Er hundurinn þinn með hægðatregðu?

3.10.2018
Hægðatregða er alvarleg. Hún er ekki bara óþægileg heldur getur hún líka verið merki um iðrasjúkdóm sem hefur mögulega hrjáð hvolpinn í einhvern tíma.
Adult Nova Scotia Duck Tolling Retriever lying down indoors on a rug.

Ýmsir iðrasjúkdómar geta valdið hægðatregðu og þeir geta haft alvarlegar afleiðingar ef þeir eru ekki meðhöndlaðir strax. Hægðatregða getur til dæmis stafað af stíflu í þörmum eða annars staðar í meltingarveginum. Fyrirhyggjuleysi í fóðurvali og léleg næring geta valdið hægðatregðu.

Adult Beagle lying down indoors on a tiled floor.

Nokkur ráð ef hundurinn þinn hefur tilhneigingu til að fá hægðatregðu:

  • Hringdu í dýralækninn þinn: Fyrst þegar hundurinn þinn fær hægðatregðu er ekki vitað hver ástæðan er. Það getur verið merki um að hundurinn þinn þurfi aðstoð með sérstakri næringu eða það getur verið einkenni alvarlegs undirliggjandi meltingarfærasjúkdóms. Dýralæknirinn getur hjálpað þér að greina þarna á milli og bæta líðan hundsins.
  • Byrjaðu nýtt mataræði: Hvort sem þetta er í fyrsta sinn sem hundurinn þinn fær hægðatregðu eða ástandið er viðvarandi, er hugsanlegt að dýralæknirinn leggi til að þú gefir hundinum annað fóður. Nýtt mataræði sem er ríkt af óleysanlegum trefjum getur verið gagnlegt til að draga úr einkennum hægðatregðu, háð greiningu og einstökum tilvikum.

Ef spurningar vakna skaltu ræða við dýralækninn um einkenni iðrasjúkdóma og fá aðstoð við að koma meltingarkerfi hundsins í lag.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Jack Russel Terrier adult standing in black and white on a white background