Upplýsingar um heilbrigði þvagfærakerfis hundsins þíns og fóður

2.10.2018
Fóðrið sem þú gefur hundinum þínum getur haft mikil áhrif á heilbrigði þvagfærakerfis hans og getur forðað honum frá óþægindum og sársauka.
Adult dog standing outside eating from a red bowl

Þvagfærasjúkdómar geta komið upp hvenær sem er á lífsleiðinni. Sumum tegundum hættir frekar til að fá slíka sjúkdóma. Einnig geta erfðir og lífshættir haft sitt að segja auk þess sem hundar geta fengið bakteríusýkingu. Fóður hefur mikil áhrif á heilbrigði þvagfærakerfisins og það nýtist líka í forvarnarskyni.

Af hverju skiptir heilbrigt þvagfærakerfi hundsins míns máli?

Heilbrigt þvagfærakerfi skiptir höfuðmáli varðandi innri líkamsstarfsemi hundsins. Þvagfærakerfið, sem nýru og þvagblaðra tilheyra, annast þveiti úrgangsefna og sjá um að losa líkamann við þau. Ef nýrun virka ekki sem skyldi, getur kerfið ekki lengur losað líkamann við þessi úrgangsefni. Dæmi um sjúkdóma í þvagblöðru eru sýking og þvagfærasteinar. Sjúkdómar af þessu tagi hafa áhrif á líðan og almennt heilsufar hundsins þíns.

Hvaða vandamál geta komið upp í þvagfærakerfi hunda?

Líkt og hjá mannfólkinu, geta þvagfærasteinar myndast í hundum. Þetta gerist þegar þéttni ákveðinna steinefna í þvagi hundsins verður of mikil. Sýrustig þvagsins og þvagmagn getur líka haft áhrif á myndun steinanna. Steinar myndast oftast í þvagblöðru hjá hundum en hjá mönnum er algengara að steinar myndist í nýrum. Steinar í þvagblöðrunni geta valdið bólgum og aukið líkur á bólgum í þvagrásinni, jafnvel þvagteppu.

Steinarnir geta verið af ýmsum gerðum og samsetning steinefnanna getur líka verið ólík. Dæmi um ólíka steina eru strúvít, kalsíumoxalat, þvagsýrukljúfur og systín. Steinarnir geta myndast við ólíkar aðstæður en sýrustig þvags og erfðir eru meðal þess sem getur skipt máli.

Hundar geta líka fengið bakteríusýkingu og henni geta fylgt verkir í neðri hluta þvagfærakerfisins. Þvagleki, meðfæddur afbrigðileiki og æxli geta líka haft áhrif á þvagfærakerfi hunda.

Adult Jack Russell standing outside eating from a cream and silver bowl.

Hvaða hundar eiga á hættu að glíma við þvagfæravandamál?

Í raun geta allir hundar fengið þvagfærasjúkdóma en sumar tegundir eru þó útsettari en aðrar. Smærri kyn geta verið í meiri hættu á að mynda ákveðnar tegundir steina, að hluta til vegna þess að þau drekka minna vatn, mynda þéttara þvag og pissa sjaldnar en stærri hundar.

Dalmatian-hundar eru með erfðafræðilega stökkbreytingu sem hefur áhrif á próteinvinnslu líkamans og eykur líkur á að þeir fái úratsteina. English Bulldog og nokkur önnur kyn geta einnig orðið fyrir áhrifum af þessari stökkbreytingu. Ef hundurinn þinn er of þungur eru auknar líkur á að hann fái kalsíumoxalat-steina.

Hvernig getur mataræði hundsins bætt heilbrigði þvagfæra hans?

Mataræði hundsins hefur sitt að segja við að viðhalda heilbrigði þvagfæranna, sem dregur úr hættu á myndun ákveðinna steina. Þetta er gerist með ýmsum hætti, meðal annars með því að hafa áhrif á sýrustig þvagsins sem takmarkar fjölda undanfara fyrir steinana, og í sumum tilfellum með því að leiða til þynningar sem hjálpar til við að koma í veg fyrir „ofmettun“ þvags, sem er ástand þar sem steinar myndast fyrirvaralaust.

Ef hundurinn þinn er með steina er hægt að leysa upp ákveðnar tegundir þeirra með sérstökum sjúkdómsfæðiblöndum fyrir þvagfæri og lyfjum. Aðrar tegundir er ekki hægt að leysa upp og gæti þurft að fjarlægja þær, til dæmis með vægum aðgerðum eða skurðaðgerð. Ef hundurinn er með sýkingu verður að meðhöndla hana með sýklalyfjum.

Mikilvægt er að hafa í huga að ef þú sérð hundinum þínum ávallt fyrir nógu miklu af vatni mun það hvetja hann til að drekka. Aukin vatnsneysla mun hjálpa til við að auka þvagmagnið, sem hjálpar til við að minnka þéttni steinefna og mun einnig leiða til örari þvagláta og meiri hreinsunar þvagrásarinnar þegar hann fær tækifæri til að pissa. Í sumum tilfellum gæti dýralæknirinn ráðlagt þér að gefa honum sérstaka blöndu sem ætlað er að auka vatnsneyslu hundsins. Það er mikilvægt að tryggja að hundurinn hafi stöðugan aðgang að hreinu og fersku vatni og veita honum sem flest tækifæri til að fara út að pissa.

Ef þú tekur eftir að hegðun hundsins hvað varðar þvaglát hafi breyst, skaltu ráðfæra þig við dýralækni sem getur framkvæmt ítarlega skoðun og hjálpað þér við að velja rétt mataræði til að styðja við heilbrigði þvagfæra hundsins.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Jack Russel Terrier adult standing in black and white on a white background