​Hvernig mataræði kattarins hefur áhrif á heilsu húðarinnar

20.9.2018
Til að virka rétt þarf húð kattarins flókna blöndu réttra næringarefna. Lærðu meira um hvernig hvert næringarefni stuðlar að heilbrigði húðar og felds kattarins.
Adult Norwegian Forest Cat standing in a kitchen next to two silver bowls.

Húð kattarins er stærsta líffæri líkamans og gegnir nokkrum lífsnauðsynlegum hlutverkum. Hún verndar köttinn gegn ytri ertingarvöldum, heldur honum einangruðum og dregur úr vatnstapi, sem annars gæti valdið ofþornun. Heilbrigð húð er því mjög mikilvæg fyrir almennt heilbrigði kattarins.

Nokkrir mismunandi þættir hafa áhrif á ástand húðar kattarins. Þar á meðal eru aldur, kattakyn og erfðafræðileg samsetning. Einnig hefur hreinlæti kattarins áhrif ásamt þeim umhverfisaðstæðum sem hann býr við, bæði innan og utan heimilis. Mataræði kattarins er jafnframt mikilvægur liður í heilbrigði húðarinnar, því án réttra næringarefna úr mataræði sem er í góðu jafnvægi er ólíklegra að húðin sé heilbrigð og virki með skilvirkum hætti.

Hvers þarfnast kettir svo húðin sé heilbrigð?

Húð kattarins er í þremur lögum, auk þess sem hann er með þrjár mismunandi tegundir hára. Hver þessara þátta fyrir sig er með ákveðna virkni og þarf að fá mismunandi næringarefni til að gegna hlutverki sínu með réttum hætti. Fóður sem er í réttu næringarfræðilegu jafnvægi ætti að veita kettinum allt sem hann þarf til að stuðla að heilbrigði húðar og hárs, allt frá próteini til réttrar steinefnablöndu.

Prótein og heilbrigði húðar kattarins

Prótein í formi keratíns er nauðsynlegt fyrir endurnýjun húðfrumna og sterkan hárvöxt. Frumur húðarinnar eru stöðugt að fjölga sér og endurnýja sig og því þarfnast hún mikils próteins. Ef fóður kattarins inniheldur ekki rétt próteinmagn gæti hárið farið að þynnast eða verða stökkara, sem dregur úr verndandi eiginleikum þess.

Cat eating from red bowl

Nauðsynlegar fitusýrur og húð kattarins

Annað sem skiptir máli varðandi fóðrun katta eru nauðsynlegar fitusýrur. Meðal þeirra eru omega 3, einkum EPA og DHA og omega 6. Þær stuðla að heilbrigði húðarinnar og hárvexti. Kettir geta ekki framleitt þessar nauðsynlegu fitusýrur svo þeir þurfa að fá þær í fóðrinu. Skortur á þessum fitusýrum getur valdið því að hárlitur dofnar, skán myndast og húðin verður fyrir vökvatapi.

Áhrif vítamína á húð kattarins þíns

Margþætt vítamín eru nauðsynleg til að húð og feldur kattarins haldist heilbrigður. A vítamín eykur frumuvöxt meðan B vítamínin styðja við umbrot fitu, próteina og kolvetna. E vítamín er náttúrulegt andoxunarefni sem styður við ónæmiskerfi húðarinnar meðan bíotín er mikilvægt til að viðhalda húðinni heilbrigðri. Ef kötturinn þinn fær þessi vítamín ekki, getur myndast hárlos og feldurinn getur orðið tætingslegur. Skán getur myndast og kötturinn orðið óhæfur til að mynda keratín sem er megin uppistaða hársins.

Húð kattarins þíns og steinefni

Tvö steinefni skipta höfuðmáli til að viðhalda heilbrigði húðar og felds kattarins þíns. Sink er annað þessara steinefna. Það gegnir margþættu hlutverki, ekki síst varðandi skiptingu og starfsemi fruma í líkama kattarins þíns. Hitt steinefnið er kopar, sem nýtist við myndun hársins og hárlits. Ef kötturinn þinn fær ekki sink og kopar í fæðunni getur feldurinn orðið rytjulegur og daufur á litinn auk þess sem hárvöxtur verður mjög hægur.

Erfðafræðilegir þættir geta haft áhrif á heilbrigði húðar kattarins þíns en ef þú gefur honum rétt fóður sem inniheldur öll nauðsynleg bætiefni, tryggir þú heilbrigði húðar og feldsins.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Maine Coon adult standing in black and white on a white background