Hvernig ætti ég að hugsa um aldraða hundinn minn?

20.9.2018
Aldraði hundurinn þinn þarfnast sérstakrar umönnunar þar sem hann gæti verið farinn að þjást af liða-, tann-, hjarta- eða nýrnavandamálum. Lærðu hvernig best sé að þjálfa, fóðra og annast aldraða hundinn þinn hér.
Ageing German Shepherd standing outdoors in a field.

Eftir því sem hundurinn eldist muntu fara að taka eftir líkams- og hegðunarbreytingum sem þú ættir að bregðast við til að hjálpa hundinum að viðhalda lífsgæðum sínum. Til eru einfaldar leiðir til að gera þetta, til dæmis með sérstakri þjálfun eða mataræði.

Hvernig hundakyn og stærð hafa áhrif á öldrun

Hundar eru ekki allir með sömu lífslíkur, en þær eru háðar erfðum, lífsstíl, hundakyni og stærð. Smærri hundar – þeir sem eru undir 10 kg – lifa í um það bil 12 ár, en stærri hundar sem eru yfir 45 kg lifa að jafnaði í sjö til átta ár. Öldrunarferlið byrjar einnig fyrr hjá stærri hundum og því er það mismunandi eftir hundum hvenær þeir fara að flokkast sem „eldri“.

Hvert kyn og stærð hunda glímir við sín sérstöku aldurstengdu vandamál. Til dæmis þjást litlir hundar oft af hjartasjúkdómum. Mataræði hundsins þíns ætti að taka mið af þessum mismun og veita honum sérstaka samsetningu næringarefna sem nýtist til að draga úr þeim sérstöku heilbrigðisvandamálum sem hann stendur frammi fyrir.

Að forðast streitu hjá öldruðum hundi

Eitt það mikilvægasta sem þú þarft að hafa í huga þegar þú breytir rútínu hundsins þíns er að valda honum ekki óþarfa streitu. Eftir því sem hundar eldast geta þeir farið að sýna hegðunarbreytingar eins og að hafa minni stjórn á hægðum, breyttar svefnvenjur og minni samskipti við eigendur. Skyndilegar eða snöggar breytingar á hefðbundinni rútínu geta aukið þessi vandamál, svo þú skalt passa þig á að gera allar breytingar smám saman.

Ageing Dachshund walking outdoors in long grass.

Hreyfing gamla hundsins

Vandamál í tengslum við hjarta- og æðakerfið geta gert vart við sig þegar hundurinn eldist. Ef starfsemi hjarta- og æðakerfis versnar, þarf hreyfing hundsins að taka mið af því. Annars geta afleiðingarnar orðið alvarlegar fyrir hjartað.

Slitgigt og vandamál í liðum eru algeng hjá gömlum hundum og geta versnað ef hundurinn er of þungur. Ef það reynist hundinum erfitt að fara upp stiga, getur verið sniðugt að setja upp ramp fyrir hann. Ef hann er óstöðugur á flísum eða parketti, má setja teppi á gólfið. Sund er frábært fyrir gamla hunda með vandamál í liðum.

Mataræði gamla hundsins

Bragð- og lyktarskyn hunda minnkar oft með aldrinum. Gættu þess að hundurinn komist ekki í eiturefni - til vonar og vara.

Orkuþörf gamalla hunda er 10-20% minni en hjá ungum hundum. Þú ættir að fóðra gamla hundinn þinn í samræmi við það til að forðast offituvandamál. Fituminna fóður er bragðgott og hentar eldri hundum mjög vel. Þá geta þeir borðað nægju sína án þess að borða yfir sig.

Fóður öldunga ætti líka að innihalda næringarefni sem viðhalda heilsunni í ellinni, eins og:

  • Langkeðju omega 3 fitusýrur sem styrkja hjartastarfsemina
  • Úrval af næringarefnum sem sýnt hefur verið fram á að hafa góð áhrif á liðina
  • Minna fosfór til að styrkja nýrnastarfsemina

Heilsufar gamla hundsins þíns

Reglubundnar dýralæknaskoðanir eru lykillinn að því að greina aldurstengda sjúkdóma á frumstigi og sjá hundinum fyrir bestu mögulegu meðferð. Þú getur líka haldið hundinum þínum heilbrigðum með því að bursta tennur hans reglulega til að koma í veg fyrir tannsteinsmyndun sem getur valdið tannholdsbólgum. Einnig með því að baða hann reglulega og snyrta hann.

Sum einkenni kunna að virðast eðlileg merki um öldrun en geta verið merki um undirliggjandi sjúkdóm. Þess vegna er mikilvægt að ræða við dýralækni ef þú tekur eftir breytingum á útliti eða hegðun hundsins þíns. Dýralæknirinn getur ráðlagt þér hvað best er að gera.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Jack Russel Terrier adult standing in black and white on a white background