
CCN Medium Digestive Care
Þurrfóður fyrir hund
<p>ROYAL CANIN® Digestive Care Medium hentar hundum sem gjarnir eru á viðkvæma meltingu og vega á milli 11-25kg. Hannað með góðgerlafæðu fyrir meltingarflóru, auðmeltanlegu próteini og trefjum sem styðja við að koma meltingarheilsu í betra stand.<br></p>
Nákvæm formúla
Nákvæmt jafnvægi næringarefna sem hjálpa til við að styðja við meltingarheilsu hundsins. Formúlan inniheldur sérslega auðmeltanleg prótein (L.I.P.), blanda af góðgerlafæðu og trefjum til að stuðla að jafnvægi í þarmaflóru og stuðla að bættum hægðum.
Hvernig geturðu hjálpað hundinum þínum?
Forðastu að gefa hundinum þínum mannamat eða feitt snarl. Fylgdu fóðrunarráðleggingunum sem gefnar eru upp, gættu þess að koma á og fylgja daglegri fóðrunarrútínu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða áhyggjur varðandi heilsu hundsins þíns, vinsamlegast hafðu samband við dýralækninn þinn.
Sannaðar niðurstöður
Betri hægðir - 91% eigenda sáttir með niðurstöðu eftir 2 mánuði* *Rannsóknir Royal Canin