Við skulum tala um Miniature Schnauzer-hunda
Öll skemmtunin, orkan – og hrífandi andlitshárið – sem við þekkjum af Standard Schnauzer, í litlum en kraftmiklum pakka. Á meðal helstu einkenna Miniature Schnauzer-hunda eru úfið skegg, miklar augabrúnir og löng samanbrotin eyru, ásamt félagslyndi, aðlögunarhæfni og greind. Smæð Miniature Schnauzer-hunda þýðir að þeir geta verið ánægðir borgarhundar svo framarlega sem þeir fá að hreyfa sig reglulega. Þessi fjölskylduvæna tegund getur lifað nánast hvar sem er, svo lengi sem þú ert þar.
Opinbert heiti: Miniature Schnauzer
Önnur heiti: Upphaflega þekktur sem Miniature Wire-haired Pinscher
Uppruni: Þýskaland
Slefmyndun
1 out of 5Hármissir
2 out of 5Orkuþörf *
3 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
3 out of 5Þolir hann heitt veður?
3 out of 5Getur búið í íbúð?
4 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
4 out of 5Getur verið einn?*
3 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
30 - 35 cm | 30 - 35 cm |
Weight | Weight |
4 - 8 kg | 4 - 8 kg |
Fullorðnir | |
---|---|
10 mánaða til 8 ára | |
Eldri hundar | Öldungar |
8 til 12 ár | Frá 12 ára aldri |
Ungviði | |
Fæðing til 2 mánaða |
Slefmyndun
1 out of 5Hármissir
2 out of 5Orkuþörf *
3 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
3 out of 5Þolir hann heitt veður?
3 out of 5Getur búið í íbúð?
4 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
4 out of 5Getur verið einn?*
3 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
30 - 35 cm | 30 - 35 cm |
Weight | Weight |
4 - 8 kg | 4 - 8 kg |
Fullorðnir | |
---|---|
10 mánaða til 8 ára | |
Eldri hundar | Öldungar |
8 til 12 ár | Frá 12 ára aldri |
Ungviði | |
Fæðing til 2 mánaða |
Kynntu þér Miniature Schnauzer
Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund
Spyrjandi augabrúnir og mikið skegg gefa Miniature Schnauzer-hundum útlit virðulegs gamals herra, jafnvel þegar þeir eru ungir – það vantar bara silkivestið og vasaúrið. Minnsti meðlimur Schnauzer-fjölskyldunnar deilir sérkennum sínum og þykkum stríðhærðum feld með Standard og Giant Schnauzer afbrigðunum. En viðráðanleg stærð Miniature Schnauzer-hundsins og árvekni, aðlögunarhæfni og hæfni til að umgangast önnur dýr og börn, þegar þeir hafa verið þjálfaðir, hafa auðvitað gert þá enn vinsælli – og í uppáhaldi hjá fjölskyldunni.
Þessi kraftmikli litli hundur er upprunninn í Þýskalandi seint á 19. öld, þegar Standard Schnauzer-hundar voru blandaðir öðrum smærri tegundum. Miniature Schnauzer-hundar eru greindir, líflegir og félagslyndir - og þeir eru frábærir varðhundar. Já, þú last þetta rétt. Tilhneiging þeirra til að gelta, sem hægt er að laga með snemmtækri þjálfun, getur haft sína kosti.
Miniature Schnauzer-hundar þurfa að hreyfa sig reglulega. Þeir eru galsafullir og staðfastir að eðlisfari, á góðan hátt, og hafa gaman af því að spila leiki og læra brellur.
Þykkur feldur hundanna getur verið svartur, hvítur, svartur og silfraður eða grásprengdur. Til að halda þeim í góðu ásigkomulagi þurfa Miniature Schnauzer-hundar reglulega að fara til hundasnyrtis auk þess að vera burstaðir heima, sem er einmitt tilvalin afsökun fyrir að kúra saman.
2 staðreyndir um Miniature Schnauzer-hunda
1. Veiðihvöt
Miniature Schnauzer-hundar voru upphaflega ræktaðir sem búhundar til að veiða rottur og önnur meindýr. Ef smærri dýr eru til staðar er góð hugmynd (sérstaklega fyrir smærri dýrin) að hafa þá í bandi!
2. Vinsældakeppni
Uss... ekki segja hinum, en Miniature Schnauzer er vinsælasti meðlimurinn í Schnauzer-fjölskyldunni. Kannski er það litríkari feldur eða viðráðanlegri stærð þeirra, en Miniature Schnauzer er langvinsælastur af kynjunum þremur samkvæmt nýjustu röðun The American Kennel Club.
Saga tegundarinnar
Miniature Schnauzer deilir sínu síða yfirskeggi og köntuðu kjálkum með forföður sínum, Standard Schnauzer. Fyrir Schnauzer-fjölskylduna í heild sinni snýst allt um skeggjað trýnið sem tegundin dregur nafn sitt af, af þýska orðinu „Schnauze“ sem þýðir trýni. Upprunalega stærðin kemur frá Þýskalandi og nær að minnsta kosti aftur á 14. öld. Tegundin var ræktuð til að vinna sem sveitahundar, þjálfuð til að veiða rottur og önnur meindýr, og var upphaflega þekkt sem stríðhærður Pinscher.
Miniature Schnauzer-tegundin varð til með kynblöndun við púðluhunda, Affenpinscher, dverg-pinscher eða jafnvel fox terrier og skoska terrier-hunda – enginn er alveg viss um hver það er. Eða hvers vegna. En þó að nákvæmur uppruni þessarar hundablöndu sé ekki ljós, þá vitum við að Miniature Schnauzer-tegundin var fyrst opinberlega skráð árið 1888 í Þýskalandi og fyrst sýnd á hundasýningu sem sjálfstæð tegund árið 1899. Allt frá þeim tíma hefur hún þróast í uppáhaldshundategund nútímafjölskyldunnar.
Frá höfði til skotts
Líkamleg einkenni Miniature Schnauzer-hunda
1.Eyru
2.Ásjóna
3.Feldur
4.Feldur
5.Skott
Hlutir sem gæta skal að
Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Miniature Schnauzer-hunda, bæði sérkenni tegundarinnar og yfirlit yfir almenna heilsu
Að vera í fínu formi
Jafnvel þótt þetta séu almennt hraustir hundar þá eru nokkur heilsufarsvandamál sem Miniature Schnauzer-tegundin getur verið viðkvæm fyrir, eins og ákveðnum augnsjúkdómum, þar á meðal – reyndar afar sjaldan – meðfæddu vagli á auga sem getur komið í ljós á seinni hluta ævinnar. Reglulegt eftirlit hjá dýralækni tryggir að Miniature Schnauzer-hundurinn þinn haldist í toppformi og að allir heilsubrestir sjást og hægt sé að meðhöndla þá fljótt.
Á vigtinni
Miniature Schnauzer-hundar eiga á hættu að verða of þungir, sérstaklega ef þeir eru geldir. Fylgjast þarf reglulega með þyngd þeirra eins og hjá öllum litlum hundum. Að fylgja ráðlögðum dagskammti fyrir tegundina hjálpar til við að tryggja að hún haldi sinni líflegu og kraftmiklu skapgerð. Þó að þeir geti búið sáttir í íbúð, þurfa Miniature Schnauzer-hundar mikla hreyfingu og góða blöndu af göngu, hlaupum og leik – til andlegrar örvunar og til að brenna líkamlegri orku.
Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur
Það er að mörgu að huga þegar velja skal fóður handa Miniature Schnauzer-hundum: their age, lifestyle, activity level, physiological condition, and health including potential sickness or sensitivities. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog. Clean and fresh water should be available at all times to support good urinary regularity. In hot weather and especially when out exercising, bring water along for your dog’s frequent water breaks. Eftirfarandi ráðleggingar eru fyrir heilbrigð dýr. Ef hundurinn þinn á við skaltu hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt mataræði.
Þarfir Miniature Schnauzer-hvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Ónæmiskerfi Miniature Schnauzer-hvolpa þróast smátt og smátt fram að 10 mánaða aldri. Blanda andoxunarefna – þar á meðal E-vítamíns – getur styrkt ónæmiskerfið á þessum tímum sem einkennast af miklum breytingum, nýrri reynslu og nýjum kynnum. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum Miniature Schnauzer-hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að tryggja hámeltanleg prótín sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Forlífsefni, t.d. ávaxtafásykrur, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna og bæta hægðirnar.
Tennur hvolpsins, sem eru í byrjun mjólkurtennur og verða svo að fullorðinstönnum eru mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til þegar stærð, lögun og áferð fóðurs er ákveðin. lögun og áferð fóðurs er ákveðin. Þessu stutta vaxtartímabili fylgir mikil orkuþörf og fóðrið verður að hafa mikið orkuinnihald (uppgefið sem kkal/100g af fóðri), en magn annarra næringarefna þarf einnig að vera meira í fóðri fyrir hvolpa á vaxtartíma. Mælt er með að daglegri næringarþörf í þrjár máltíðir þar til hvolparnir verða sex mánaða en þá er skipt yfir í tvær máltíðir á dag.
Helstu þarfir sem næring fullorðinna Miniature Schnauzer-hunda þarf að uppfylla eru:
Að viðhalda tilvöldu holdafari með auðmeltanlegum auðmeltanleg innihaldsefni og halda fituinnihaldi innan skynsamlegra marka
Að auka hreysti og fallegt útlit húðarinnar og feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B vítamínum
Fullorðnir smáhundar eru útsettir fyrir munn- og tannkvillum, nánar tiltekið tannsýklu og tannsteinsmyndun. Það þarf að huga vel að vernd tanna og kjálka Miniature Schnauzer-hunda. Þurrfóður með tiltekinni lögun og áferð, sem er ætlað að styrkja tyggingu, geta hægt á myndun tannsýklu og blanda sem inniheldur kalsíumklóbindiefni getur dregið úr tannsteinamyndun og stuðlar þar með að bættri daglegri munnheilsu. Small breed dogs are well known for being fussy eaters. Exclusive formula and flavourings, as well as a kibble size with a special texture, will stimulate their appetite. Smáhundar eru útsettir fyrir þvagsteinum og því er mælt með mataræði sem styður við heilbrigði þvagfærakerfisins.
Fyrir Miniature Schnauzer-hunda sem halda sig aðallega innandyra getur fæða með auðmeltanlegum prótínum, hæfilegu trefjainnihaldi og hágæða kolvetnum minnkað magn hægða og dregið úr lykt af hægðum. Because an indoor lifestyle often means less exercise, an adapted calorie content, which meets the reduced energy needs, and a diet that contains L-carnitine, which promotes fat metabolism, can help maintain an ideal weight. It is important to avoid feeding them human foods or fatty snacks. Instead, reward your dog with kibble taken from their daily meal allowance, and strictly follow the feeding guidelines written on the package in order to prevent excessive weight gain.
Eftir 8 ára aldur byrja Miniature Schnauzer-hundar að sýna merki um öldrun. Fóður með viðbættum andoxunarefnum viðheldur lífsorkunni og fosfór-viðbót eflir nýrnastarfsemina. Með hækkandi aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og við val á fæði fyrir eldri Miniature Schnauzer-hunda ætti að hafa eftirfarandi í huga:
Aukið magn C- og E-vítamíns. Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem stuðla að vörn líkamsfrumna gegn skaðlegum áhrifum oxunarálags sem leiðir til öldrunar
High-quality protein. Þvert á það sem oft er talið gagnast það lítið við að draga úr nýrnabilun að minnka prótíninnihald í fóðri. Þar að auki nýta eldri hundar prótín úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að draga úr fosfórinnihaldi er hægt að hægja á stigvaxandi skerðingu á starfsemi nýrna.
Hærra magn snefilefna, svo sem járns, kopars, sinks og mangans hjálpar við að viðhalda góðu ástandi húðar og feldar.
Meira magn fjölómettaðra fitusýra til að halda feldinum í góðu ásigkomulagi. Venjulega framleiða hundar þessar fitusýrur en með aldrinum getur dregið úr þessari framleiðslu. en með aldrinum getur dregið úr framleiðslu þeirra.
Með hækkandi aldri eiga hundar það til að þróa með sér tannkvilla. Til að tryggja að þeir haldi áfram að borða nægilegt magn þarf stærð, lögun og áferð fóðurkúlnanna að henta kjaftinum.
Að sjá um Miniature Schnauzer-hundinn þinn
Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu
7/7
Allt um Miniature Schnauzer-hunda
Miniature Schnauzer-hundar eru líflegir og virkir og stundum geta þeir ekki annað en deilt spennu sinni með gelti eða tveimur. Það getur verið kostur fyrir varðhund, en ef Miniature Schnauzer-hundurinn þinn lætur aðeins meira í sér heyra en þú vilt getur snemmtæk þjálfun hjálpað.
Ekki láta hipsteraskeggið blekkja þig: Miniature Schnauzer-hundar líta út fyrir að vera loðnir en fara í raun mjög lítið úr hárum.
Lesa meira um þetta efni
Heimildir
- Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
- Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020
- Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
- Royal Canin BHN Product Book
- American Kennel Club https://www.akc.org/
Líkaðu við og deildu þessari síðu