​Mataræði hundsins þíns og heilbrigði meltingar

20.9.2018
Hver þáttur í fóðri hundsins hefur sínu hlutverki að gegna við að styðja heilbrigði meltingar hans. Lærðu meira um hvaða hlutverk mataræðið leikur í að hafa stjórn á meltingarnæmi hjá hundinum þínum.
Adult Golden Retriever standing outdoors eating from a red bowl

Rétt eins og mannfólkið, geta hundar glímt við meltingartruflanir með óþægilegum einkennum sem tengjast stundum víðtækari heilsufarsvandamálum. Mataræði hunda er mikilvægur þáttur í að hafa stjórn á meltingarnæmi og viðhalda heilbrigðu meltingarkerfi.

Svona virkar melting hunda

Í gegnum hvert stig meltingarkerfisins meltir hundurinn fæðið og tekur næringarefnin upp úr því. Eitt af aðallífærunum í þessu ferli eru smáþarmarnir, en þeir eru með mjög stórt yfirborðssvæði sem er þakið mismunandi frumutegundum til að gera upptöku næringarefna eins árangursríka og hægt er. Í smáþörmum tekur hundurinn upp fitu, vítamín, kolvetni og steinefni og lýkur meltingu og upptöku próteina, sem hefst í maganum.

Í öllum þessum líffærum stuðlar örflóra – einnig þekkt sem „gagnlegar“ bakteríur – að því að meltingarkerfið sé heilbrigt og virki vel. Bakteríurnar sem eru til staðar í meltingarveginum stjórnast af erfðum og öðrum þáttum, þar á meðal mataræði. Í smáþörmunum fylgja þessum gagnlegu bakteríum frumur sem veita verndandi ónæmissvörun gegn utanaðkomandi þáttum eða „slæmum“ bakteríum.

Hundurinn þinn hefur náttúrulegt þol fyrir eigin örveruflóru, en ef hann myndar óþol getur það leitt til langvarandi magavandamála. Og eins ef frumurnar sem veita ónæmissvörunina fara að bregðast við hlutum sem þær ættu venjulega að þola, getur meltingarkerfi hundsins farið að mynda óþol fyrir hlutum sem venjulega eru skaðlausir, svo sem mat.

Puppy Beagle standing indoors eating from a red bowl.

Mataræði hundsins þíns og meltingin

Fóðrið sem þú gefur hundinum þínum getur haft áhrif á meltinguna og örflóruna í meltingarveginum. Fjölbreytt mataræði getur valdið óþarfa álagi á meltingu hundsins og valdið vandamálum.

Maturinn hans þarf að vera mjög meltanlegur til að forðast meltingarnæmi og innihalda nauðsynleg næringarefni sem auðvelt er fyrir líkamann að taka upp. Prótein er einn lykilþáttur næringarinnar, en það fæst oftast úr dýraafurðum eins og kjúklingi. Hágæða unnin matvæli innihalda prótein sem auðveldara er að melta og eru síður líkleg til að valda meltingarvandamálum. Til dæmis er hveitiglúten mjög þéttur próteingjafi auk þess að vera mjög meltanlegt.

Trefjar

Trefjar eru mikilvægur hluti af mataræði hundsins, en þar skiptir jafnvægi miklu máli. Trefjar nýtast í mataræðinu við að stýra hreyfingu í ristlinum og auka gæði hægða, sem er sérstaklega mikilvægt ef hundurinn er með meltingarnæmi eða lélegar hægðir.

Trefjar geta stutt heilbrigða starfsemi meltingarfæranna og hjálpað hundinum að verða saddur eftir máltíðir. Bætibakteríuörvandi efni eru ein tegund trefja og geta þau hjálpað gagnlegum bakteríum að vaxa og dafna í meltingarkerfi hundsins.

Kolvetni

Kolvetni er mikilvægur hluti af fóðri hundsins og nýtist sérstaklega sem orkugjafi. Kolvetnisgjafar í fóðri hundsins ættu að vera mjög meltanlegir.

Fita

Fita getur verið gagnlegur þáttur í að hafa stjórn á meltingarnæmi hundsins. Fituríkt mataræði getur nýst til að veita hundinum þá orku sem hann þarfnast án þess að hann þurfi að neyta matar í miklu magni. Hins vegar getur mataræði með minni fitu hjálpað til ef hundurinn er með viðkvæman maga eða er viðkvæmur fyrir fituríku mataræði.

Ef þú hefur tekið eftir að hundurinn þinn þjáist af meltingarvandamálum skaltu fá ráð frá dýralækninum þínum. Hann mun geta ráðlagt þér um rétt mataræði fyrir hundinn sem hjálpar þér að viðhalda heilbrigðu meltingarkerfi.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Jack Russel Terrier adult standing in black and white on a white background