​Hvernig á að fyrirbyggja meltingartruflanir hjá hundinum þínum

Meltingartruflanir eru eitthvað sem allir hundar upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni, en sem betur fer eru til margar leiðir til að styðja við meltingarheilbrigði þeirra og draga úr líkum á að þau glími við slíkt oft.
Adult Golden Retriever lying down on the floor by a silver bowl.

Allir hundar geta einhvern tíma á lífsleiðinni fengið meltingartruflanir, en aldur hundsins, tegund, stærð og lífsstíll getur haft áhrif á tíðni og orsakir meltingartruflananna. Sem betur fer eru til þónokkrar leiðir til þess að styðja við meltingu hundsins og styðja hann í endurheimt á heilbrigðum meltingarvegi.

 

Melting hundsins þíns
Heilbrigð virkni meltingarvegarins er nauðsynleg til að hann geti tekið upp öll þau næringarefni sem hann þarf úr fæðunni. Smáþarmarnir hafa gríðarstórt yfirborð sem er þakið frumum sem aðstoða við upptöku vítamína, steinefna og annarra næringarefna. Þar má einnig finna mesta magn ónæmisfrumna í líkamanum. Allur meltingarvegurinn inniheldur svo örveruflóru og bakteríur sem styðja við heilbrigt meltingarumhverfi og þessar bakteríur geta orðið fyrir áhrifum af fæðunni sem hundurinn borðar.

Hver eru einkenni meltingartruflana í hundum?

Einkenni meltingartruflana geta verið niðurgangur (mjúkar og óformaðar hægðir) auk uppkasta. Þeir geta líka sýnt einkenni á við útþenslu kviðarins. Langvinnum meltingarvandamálum getur einnig fylgt þyngdartap og léleg feldgæði.

Að fyrirbyggja meltingartruflanir í hvolpum

Hvolpar geta verið viðkvæmari fyrir meltingartruflunum og niðurgangi. Meltingarkerfi þeirra hefur ekki náð fullum þroska sem gerir þá ennþá viðkvæmari og undirstrikar það að halda stöðugleika í fóðrun og draga úr óþarfa aukabitum sé mikilvægt. Meltingartruflanir í hvolpum yngri en þriggja vikna skal ávallt leita með til dýralæknis. 

Þú getur stutt við meltingarveg hvolpsins þíns með því að gefa honum auðmeltanlegt fóður sem inniheldur næringarefni sem styðja við meltingarheilsu hans. Forðastu að skipta of hratt um fóður. 

Adult Jack Russell standing indoors eating from a large bowl.

Að fyrirbyggja meltingartruflanir í fullorðnum hundum

Fullorðnir hundar hafa mun þroskaðri meltingarveg en hvolpar, en geta þó fengið meltingartruflanir. Sérstaklega geta stærri tegundir verið viðkvæmari á við German Shepherd, Great Dane og English Setter. 

Besta leiðin til þess að fyrirbyggja meltingartruflanir er að gefa auðmeltanlegt fóður með auðmeltanlegum próteinum og trefjum sem styðja við bakteríuflóru meltingarvegarins. Mannamatur er ekki hentugur hundum bæði vegna þess að hann er ekki alltaf auðmeltanlegur og í réttri samsetningu fyrir hunda. Mannamatur getur einnig verið hár í fitu sem getur valdið meltingarvandamálum í hundum.

Að fyrirbyggja meltingartruflanir í eldri hundum

Eftir því sem hundurinn eldist verður meltingarvegurinn viðkvæmari og þeir geta átt erfiðara með að bryðja fóðrið þar sem tennurnar getar orðið viðkvæmari og þarfnast meiri umönnunar með aldrinum. Ef hundurinn er með langvinna sjúkdóma getur það einnig haft áhrif á meltingarveg hundsins. 

Til þess að fyrirbyggja meltingarvandamál í eldri hundi er ráðlagt að gefa þeim fóður hannað fyrir eldri hunda með tilliti til stærðar þeirra. Aðlöguð stærð fóðurkúlunnar stuðlar líka að eðlilegri fæðuinntöku og fyrirbyggir að hundurinn gleypi fóðrið of hratt sem getur ýtt undir viðkvæmari meltingu. Að gefa minni máltíðir oftar yfir daginn getur einnig hjálpað eldri hundum.

Að halda stöðugleika í fóðrun og draga úr magni aukabita og nagbeina er einfaldasta leiðin til þess að stuðla að stöðgari meltingarvegi hundsins. Ef þú tekur eftir breytingu í fæðuhægðun, matarlyst eða öðru er ráðlagt að ræða við dýralækninn þinn.

Jack Russel Terrier adult standing in black and white on a white background

Finndu dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns, bendum við þér á að leita ráða hjá dýralækni.

Search near me

Líkaðu við og deildu þessari síðu