Einkenni meltingarvandamála hjá hundinum þínum

20.9.2018
Ef þú sérð breytingar á hundinum þegar hann borðar eða hefur hægðir, er hugsanlegt að hann glími við meltingarvandamál.
Adult Dachshund sitting on an examination table being checked over by a vet.

Ef þú sérð breytingar á meltingu hundsins, hægðum eða matarvenjum, borgar sig að fara með hann til dýralæknis svo hægt sé að rannsaka hann. Þú getur líka haft vakandi auga með ýmsum merkjum sem geta bent til meltingarvandamála.

Það er gott að vita hvernig melting hundsins er venjulega og „eðlilegar“ hægðir hjá honum því þá sérðu strax hvort eitthvað er athugavert.

Niðurgangur og meltingarvandamál hjá hundum

Niðurgangur er algengt einkenni meltingarvandamála, einkum vandamála í smáþörmum eða stórþörmum. Ef hundurinn þinn er með niðurgang, hefur hann oftar hægðir en venjulega. Hægðirnar eru linar og stundum slímkenndar. Þegar vandamálið er í stórþörmum er niðurgangurinn ekki mikill og hann gengur mjög hratt yfir.

Hægðatregða hjá hundum

Hægðateppa er annað algengt einkenni meltingarvandamála og getur stafað af ýmsum orsökum. Ef hundurinn þinn er með hægðatregðu eru hægðirnar harðar og þurrar og hundurinn hefur sjaldnar hægðir en venjulega. Hann gæti líka þurft að hafa meira fyrir því að losa sig en venjulega.

Adult dog lying down on a leather sofa.

Uppköst og bakflæði hjá hundum

Meltingarsjúkdómar geta annars vegar valdið uppköstum og hinsvegar því að ómelt fæða fari upp um vélinda og í kok hundsins.

Bakflæði getur orðið fljótlega eftir að hundurinn kyngir. Þá fer ómelt fæða upp í kokið. Hundurinn gæti sýnt merki um sársauka þegar hann kyngir. Uppköst eru ósjálfráð viðbrögð. Þeim fylgir flökurleiki og mikil munnvatnsframleiðsla auk þess sem hundurinn kúgast. Hann kastar upp vökva og fastri fæðu sem getur verið hálfmelt. Þessi einkenni tengjast oftast meltingarsjúkdómum, til dæmis erfiðleikum við að koma fæðunni ofan í maga í gegnum vélindað eða sjúkdómum í maga eða annars staðar í meltingarveginum.

Hegðun og útlit hundsins þíns

Hundurinn getur sýnt önnur einkenni um meltingarfærasjúkdóm en niðurgang, hægðateppu, uppköst og bakflæði. Hann getur bæði breyst í útliti og hegðun. Þrálátir meltingarerfiðleikar geta valdið því að líkaminn fær ekki öll nauðsynleg næringarefni úr fóðrinu. Það getur leitt til þyngdartaps og feldurinn getur orðið þurr, líflaus og slitinn.

Ef matarlyst hundsins breytist, kviðurinn þenst og hann fær magaverki, geta það verið merki um sjúkdóm í smáþörmunum. Ef hundurinn sýnir slík einkenni oft, getur það bent til þess að hann sé með langvinnan iðrasjúkdóm.

Ef þú þekkir matarvenjur og líkamsstarfsemi hundsins þíns sérðu auðveldlega hvort hann er með meltingartruflanir. Ef hegðun hundsins breytist verulega, til dæmis ef hann kastar upp, er með hægðatregðu eða niðurgang, er mikilvægt að fara með hann dýralæknis sem getur ráðlagt þér hvað best er að gera í stöðunni.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Content Block With Text And Image 1