslu.
  • As they age, dogs increasingly suffer from teeth problems. Til að tryggja að þeir haldi áfram að borða nægilegt magn þarf stærð, lögun og áferð fóðurkúlnanna að henta kjaftinum.
Shih Tzu-hundur stendur á grasi og horfir í myndavélina

6/7

Umönnun Shih Tzu-hunda

Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Inline Image 6

Þó að Shih Tzu-hundar hafi verið ræktaðir sem heimilisfélagar, sem þýðir að þeir þurfa minni hreyfingu en flestir hundar, eru þeir samt sem áður frekar virkir litlir hundar. Þeir eru sömuleiðis fremur félagslynd dýr. Því henta stuttar göngur Shih Tzu-hundum mjög vel, helst tvisvar á dag, til að halda þeim í góðu formi og styðja við andlega vellíðan þeirra. Passaðu þig bara á öðrum stærri hundum sem geta verið háværari en þeir ætla. Til að gæta að öryggi Shih Tzu-hundsins er best að forðast hundagarða. Þessu kyni vegnar ekki vel í miklum hita eða kulda og því ætti hreyfing Shih Tzu-hunda að miðast við það. Gott er að blanda saman ævintýrum utandyra og leikjum innandyra til að mæta geðslagi Shih Tzu-hundsins sem er ærslafullur að eðlisfari.

Inline Image 7

Shih Tzu-hundar er með tvöfaldan feld og það hversu mikil snyrting er nauðsynleg fer eftir lengdinni. Ef þú velur að hafa feldinn síðan þarf að sinna honum töluvert. Helst þarftu að bursta Shih Tzu-hundinn þinn vel á hverjum degi. Til að koma í veg fyrir flóka skaltu bursta varlega að húðinni. Eins og fyrr segir ætti hárið yfir augunum að vera bundið í topphnút eða klippt stutt til að vernda þau. Miðlungssíðir feldir ættu að viðhalda sér vel ef þeim er sinnt á tveggja daga fresti og stuttir feldir ef þeim er sinnt á þriggja daga fresti. Shih Tzu-hundar fara ekki meira úr hárum en aðrir hundar og stundum minna. Mælt er með baði einu sinni í mánuði og að tannburstun, naglaklipping og eyrnahreinsun séu hluti af venjulegri rútínu.

Inline Image 11

Þrátt fyrir að vera nokkuð klárir geta Shih Tzu-hundar einnig verið þrjóskir, sem þýðir að það getur verið svolítið krefjandi að þjálfa þá. Hvolpanámskeið eru því góð hugmynd. Þar sem það getur verið erfitt að húsvenja þá getur þetta tekið aðeins lengri tíma en vanalega. Með smá þolinmæði og nóg af jákvæðri styrkingu munu þeir hins vegar fljótlega ná tökum á hlutunum. Þegar þú ert eins lítill og Shih Tzu-hundur getur heimurinn virst stór og ógnvekjandi staður. Þess vegna er einnig mælt með því að huga fljótt að félagslífi með nýju fólki, gæludýrum og stöðum.

7/7

Allt um Shih Tzu

Shih Tzu-hundar eiga það til að gelta mikið. En það er eingöngu vegna þess að þeim finnst svo gaman að miðla því sem er að gerast. Þar sem Shih Tzu-hundar gelta oft á fólk eða hunda sem ganga framhjá glugganum gæti það verið góð hugmynd að fjárfesta í gluggatjöldum. Það jákvæða er að þessir litlu kjöltuhundar eru líka góðir varðhundar.

Svarið er já, algjörlega. Shih Tzu-hundar hafa öldum saman verið ræktaðir sem fjölskyldudýr og mynda því sterk tengsl við mennsku fjölskylduna sína. Shih Tzu-hundar eru einnig vinalegir og ástúðlegir og þrífast á athygli frá eigendum sínum.

Sources

1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/

2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020

3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/

4 - Royal Canin BHN Product Book

5 - American Kennel Club https://www.akc.org/