Kostnaður við að eiga kött

Við undirbúning kattar á heimilið er mikilvægt að hafa í huga þann kostnað sem fylgir kattahaldi til þess að tryggja að þú getir séð fyrir kettinum út líf hans.
Kitten cat lying down indoors on top of a cat tree.

Það að kaupa kött er í raun ekki kostnaðarsamasti liðurinn við kattahald, en það er mikilvægt að tryggja að hægt sé að sjá fyrir kettinum út líf hans og það er því mikilvægt að gera áætlun.

Kostnaður við heilsu og vellíðan kattarins
Þegar þú kemur með kött eða kettling heim í fyrsta sinn eru ýmsir kostnaðarliðir sem hafa þarf í huga.

  • Það er ráðlagt að kettlingurinn fái fyrstu bólusetninguna sína 8-12 vikna til þess að verja hann gegn algengum og hugsanlega alvarlegum sjúkdómum. Bólusetninguna þarf að endurtaka 3-4 vikum seinna til þess að tryggja nægilega vörn. Kötturinn ætti að hafa fengið fyrstu bólusetninguna áður en hann kemur til þín, en endurtaka þarf svo bólusetningarnar á 1-3 ára fresti, allt eftir bóluefnaáætlun frá dýralækninum.
  • Skylt er að örmerkja ketti. Þetta er sársaukalaus aðgerð þar sem örflaga er sett undir húðina á hálsinum. Með henni geta dýralæknar eða sjálfboðaliðar auðveldlega skannað köttinn og borið kennsl á köttinn. Dýralæknirinn þinn getur örmerkt köttinn við venjubundna skoðun og það tekur aðeins örfáar sekúndur. Mikilvægt er að tryggja að upplýsingar á örmerkinu séu réttar.
  • Að gelda kött er ein mikilvægasta ákvörðun sem kattaeigandi getur tekið. Það kemur í veg fyrir óæskileg got og dregur einnig úr heilsufars- og hegðunarvandamálum. Kettir frá dýrahjálparsamtökum eru yfirleitt alltaf geldir við afhendingu en ef ekki geturðu rætt geldingu á kettinum þínum við dýralækninn þinn.
  • Árleg dýralæknaskoðun er mikilvægur hluti af því að eiga kött. Kettir eru góðir í að fela ýmis vandamál og árleg skoðun gerir dýralækninum kleift að meta þyngd og heilsufar kattarins og greina möguleg heilsufarsvandamál snemma. 
Adult cat lying down on an examination table being checked over by a vet.

Kattatryggingar

Sérhver eigandi vill gera sitt besta fyrir köttinn sinn. Slys og langvarandi veikindi gera því miður sjaldan boð á undan sér og geta þau leitt til hárra reikninga, þrátt fyrir að dýralæknar geri sitt besta til að halda kostnaði í skefjum.

Tryggingar veita ákveðið öryggi um að þú getir veitt kettinum þínum þá umönnun sem þörf er á ef eitthvað kemur upp á. Tryggingafélög bjóða mismunandi tryggingavernd og við hvetjum ykkur því til að skoða úrvalið og finna hvað hentar þér best.

Daglegur kostnaður

Það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á langtímakostnað við að eiga kött, þar á meðal tegund hans, feldgerð og þinn eigin lífsstíll. Þó að flestur daglegur kostnaður sé í meðallagi, þá eru nokkrir liðir sem gott er að hafa í huga og setja í fjárhagsáætlun strax í uppahafi:

  • Klór er eðlileg hegðun hjá köttum og mikilvægt að veita þeim tækifæri til að tjá þessa þörf. Því er góð hugmynd að hafa að minnsta kosti einn klórustaur innadyra. Mikilvægt er að hann sé nógu hár svo að kötturinn geti teygt vel úr sér.
  • Kettir eru forvitin dýr sem klifra mikið og leita að felustöðum, þetta er allt eðlileg hegðun. Klifurtré og felustaðir eru tilvaldir til að styðja við vellíðan kattarins, veita honum hreyfingu, örvun og öruggan stað til að fela sig.
  • Mikilvægur þáttur í umönnun katta er árleg skoðun og sérstök umönnun til þess að fyrirbyggja t.d. sníkjudýr á við flær, orma og mítla. Dýralæknirinn þinn getur veitt frekari ráðgjöf um sníkjudýravarnir.
  • Fóður og næring er augljós fastur kostnaðarliður. Mælt er með fóðri sem inniheldur réttu næringarefnin fyrir mismunandi lífsskeið og lífsstíl katta. Slíkt getur fyrirbyggt ýmis heilsufarsvandamál seinna meir. 
  • Vatnsbrunnar geta virkað hvetjandi fyrir köttinn þinn til þess að drekka meira. Sumar tegundir katta eru þekktar fyrir að elska að leika sér að vatni, svo slíkir brunnar geta einnig veitt leikörvun.
  • Annar fastur kostnaður er kattasandur. Það er mikilvægt að halda kattasandinum hreinum þar sem kötturinn er annars ólíklegur til þess að vilja nota hann.
  • Snyrting fer eftir tegundinni sem þú ert með og feldgerð kattarins. 

Að fá kött eða kettling heim getur verið spennandi og skemmtilegur tími og það er auðveld að yfirsjást þann kostnað sem því fylgir. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að kettir geta lifað í allt að 20 ár eða lengur, það að hafa góða kostnaðaráætlun frá upphafi tryggir að þú getir séð fyrir heilsu og vellíðan kattarins út allt hans líf.

Lærðu meira um kattategundir

Leitaðu að kattategund
Skoðaðu allar kattategundir

Líkaðu við og deildu þessari síðu