​Hvernig meðhöndla skal kött með þvagfæravandamál

20.9.2018
Með læknisaðgerðum, réttu mataræði og bættum lífsstíl getið þið dýralæknirinn unnið saman að því að meðhöndla þvagfæravandamál kattarins. Sjáðu hvernig það fer fram í þessari grein.
Adult cat lying down on an examination table being checked over by a vet.

Algengt er að kettir glími við þvagfæravandamál, en sem betur fer er hægt að meðhöndla þau með mjög áhrifaríkum hætti með blöndu af lífsstílsbreytingum og réttu mataræði. Ef þú hefur tekið eftir að hegðun kattarins í kringum þvaglát hafi breyst nýlega er fyrsta skrefið að heimsækja dýralækninn.

Dýralæknirinn og þvagfæravandamál kattarins

Þegar þú kemur til dýralæknisins mun hann framkvæma ítarlega skoðun og spyrja þig út í einkenni kattarins. Þau gætu verið erfiðleikar við þvaglát, að þvag sé í minna magni en venjulega eða jafnvel ekkert, sýnileg óþægindi við þvaglát og að þvagið hafi bleikan blæ (sem gefur til kynna að það innihaldi blóð).

Ef dýralæknirinn kemst að því að kötturinn sé með sýkingu mun hann meðhöndla hana með sýklalyfjum. Þvagfæravandamál vegna sýkingar, svo sem blöðrubólga, eru sjaldgæf hjá köttum en dýralæknirinn mun geta útilokað þann möguleika.

Dýralæknirinn gæti komist að því að kötturinn sé að þjást af myndun „steins“. Þetta er uppsöfnun ákveðinna steinefna í þvagi kattarins, en venjulega gæti hann unnið úr þeim og skolað út með þvagi. Þessi steinefni kristallast og mynda stein, með svipuðum hætti og nýrnasteinar myndast hjá mönnum. Það getur ert og valdið bólgu í þvagfærum kattarins, sem veldur sársauka.

Háð greiningu og ef klínískar aðstæður leyfa mun dýralæknirinn fjarlægja steininn með skurðaðgerð og efnagreina hann. Með því getur hann komist að nákvæmri samsetningu steinsins, sem er nauðsynlegt vegna þess að mismunandi steinategundir kalla á mismunandi meðferð. Dýralæknirinn gæti einnig mælt með sérhönnuðu mataræði til að leysa upp þvagsteina.

Að meðhöndla þvagfæravandamál hjá kettinum þínum, sérstaklega ef hann er einkennagefandi – þ.e. ef ekki er hægt að greina orsök – er langtímaskuldbinding sem dýralæknirinn getur aðstoðað þig með.

Adult cat lying down on an examination table being checked over by a vet.

Vandamál sem tengjast þvaglátum kattarins

Dýralæknir gæti ráðlagt þér að gera breytingar á lífsháttum kattarins til að viðhalda heilbrigði þvagfæranna. Of feitir kettir eiga frekar á hættu að fá þvagfærasteina því þeir drekka sjaldnar og pissa þar af leiðandi sjaldnar. Dýralæknir gæti lagt til að þú hjálpaðir kettinum að léttast með aukinni hreyfingu.

Ef mikil streita er á heimilinu getur það valdið vandamálum í þvagfærakerfi kattarins. Það getur verið streita sem kötturinn nemur frá eiganda sínum, streita vegna þess að margir kettir búa á heimilinu eða streita í kjölfar mikilla breytinga á heimilishögum. Dýralæknirinn gæti mælt með eftirfarandi til að draga úr streitunni:

  • Sjáðu til þess að kötturinn hafi alltaf greiðan aðgang að kattakassanum
  • Takmarkaðu samneyti katta á heimilinu sem semur illa
  • Breyttu umhverfi kattarins þannig að það hafi annað hvort örvandi áhrif á hann eða þannig að honum finnist það öruggara
  • Kvíðastillandi lyfjum, ferómón-úða eða sjúkrafóðri

Vandamál sem tengjast þvagfærum meðhöndluð með fóðri

Fóður kattarins getur haft mikil áhrif á heilbrigði þvagfærakerfisins. Gott fóður kemur aftur jafnvægi á sýrustig þvagsins og takmarkar steinefni sem geta kristallast og myndað þvagfærasteina. Fóðrið á líka að vera próteinríkt því próteinin minnka álag á nýrun.

Blautfóður getur hentað vel af því það inniheldur mikið vatn. Þar af leiðandi pissar kötturinn oftar og hreinsar kerfið. Ef kötturinn vill frekar þurrfóður, getur þú hvatt hann til að drekka meira vatn, til dæmis með því að sjá honum fyrir gosbrunni fyrir ketti, barmafylla vatnsskálina svo auðveldara sé fyrir hann að drekka úr henni og koma vatnsskálinni fyrir á rólegum stað sem er ekki nálægt kattakassanum eða staðnum þar sem hann borðar. Þú getur líka bragðbætt vatnið, til dæmis með vökva úr túnfiskdós eða vökva af frosnum soðnum rækjum.

Það er mikilvægt að þú ráðfærir þig við dýralækni áður en þú ferð að meðhöndla þvagfæravandamál kattarins heima. Hugsanlegt er að vandamálið sé þess eðlis að læknismeðferðar sé þörf. Dýralæknirinn getur ráðlagt þér hvað best er að gera í stöðunni.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
If you have any concerns about your cat’s health, consult a vet for professional advice.