​Hvernig forðast skal magaónot hjá hundinum þínum

20.9.2018
Ólga í maga er eitthvað sem allir hundar munu upplifa á ævinni. Margar leiðir eru þó í boði fyrir þig til að efla heilbrigði meltingar hjá hundinum þínum og koma í veg fyrir að hann þjáist of oft af slíkum vandamálum.
Adult Golden Retriever lying down on the floor by a silver bowl.

Allir hundar geta þjáðst af magakveisu endrum og sinnum, en aldur, kyn, stærð og lífsstíll hundsins eru allt þættir sem geta haft áhrif á hversu hætt honum er við að fá í magann. Sem betur fer eru til aðferðir sem þú getur beitt til að koma í veg fyrir ólgu í maga og viðhalda heilbrigðu meltingarkerfi gæludýrsins á öllum aldursskeiðum.

Melting hundsins þíns:

Heilbrigð virkni meltingarkerfis hundsins þíns skiptir sköpum til að tryggja að hann taki upp öll þau næringarefni sem hann þarf úr fóðrinu. Umfangsmikið yfirborð smáþarmanna er þakið frumum sem hjálpa til við að taka upp vítamín, steinefni og önnur næringarefni, auk þess sem það býr einnig yfir mestum fjölda ónæmisfrumna í líkamanum. Allur meltingarvegurinn er heimkynni örflóru, en það eru bakteríur sem stuðla að heilbrigðu meltingarumhverfi. Þessar bakteríur geta orðið fyrir áhrifum af völdum þess matar sem hundurinn borðar.

Hver eru einkenni ólgu í maga hjá hundum?

Ef hundurinn þinn er með ólgu í maga gæti það leitt til niðurgangs - mjúkra og ómótaðra hægða - auk uppkasta. Hann getur einnig sýnt merki um að hann þjáist eða verið með þaninn maga. Langvinnum meltingarvandamálum fylgja einnig einkenni eins og þyngdartap og litlaus feldur.

Að koma í veg fyrir ólgu í maga hjá hvolpum

Hvolpum er sérstaklega hætt við ólgu í maga og niðurgangi. Meltingarkerfi þeirra er ekki enn fullþroskað. Hjá þeim verður einnig „ónæmisbil“ þegar ónæmiskerfi hvolpa er ekki lengur varið með mótefnum sem þeir fá frá móðurinni, en þeir eru enn ekki farnir að framleiða eigin mótefni með skilvirkum hætti. Ólga í maga hjá hvolpum yngri en þriggja vikna getur einnig bent til alvarlegri veikinda sem geta verið banvæn.

Þú getur stutt heilbrigði meltingar hjá hvolpinum með því að gefa honum fóður með næringarefnum sem styðja við meltingarheilbrigði og forðast að breyta mataræðinu of fljótt. Þú ættir einnig að passa að láta bólusetja hvolpinn þinn þegar dýralæknirinn ráðleggur þér það.

Adult Jack Russell standing indoors eating from a large bowl.

Að koma í veg fyrir magakveisu í fullorðnum hundum

Meltingarkerfi fullorðinna hunda er sterkara en í hvolpum en þeir geta samt fengið magakveisu. Stórir hundar eins og German Shepherd, Great Dane og English Setter eru einkum útsettir fyrir magakveisum.

Besta leiðin til að koma í veg fyrir magakveisur í fullorðnum hundum er að gefa þeim næringarríkt fóður sem inniheldur auðmeltanleg prótein og efni eins og gerjanlegar trefjar sem styrkja „góðu bakteríurnar“. Mannamatur hentar hundum ekki Það er erfitt fyrir þá að melta hann og mannamatur inniheldur ekki þau næringarefni sem hundar þurfa. Hann getur valdið magakveisu, ekki síst ef hann maturinn er feitur.

Að koma í veg fyrir magakveisu í gömlum hundum

Með aldrinum geta hundar átt erfiðara með að melta fóðrið sitt. Einnig geta þeir átt erfiðara með að tyggja fóðrið þar sem tennurnar verða viðkvæmari. Ef fóður er gleypt eða ekki almennilega tuggið, getur það valdið uppköstum eða vanlíðan. Ef hundur þjáist af langvinnum sjúkdómi getur það líka haft áhrif á meltingarfærin.

Til að koma í veg fyrir að gamli hundurinn þinn fái magakveisu skaltu gefa honum fóður sem er sérhannað fyrir gamla hunda. Fóðurkúlurnar eru þá af heppilegri stærð og lögun þeirra þannig að auðvelt er fyrir þá að ná þeim upp úr fóðurskálinni. Þetta hvetur hundinn til að tyggja fóðrið. Þú getur líka gefið honum minni fóðurskammta og þá oftar á dag til að draga úr álagi á meltingarfærin.

Besta leiðin til að koma í veg fyrir meltingarvandamál er að gefa hundinum alltaf gott fóður sem hentar aldri hans, stærð, tegund og lífsháttum. Ef þú tekur eftir verulegum breytingum á matarvenjum hundsins, skaltu leita til dýralæknis þar sem það gæti verið merki undirliggjandi sjúkdóm.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Jack Russel Terrier adult standing in black and white on a white background