Flasa og þurr húð

2.10.2018
Kláði, húðflyksur og hvítir flekkir í feldinum eru merki um flösu. Hvað veldur flösu og hvernig er hægt að fyrirbyggja hana?
Adult Beagle sitting outdoors scratching its ear

Hundar geta fengið flösu, rétt eins og mannfólkið. Þar sem hundar hafa meira hár en fólk, geta óþægindin orðið talsvert meiri hjá hundunum. Flasa gæti líka verið merki um alvarlegra undirliggjandi vandamál.

Hvað er flasa í hundum?

Flasa myndast þegar fitukirtlar verða ofvirkir. Undir venjulegum kringumstæðum sjá fitukirtlar húðinni fyrir næringu. Of mikil fita getur orsakað ertingu í húðinni og valdið því að hún flagnar.

Hver eru einkenni flösu hjá hundum?

Hundurinn er með þurra og mögulega bólgna húð. Auk þess klæjar hann hugsanlega. Hvítar flyksur sjást á feldinum og jafnvel í rúminu þínu og á fötunum þínum. Ef ástandið er alvarlegt eru einkennin hrúður, hárlos, skallablettir og mikill kláði.

Ekki er óalgengt að sjá flösu í miðlungssíðum og síðum feldi.

Adult Poodle lying down on an examination table in a vets office.

Af hverju er hundurinn minn með flösu?

Algengasta orsök flösu er fóður sem inniheldur ekki þau hágæða næringarefni sem eru nauðsynleg til að viðhalda heilbrigði húðar og felds. Mikilvægar fitusýrur eins og omega 3 og 6 eru afar mikilvægar fyrir húðina. Hundurinn þinn framleiðir þær ekki sjálfur og verður þess vegna að fá þær í fóðrinu.

Prótein eru að sama skapi mikilvæg. 30% af daglegri próteinneyslu hundsins þíns fara í vöxt og uppbyggingu húðar og felds. Þess vegna þurfa auðmeltanleg hágæða prótein að vera í fóðrinu sem hann fær. A vítamín skiptir líka miklu máli því það stuðlar að vexti húðfruma og framleiðslu húðfitu.

Umhverfi hundsins getur líka orsakað flösu. Margar hundategundir fara úr hárum á ákveðnum árstímum en ef hundar búa í mjög heitu eða köldu loftslagi getur það haft þau áhrif að húðin hættir að framleiða fitu með þeim afleiðingum að hundarnir fá flösu. Mjög mikill hiti getur til dæmis þurrkað húð hundsins þíns á skömmum tíma.

Sníkjudýr geta valdið flösu. Bitlús, soglús og cheyletiella-lúsin geta valdið flösu því þær hreiðra um sig í feldinum og erta húðina. Þegar hundurinn klórar sér bregst húðin við með því að mynda flösu. Cheyletiella er sérlega skæð lús sem veldur því að húðin flagnar í flyksum. Það veldur kláða, flösu og jafnvel hárlosi.

Hvernig get ég leyst flösuvandamál hundsins míns?

Ef hundurinn þinn er stöðugt með flösu, klórar sér mikið eða er með önnur húðvandamál þarftu að tala við dýralækni. Þótt flasa sé algeng vill dýralæknirinn að öllum líkindum útiloka kvilla eins og ofnæmishúðbólgu. Hann skoðar hundinn, gerir prófanir og sér honum fyrir réttri meðferð sem er sérstaklega mikilvægt ef hann er með sníkjudýr.

Þú getur líka komið í veg fyrir flösu í hundinum þínum með því að:

  • Halda hitastiginu þægilegu
  • Gefa honum fóður með næringarefnum sem stuðla að heilbrigðri húð og heilbrigðum feldi
  • Nota sérstakt sjampó. Sjampó fyrir mannfólk hentar hundum ekki því sýrustigið í húð okkar er hærra en hjá hundum. Jafnvel mildustu sjampó sem eru ætluð fólki geta þurrkað húð hundsins þíns.
  • Ræddu við dýralækninn þinn um að bæta þorskalýsi eða öðru lýsi saman við fóðrið til að auka heilbrigði húðarinnar

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Jack Russel Terrier adult standing in black and white on a white background