5 ráð til að blanda saman þurr- og blautfóðri fyrir hunda
Auðvitað eru margir kostir í því að gefa hundinum þínum bæði þurr- og blautfóður. Einn kostanna er að blautfóður hjálpar til við að auka vökvainntöku. Hins vegar skiptir máli að gæta þess að stöðugt framboð af köldu, fersku vatni sé til staðar. Haltu vatninu frá sólinni svo það verði ekki heitt og hafðu ávallt fleiri en eina vatnsskál í boði.
Ráð 1: Ræddu við dýralækni eða fagaðila
Áður en þú byrjar að blanda saman þurr- og blautfóðri er gott að ræða við dýralækni eða fagðila til þess að tryggja að þú sért að gefa hundinum þínum rétt magn af fóðri miðað við aldur og heilsu hans.
Ráð 2: Passaðu skammtastærðir
Hundafóður gefur haft mismunandi skammtastærðir miðað við stærð og þyngd hundsins. Sama gildir um þurr- og blautfóður. Blautfóður inniheldur færri hitaeiningar á hvert gramm heldur en þurrfóður. Þegar þú byrjar að gefa blautfóður með þurrfóðri er það ekki alveg svo einfalt að skipta út hálfum bolla af þurrfóðri fyrir blautfóður. Fóðrið ætti að innihalda leiðbeiningar um magn þegar blautfóður er gefið með. Ef þú ert ekki viss hafðu samband við innflutningsaðila eða söluaðila fóðursins fyrir fóðurráðleggingar sem stuðla að heilbrigðri þyngd hundsins þíns.
Ráð 3: Gerðu breytingarnar hægt
Hundar virðast stundum geta borðað hreinlega allt, en meltingin þeirra getur þó verið nokkuð viðkvæm. Þess vegna er ávallt ráðlagt að fara hægt í breytingar á fæðu. Með því að gera breytingar yfir nokkurra daga tímabil fær meltinginn nokkurn tíma til að aðlagast. Góð þumalputta regla er að blanda nýja fóðrinu við smám saman og aðlaga magn hlutfallslega í um það bil sjö daga.
Ráð 4: Það þarf ekki að vera allt í einu
Það er engin þörf á að setja bæði þurr- og blautfóður í sömu skálina þegar þú fóðrar hundinn þinn. Í raun þarftu ekki að gefa það á sama tíma einu sinni. Einn kostanna við þurrfóður er að það skemmist síður ef það er ekki borðað strax. Svo getur þú boðið þeim blautfóður í til dæmis heilaþrautir eða með kvöldgjöfinni.
Ráð 5: Ekki gleyma vatninu
Auðvitað eru margir kostir í því að gefa hundinum þínum bæði þurr- og blautfóður. Einn kostanna er að blautfóður hjálpar til við að auka vökvainntöku. Hins vegar skiptir máli að gæta þess að stöðugt framboð af köldu, fersku vatni sé til staðar. Haltu vatninu frá sólinni svo það verði ekki heitt og hafðu ávallt fleiri en eina vatnsskál í boði.
Líkaðu við og deildu þessari síðu