Spjöllum svolítið um West Highland White Terrier-hunda

West Highland White Terrier-hundar (eða „Westies“) eru frægir fyrir snjóhvítan feldinn og eru auk þess sprækir, þrautseigir og sterkari en ætla mætti. Þessir smágerðu Skotar hafa skemmtilega skapgerð, eru greindir, forvitnir og stundum ansi áræðnir. Þeir mynda traust tengsl við mannfólkið í fjölskyldunni og láta vita svo um munar ef hætta steðjar að, en það gerir þá að góðum varðhundum. „Westies“ voru í upphafi ræktaðir sem veiðihundar og veiðieðlið er enn býsna ríkt í þeim. Og þeir geta verið ansi hreint ákveðnir fyrir þegar þeir vilja eitthvað.

Opinbert heiti: West Highland White Terrier

Önnur heiti: Poltalloch Terrier, Roseneath Terrier, Westie

Uppruni: Skotland

Hliðarmynd af standandi West Highland White Terrier-hundi, svarthvít mynd
Slefmyndun

Mjög lítil

Heitt veður? Meðalmiklar
Snyrtiþarfir Meðalmikil Kalt veður? Meðalmiklar
Feldlos Getur búið í íbúð? Mikil
Gelthneigð Mikil Getur verið einn?*
Orka* Lítil Fjölskylduhundur?* Mikil
Samhæfni með öðrum gæludýrum Mikil

* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Companionship can prevent emotional distress and destructive behaviour. Speak to your veterinarian for recommendations.

Every pet is different, even within a breed; this snapshot of this breed specifics should be taken as an indication.

For a happy healthy and well-behaved pet, we recommend educating and socializing your pet as well as covering their basic welfare needs (and their social and behavioral needs.

Pets should never be left unsupervised with a child.

Contact your breeder or veterinarian for further advice.

All domestic pets are sociable and prefer company. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Seek the advice of your veterinarian or trainer to help you do this.

Inline Image 15
Teiknuð vangamynd af standandi West Highland White Terrier-hundi
Male
28 cm Height
7 kg 800.0 - 9 kg Weight
Female
26 cm Height
7 kg 800.0 - 9 kg Weight

Baby age Birth to 2 months
Puppy age 2 to 10 months
Fullorðnir 10 mánaða til 8 ára
Eldri hundar 8 til 12 ár
Öldungar Frá 12 ára aldri

West Highland White Terrier-hundur á stökki yfir grænan akur

1/7

Fáðu að vita meira um West Highland White Terrier

Allt sem þú þarft að vita um þetta kyn

West Highland White er eitt vinsælasta Terrier-afbrigðið, enda með mikla og skemmtilega skapgerð. Þeir eru félagslyndir, vingjarnlegir og greindir og hafa mjög sjálfstæðar skoðanir á ýmsum hlutum. Þetta getur gert þjálfun þeirra vandasama, en með þolinmæði – og hollu nammi af og til – læra þeir þetta á endanum.

Almennt séð aðlagast þessir litlu og skemmtilegu hundar vel flestum heimilum. Þeir verða að mest um 28 cm á hæð og þeim hentar ágætlega að búa í fjölbýli, svo framarlega sem þeir fá þokkalega hreyfingu á hverjum degi. Það þarf þó að hafa í huga að þeir eiga til að bregðast illa við ef þeim finnst þeim ógnað og því er best að hafa þá undir eftirliti nærri litlum börnum.

West Highland White Terrier-kynið er upprunnið í skosku hálöndunum, þar sem hundarnir voru ræktaðir til að veiða rottur og refi, og heldur enn í dag eftir einhverju af þeirri eðlishvöt. Sem veiðihundar eru þeir fyrstir til að elta önnur dýr eða menn og hafa alltaf gaman af góðum leik í garðinum. Þeir njóta þess einnig að skoða, grafa og þefa uppi hluti – hvort sem þú vilt það eða ekki.

West Highland White Terrier-hundar eru merkilega sterkir miðað við smæðina og býsna þrautseigir og úthaldsgóðir. Þetta eru oftast heilsuhraustir hundar og geta orðið langlífir. Margir slíkra hunda lifa langt fram á tvítugsaldurinn.

Auðþekkjanlegur, hvítur, tveggja laga feldurinn er í raun talsvert grófur og ver þá vel gegn veðri og vindum auk þess sem þeir eru sprettharðari en ætla mætti. Dökkbrúnu augun eru oftast skær og árvökul og það fer fátt fram hjá þessum sperrtu eyrum.

West Highland White Terrier-hundar verja yfirleitt yfirráðasvæði sitt af talsverðri elju og eru einnig fljótir að gelta að ókunnugum sem nálgast. Þess vegna eru þeir góðir varðhundar – en henta þó ekki vel í umhverfi með miklu hljóðáreiti. Að því frátöldu eru þessir litlu Terrier-hundar frábær viðbót við heimilið.

Tveir West Highland White Terrier-hundar sitjandi í blómstrandi lyngi

2/7

Tvær staðreyndir um West Highland White Terrier-hunda

1. Að fara neðanjarðar

Þar sem West Highland White Terrier-hundar voru upphaflega notaðir til að smjúga ofan í þröngar holur og hrekja smádýr úr grenjum sínum hefur West Highland White Terrier-hundur enn þann dag í dag mjög gaman af að grafa og róta. Í raun er heitið „Terrier“ dregið af orðinu „terra“, sem merkir „jörð“.

2. Einn heima (eða kannski ekki ...) 

Þótt West Highland White Terrier-hundar geti verið býsna öruggir með sig ætti ekki að skilja þá eftir upp á eigin spýtur of lengi – því þá máttu búast við að dagblaðið verði komið í hengla þegar þú kemur heim. Ef þú neyðist til að skilja hvutta eftir einan er gott að skreppa í frískandi göngutúr eða jafnvel hlaupatúr fyrst, til að þreyta hann. Nánari upplýsingar um þjálfun West Highland White Terrier-hunda eru hér á eftir.

3/7

Saga tegundarinnar

Saga West Highland White Terrier hófst fyrir mörg hundruð árum, á harðbýlu hálendi Skotlands. Þeir voru ræktaðir til að veiða refi og rottur og þutu til og frá til að hremma bráðina fyrir húsbændurna með hvössum tönnunum.

Raunar segir sagan að snjóhvítur feldurinn – sem áður fyrr gat verið í margs konar litum – eigi sér skýringar í þessari veiðihundaarfleifð. Á 19. öld var hundur í eigu hershöfðingjans Edward Malcolm af Poltalloch á vesturströnd Skotlands skotinn fyrir slysni, vegna þess að einhver hélt að hann væri refur. Eftir það voru hundarnir ræktaðir í hvítum lit til að forðast slík mistök.

Þeir voru upphaflega kallaði Roseneath Terrier – eftir skoska óðalssetrinu þar sem hvíta kynbótalínan varð til – en urðu þekktir sem West Highland White Terrier undir lok 19. aldar. Félag hundaræktenda í Bretlandi (Kennel Club of the United Kingdom) viðurkenndi þetta kyn formlega árið 1907 og bandarískir félagar þeirra í American Kennel Club árið 1908.

Í hugum margra er Skotland orðið eins konar „heimaland“ Terrier-hunda. Fyrir utan „Westie“ getur landið einnig eignað sér afbrigðin Cairn, Skye, og Dandie Dinmont Terrier.

Sitjandi West Highland White Terrier-hundur, svarthvít mynd

4/7

Frá höfði til skotts

Líkamleg sérkenni West Highland White Terrier-hunda

1. Tveggja laga feldur

Hausinn virðist hringlaga, með svolítið hvolfdri höfuðskel, og oftast þakinn þykkum feldi.

2. Ears

Þeir eru með dökk, skær augu, lítil, oddmjó eyru og stórar tennur, miðað við stærð.

3. Eyru

Löng og áberandi eyrun eru fallega ávöl á endunum.

4. Höfuð

Þykkur feldurinn er hvítur og með mjúkum undirfeldi.

5. Líkami

Skottið er 13-15 cm langt og lögunin minnir á gulrót

West Highland White Terrier-hundur standandi á grýttu svæði

5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um West Highland White Terrier-hunda, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti

Eitt er það sem veldur þeim vandkvæðum: viðkvæm húð 

West Highland White Terrier er hætt við að fá ofnæmistengda húðbólgu – sem við köllum yfirleitt bara ofnæmi. Þetta gerist þegar ónæmiskerfið sýnir óþarflega sterk viðbrögð við einhverju og leiðir oft til kláða, sem hundurinn reynir að losna við með því að sleikja, klóra, bíta eða nudda svæðið. Þetta veldur enn stærri húðsárum og þá er leiðin greið fyrir aðra sýkingarvalda, svo sem gersveppi eða bakteríur. Ofnæmið getur komið fram vegna sértækra ofnæmisvalda, svo sem fæðutegunda, umhverfisþátta og jafnvel flóa. Til allrar lukku eru til ýmis meðferðarúrræði við þessu og þú og dýralæknirinn getið vafalaust fundið réttu leiðina til að auka vellíðan hundsins þíns. Þetta geta verið sérstakir sokkar, ýmiss konar lyfjameðferð eða sérsniðið mataræði.

Eins og öðrum smáhundum er þeim hætt við tannkvillum

Þar af leiðandi ætti að bursta tennurnar í West Highland White Terrier-hundi eins oft og mögulegt er – og helst daglega. Auk þess ætti hundurinn að fara reglulega í tannskoðun til dýralæknis. Mataræðið leikur að sjálfsögðu stórt hlutverk í heilbrigði tannanna. Sérstök lögun þurrfóðurs, sem er ætlað að styrkja tyggingu, getur hægt á myndun tannsýklu. Fóðurblanda sem inniheldur kalsíumklóbindiefni hjálpar til við að draga úr myndun tannsteins. Frekari upplýsingar um bestu næringuna fyrir West Highland White Terrier má finna í hlutanum „Heilbrigt mataræði, heilbrigðari hundur“.

Annað sem þarf að vera á varðbergi fyrir er kvilli sem kallast „Westie-kjálkinn“ 

Einn þeirra arfgengu kvilla sem þetta kyn á sérstaklega á hættu að fá er kallað beinkvilli í kjálka og hauskúpu (craniomandibular osteopathy, eða CMO). Þessi beinasjúkdómur er stundum kallaður „Westie-kjálkinn“ og veldur bólgum og þykknun í kjálkabeinunum. Þetta getur valdið vandkvæðum við að tyggja og kyngja, sem og mikilli slefmyndun, og getur verið sáraukafullt – þótt sársaukinn minnki hugsanlega þegar beinin ná fullum þroska (við 10 til 12 mánaða aldur). Það er best að fylgjast vel með einkennum og hafa samráð við dýralækninn ef þörf krefur, til að meðhöndla þau. Einnig er ráðlegt að nota ekki dýr með þennan kvilla við ræktun og þú skalt því spyrja um það hjá ræktandanum áður en þú kaupir hvolp. Hvorugt foreldranna ætti að hafa verið með kvillann.

Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur

Puppy
Fullorðnir
Öldungar
  • Við val á fóðri fyrir West Highland White Terrier-hund þarf að huga að ýmsum þáttum: Aldur hans, lífsstíl, hreyfingu, líkamsástand og heilsu, ásamt hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog.
  • Clean and fresh water should be available at all times to support your dog’s urinary health. In hot weather and especially when out exercising, bring water along for your dog’s frequent water breaks.
  • The following recommendations are for healthy animals. Ef hundurinn á við heilsuvandamál að stríða skal hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstaka fóðrun.
  • Þarfir West Highland White Terrier-hvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Hvolparnir þurfa orku og næringarefni til að viðhalda líkamanum en einnig til að stækka og byggja hann upp. Ónæmiskerfi West Highland White Terrier-hvolpa þroskast smátt og smátt fram að 10 mánaða aldri. Blanda andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, getur styrkt ónæmiskerfið á þessum tímum sem einkennast af miklum breytingum, reynslu og nýjum kynnum. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum West Highland White Terrier-hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að veita auðmeltanleg prótein sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Góðgerlafæða (e. prebiotics), t.d. ávaxtafásykrur, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna og bæta hægðirnar.
  • Tennur hvolpsins, sem eru í byrjun mjólkurtennur og verða svo að fullorðinstönnum, eru mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til þegar stærð, lögun og áferð fóðurkúlna er ákveðin. Þessu stutta vaxtartímabili fylgir mikil orkuþörf og fóðrið verður að innihalda mikla orku (tilgreint í kkal/100 g af fóðri), en magn annarra næringarefna þarf einnig að vera meira í fóðri fyrir hvolpa á vaxtartíma. Mælt er með að skipta daglegum næringarþörfum í þrjár máltíðir þar til hvolparnir verða sex mánaða en þá er skipt yfir í tvær máltíðir á dag.
  • Yfir allt æviskeið West Highland White Terrier-hunda er mikilvægt að forðast að gefa þeim matvæli ætluð mönnum eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með fóðurkúlum sem falla innan daglegrar næringarinntöku og fylgja til hins ýtrasta leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.
  • Helstu þarfir sem næring fullorðinna West Highland White Terrier-hunda þarf að uppfylla eru:
  • Að viðhalda réttri líkamsþyngd með því að nota mjög auðmeltanleg innihaldsefni og halda fituinnihaldinu innan skynsamlegra marka.
  • Að auka hreysti og fallegt útlit húðarinnar og feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B vítamínum til að styrkja vörn húðarinnar. West Highland White Terrier-hundar hafa grófan feld og viðkvæma húð.
  • Fullorðnir smáhundar eru útsettir fyrir munn- og tannkvillum, nánar tiltekið tannsýklu og tannsteinsmyndun. Það þarf að huga vel að vernd tanna og kjálka West Highland White Terrier-hunda. Fóðurblanda sem inniheldur kalsíumklóbindiefni hjálpar til við að draga úr myndun tannsteins og bætir daglega munnumhirðu. Smáhundar eru vel þekktir fyrir matvendni. Sérstök fóðurblanda og bragðefni, auk þurrfóðurs með sérstakri áferð, hjálpa til við að örva matarlystina. Smáhundar eru útsettir fyrir þvagsteinum og því er mælt með mataræði sem styður við heilbrigði þvagfærakerfisins.
  • Fyrir West Highland White Terrier-hunda sem halda sig aðallega innandyra getur fæða með auðmeltanlegum prótínum, hæfilegu trefjainnihaldi og hágæðakolvetnum minnkað magn hægða og dregið úr lykt af hægðum. Þar sem innidýr hreyfa sig jafnan minna en önnur dýr er gott að sníða magn hitaeininga að orkuþörfinni. L-karnitínríkt fóður eykur svo fitubrennslu og viðheldur ákjósanlegri þyngd. Fyrir utan hreyfingarleysi innihunda getur vönun einnig leitt til ofþyngdar.
  • Eftir 8 ára aldur byrja West Highland White Terrier-hundar að sýna merki um öldrun. Fóðurblanda sem inniheldur aukið magn andoxunarefna stuðlar að því að viðhalda lífsþrótti og rétt hlutfall fosfórs styður nýrnastarfsemina. Með hækkandi aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og við val á fæði fyrir eldri West Highland White Terrier-hunda ætti að hafa eftirfarandi í huga:
  • Hærra C- og E-vítamínmagn These nutrients have antioxidant properties, helping to protect the body’s cells against the harmful effects of the oxidative stress linked to ageing.
  • High-quality protein. Minnkun próteinmagns í fóðri spilar lítinn þátt í að sporna við lifrarbilun, en fólk hefur oft ranghugmyndir hvað þetta varðar. Þar að auki nýta eldri hundar prótein úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að minnka fosfórinnihald er hægt að hægja á skaða á nýrnavirkni
  • Hærra magn snefilefna, svo sem járns, kopars, sinks og mangan, stuðlar að góðu ástandi húðar og felds.
  • A higher quantity of polyunsaturated fatty acids (omega-3 and omega-6 fatty acids) to maintain the quality of the coat. Dogs can normally produce these fatty acids, but ageing can affect this physiological process.
  • As they age, dogs increasingly suffer from teeth problems. To ensure they continue to eat in sufficient quantities, the size, shape, and texture of their kibble need to be tailored to their jaw. Rétt lögun fóðurkúlnanna stuðlar að hægari fóðurinntöku og hjálpar hundinum og viðhalda ákjósanlegri líkamsþyngd.
West Highland White Terrier-gægist í gegnum hátt gras

6/7

Umönnun West Highland White Terrier-hunda

Ábendingar um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Inline Image 6

Kemur það kannski engum á óvart að West Highland White Terrier er býsna orkumikið hundakyn. Þessir hundar þurfa þess vegna talsverða hreyfingu daglega. Lágmarkið ætti að vera 30 mínútur, en best er að fara upp í klukkustund Þetta hundakyn er þekkt fyrir vinsemd og félagslyndi og „Westies“ elska að fara í leiki, elta bolta og hitta aðra hunda. Vegna meðfædds veiðieðlis Westie þarf að gæta vel að sér þegar þeim er sleppt úr taumnum – nema þig dauðlangi að missa þá niður í greni eða kanínuholu – og halda þeim fjarri öllum smádýrum.

Inline Image 7

Feldurinn er tveggja laga og vel þykkur, með grófum yfirfeldi og mýkri undirfeldi og það er því mikilvægt að West Highland White Terrier-hundur fái daglega snyrtingu. Auk venjulegrar burstunar nota margir eigendur einnig tækni sem kallast aðferð sem kallast strípun (eða plokkun), þar sem gamalt, dautt hár er losað gætilega frá – en aðrir kjósa að leita til fagaðila á fjögurra til sex vikna fresti. Hins vegar fara þessir hundar lítið úr hárum, eða undir meðallagi. Vegna gerðar yfirfeldarins, sem inniheldur lítið af olíu og hrindir vel frá sér óhreinindum, þarf aðeins að baða þá af og til. Það þarf að bursta tennur daglega, klippa klærnar eftir þörfum og skoða eyrun reglulega.

Inline Image 11

West Highland White Terrier eru skarpgreindir og fljótir að læra – en það verður að segja eins og er, þeir eru líka stundum ansi þrjóskir. Sem vinnuhundar voru þeir ræktaðir til að vinna sjálfstætt, sem ljáði þeim ríkt einstaklingseðli, og það eimir klárlega enn af því eðli í dag. Jákvæða hliðin er sú að Westie er vinsamlegur og opinn hundur og bregst vel við þjálfun sem byggir á umbun og jákvæðri styrkingu. Þolinmæðin þrautir vinnur allar! Um leið og þið hvutti eruð komin með grunnskipanirnar á hreint getur hann náð frábærum tökum á flestum hundakúnstum, hvort sem það er varðandi hlýðni, leit eða fimi.

7/7

Allt um West Highland White Terrier-hunda

Það er rétt að West Highland White Terrier-hundar hika sjaldnast við að tjá sig. En það er oftast góð ástæða fyrir því – svo sem að láta vita af óvæntri gestakomu eða öðrum ófyrirsjáanlegum atburðum. Ef litla skottið geltir óvenju mikið er því yfirleitt einhver ástæða fyrir því.

West Highland White Terrier myndar mjög sterk tengsl við eiganda sinn og ætti því ekki að vera einn heima lengi í einu. Það gæti gert hundinn órólegan og jafnvel valdið því að hann sýni skemmdarhegðun. Það getur stundum verið gagnlegt að vera með annan hund sem félagsskap.

Heimildir

1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/

2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020

3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/

4 - Royal Canin BHN Product Book

5 - American Kennel Club https://www.akc.org/