Hvað á að gefa hvolpi að borða?

3.10.2018
Það skiptir höfuðmáli að velja rétta fóðrið fyrir hvolpinn strax í upphafi. Hér að aftan eru talin upp þau atriði sem þarf að hafa í huga.
Three puppies standing in a kitchen eating from the same silver bowl.

Þegar hvolpurinn er mánaðargamall má byrja að venja hann af móðurmjólkinni og á fasta fæðu. Hvað þarf að hafa í huga þegar fyrsta fóðrið er valið?

Stærð hundsins og tegund

Tegund og stærð hvolpsins þíns eru tvö mikilvægustu atriðin sem þarf að hafa í huga þegar verið er að velja fyrsta fóðrið. Margar tegundir hafa ákveðnar þarfir þegar kemur að orku og heilbrigði. Ef hvolpurinn þinn fær fóður sem er sérsniðið og uppfyllir næringarþörf hans er tryggt að hann fær allt sem ungur hvolpur þarf á að halda.

Stærð hundsins skiptir líka miklu máli þegar valið er fóður. Stærðin hefur áhrif á það hvernig hundurinn borðar, hvernig hann meltir og bregst við ólíku fóðri. Hundum er skipt í fimm stærðarflokka:

  • X-small - upp að 4 kg þegar hundurinn er fullvaxinn
  • Small - upp að 10 kg þegar hundurinn er fullvaxinn
  • Medium - milli 11 og 25 kg þegar hundurinn er fullvaxinn
  • Large - milli 26 og 45 kg þegar hundurinn er fullvaxinn
  • Giant - yfir 45 kg þegar hundurinn er fullvaxinn

Gættu þess að kaupa fyrsta hvolpafóðrið í samræmi við áætlaða þyngd hundsins þegar hann er fullvaxinn. (Þú getur áætlað þyngdina út frá hundategundinni og getur einnig spurt dýralækninn). Fóðrið er sérstaklega hannað til að uppfylla næringarþörf hunds í þessum þyngdarflokki. Það þýðir að hvolpurinn þinn fær bestu næringu sem hugsast getur.

Puppy eating from a metal bowl with child crouching next to the puppy

Næringarþörf

Orku- og næringarþörf hvolpsins þíns fer eftir því af hvaða tegund hann er og hversu stór hann er.

Mjög litlir hundar og aðrir smáhundar hafa ekki jafn sterka kjálka og tennur og stórir hundar svo fóðrið þeirra þarf að vera af réttri stærð og með réttri áferð þannig að þeir eigi auðvelt með að borða það. Það þarf líka að vera hægt að mýkja það í vatni meðan þeir eru að venjast því að borða fasta fæðu.

Miðlungs stórir hundar verja gjarnan miklum tíma utandyra. Þeir þurfa þess vegna að fá orku úr fóðrinu ásamt næringarefnum sem hjálpa þeim að byggja upp náttúrulegar varnir. Með náttúrulegum vörnum er meðal annars átt við að húðin og feldurinn geti varist skordýrum og sjúkdómum.

Stórir og risavaxnir hundar vaxa hægar en litlir hundar. Vöðvar stóru hundanna eru líka lengur að þroskast en vöðvar smáhunda. Þeir þurfa að fá fóður sem eflir vöxtinn. Fóðrið þarf líka að hafa þannig áferð og lögun að þeir bryðji fóðurkúlurnar og borði ekki of hratt.

Varnir gegn hugsanlegum heilsufarsvandamálum

Allir hvolpar hafa viðkvæmt meltingarkerfi vegna þess að þeir vaxa mjög hratt. Meltingarkerfi stórra hundategunda raskast þó oftar en hjá smáhundum. Besta fóðrið fyrir þá inniheldur rétt hlutföll af auðmeltanlegum næringarefnum.

Mikilvægt er að huga að tannheilbrigði hvolpa. Tennur í smáhundum eru viðkvæmari og hafa meiri tilhneigingu til að mynda tannstein en það þarf samt líka að huga vel að tönnum stóru hundana. Fóðurkúlur geta komið að gagni ef þær eru nógu stórar til að hvolpurinn þurfi að tyggja þær.

Uppbygging beinagrindarvöðvanna er talsvert hröð hjá stórum hundum. Álag á liðbönd og liðamót getur orðið mikið og liðböndin geta jafnvel tognað. Best er að þeir fái frá upphafi gott fóður með næringarefnum sem styrkja liðina.

Allir hundar, af öllum stærðum, þurfa aðstoð við að byggja upp ónæmiskerfið á aldrinum fjögurra til tólf vikna, á svokölluðu ónæmisbili, þegar þeir fá ekki lengur mótefni úr móðurmjólkinni og eru enn ekki búnir að byggja upp eigið ónæmiskerfi. Hvaða fóður sem þú ákveður að gefa hvolpinum þínum á þessu tímabili, skaltu gæta þess að það styrki ónæmiskerfið.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.

Content Block With Text And Image 1