Að breyta mataræði hundsins

20.9.2018
English Cocker Spaniel eating from a bowl indoors
Þú skalt venja hundinn þinn í rólegheitum á nýtt fóður svo hann fái ekki magakveisu. Fylgdu sjö daga leiðbeiningunum okkar til að fóðurskiptin gangi vel og örugglega fyrir sig.

Hvenær á ég að skipta um fóður fyrir hundinn minn?

Það getur komið að því að þér finnist nauðsynlegt að skipta um fóður fyrir hundinn þinn. Ástæðurnar geta verið margar, til dæmis:

  • Hundurinn er að þroskast af einu þriggja lykil æviskeiðanna á annað: Hvolpur, fullorðinn, roskinn. Næringarþörfin er ólík á hverju þessara æviskeiða og sérsniðið fóður getur gert hundinum gott.
  • Ef tíkin þín er hvolpafull. Tík með hvolpa á spena þarf mikla orku og gæti þurft sérstakt fóður sem fullnægir næringarþörf hennar á þessu tímabili.
  • Sumir sjúkdómar krefjast þess að hundur þarf auka næringu, til dæmis ef hann er með húð- eða meltingarfærasjúkdóm.
  • Þú ert búinn að skoða ýmsar fóðurtegundir eða ræða við dýralækninn þinn og komast að þeirri niðurstöðu að gefa hundinum þínum annað fóður.

Merki um að hundurinn þinn gæti þurft að skipta um mataræði

Nokkur ákveðin merki geta veitt vísbendingu um að þú þurfir að skipta yfir í nýtt hundafæði:

  • Litlaus, sléttur feldur getur verið vísbending um að hundurinn þinn fái ekki réttu næringarefnin úr fæðunni.
  • Lausar hægðir og vindgangur geta verið merki um fæðuóþol eða að gæði matarins séu ekki nægileg.
  • Lágt orkustig.
  • Hundar sem eru í yfirþyngd eða flokkast með offitu gætu þurft nýtt mataræði, frekar en einfaldlega að draga úr núverandi mataræði, til að tryggja að þeir fái áfram þá heildstæða næringu í réttu jafnvægi sem þeir þurfa á að halda á meðan hægt og rólega er unnið að því að létta þá með sem heilbrigðustum hætti.

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari hundsins þíns getur dýralæknir ráðlagt þér hvaða fóður hentar honum best. Dýralæknirinn getur líka leiðbeint þér um bestu aðferðina við að skipta um fóður. Ráðleggingar dýralæknisins gera breytinguna að jákvæðri reynslu, bæði fyrir þig og hundinn þinn.

Að skipta um hundafóður - Gerðu breytinguna í áföngum

Þegar þú hefur ákveðið að skipta um fóður, mælum við með því að þú gerir það í áföngum. Með því að venja gæludýrið smám saman á nýja fóðrið, kemstu hjá því að það fái óþægindi í magann. Venjulega tekur þetta ferli um eina viku og gott er að fylgjast með dýrinu þann tíma til að tryggja að aðlögunin gangi vel fyrir sig.

Byrjaðu með því að innleiða nýja mataræðið sem daufa blöndu við hefðbundna fóðrið og breyttu síðan hlutfalli gamla og nýja fóðursins smám saman á u.þ.b. einni viku, þar til gæludýrið þitt hefur algerlega skipt yfir í nýja fóðrið. Fyrstu tvo dagana skaltu hafa hlutfallið um það bil 25% af nýja fóðrinu og 75% af því gamla og fylgjast jafnframt með hegðun gæludýrsins og hvernig því gengur að borða.
Ef allt gengur vel fyrir sig skaltu breyta hlutföllum nýja og gamla fóðursins. Auktu smám saman hlutfall nýja fóðursins þannig að eftir fjóra daga verði hlutföllin 50/50 og að eftir sex daga verði nýja fóðrið 75% á móti 25% af gamla fóðrinu. Ef hundurinn þolir nýja fóðrið vel getur þú byrjað að gefa honum nýja fóðrið eingöngu eftir sjö til átta daga. Það er gott að hafa sama hátt á og áður. Gefðu hundinum að borða á sama tíma og á sama stað og áður meðan hann er að venjast nýja fóðrinu. Ræddu við dýralækninn ef þér finnst hundurinn ekki aðlagast nýja fóðrinu sem skyldi.

Fylgstu með þeim

Þegar gæludýrið þitt er alfarið farið að borða nýja fóðrið skaltu halda þig við það í að minnsta kosti tvo mánuði svo dýrið geti nýtt öll næringarefnin í fóðrinu og þú metið áhrifin. Þú sérð á útliti dýrsins hversu vel fóðrið hentar því. Ef það borðar rétt fóður er það í réttri þyngd, með heilbrigða húð og glansandi feld auk þess sem óþægindi í maga ættu að vera lítil sem engin og hægðirnar eðlilegar.

Gæludýraeigendur sem hafa breytt mataræði gæludýra sinna af heilsufarsástæðum ættu helst að panta skoðun hjá dýralækninum til að fylgjast með framvindunni og meta hvort nýja mataræðið sé að virka gegn viðkomandi heilbrigðisvandamáli.

Efst á síðu