Að halda hundinum svölum á sumrin

20.9.2018
Vissir þú að hundar og kettir geta sólbrunnið? Eða að hundakyn með stutt nef eiga erfiðara með að kæla sig með því að mása? Eða að með því að raka loðfeld hundsins þíns gætirðu gert honum meiri óleik en að gera það ekki?
Adult Beagle running in water.

Sumarhiti og sólskin eru alvörumál fyrir hundana okkar og kettina sem treysta á að við verndum þá.

Vissir þú til dæmis að hundar og kettir geta sólbrunnið? Eða að hundakyn með stutt nef eiga erfiðara með að kæla sig með því að mása? Eða að með því að raka feld hundsins þíns gætirðu gert honum meiri óleik en að gera það ekki? Hér eru nokkur ráð sem gætu hjálpað þér við að láta gæludýrinu þínu líða vel í sumarhitanum.

  • Sólbruni: Dýr þurfa á sólarvörn að halda á viðkvæmum svæðum líkamans, svo sem efst á eyrunum, nefinu og öðrum svæðum sem fá á sig mikla sól. Gæludýr með bleika húð eða ljósa feldi geta verið sérstaklega viðkvæm. Hundakynin Staffordshire Terrier, Boxer, Bull Terrier, German Shorthaired Pointer og Chinese Crested eru meðal þeirra sem eru líklegust til að sólbrenna. Berðu á gæludýravæna sólarvörn - ekki sólarvörn sem notar sinkoxíð, sem er eitrað - um það bil hálftíma áður en farið er í sólina.
  • Más er kæling: Það er vel þekkt staðreynd að hundar og kettir svitna ekki. Þau losa sig við varma með önduninni. Hundar með stutt nef, eins og t.d. Pug og Bulldog, eiga frekar á hættu að fá hitaslag. Más getur þýtt að það sé ótrúlega mikilvægt fyrir hundinn þinn að fá nægju sína af vökva í heitu veðri. Ef hundurinn þinn hitnar of mikið gætirðu séð það á ákveðnum vísbendingum. Einkenni um hitaslag eru m.a. mjög mikið eða ýkt más, sinnuleysi, slappleiki, slef, hár hiti, dökkrautt tannhold, hraður hjartsláttur, engin svörun við umhverfinu og uppköst.
  • Of heitir bílar: Rannsókn á vegum Stanford háskóla sýndi að óháð hitastigi utandyra getur hitastigið í bíl hækkað um meira en 5° C á klukkustund. Þess vegna ættirðu ekki að skilja gæludýrið þitt eftir í bílnum, ekki einu sinni í nokkrar mínútur.
  • Forðastu heitt yfirborð: Heitar gangstéttar, strendur og annað yfirborð getur skaðað þófa gæludýrsins alvarlega. Þú gætir orðið hissa á hversu oft dýralæknar þurfa að meðhöndla slíka áverka. Þumalputtareglan er einföld: Ef yfirborðið er of heitt til að þú getir gengið á því berfætt/ur, þá er það of heitt fyrir hundinn.
Adult South Russian Ovcharka sitting in a field.
  • Ekki raka: Feldurinn einangrar líkama hundsins frá hita svo rakstur er ekki besta lausnin. Síð feldhár í kringum fótleggina á síðhærðum hundum má þó klippa. Dýralæknar mæla með því að eigendur bursti feldinn oftar á sumrin því þá þynnist hann og dauðu feldhárin eru burstuð í burtu.
  • Varastu hitann: Gættu þess að fara ekki með hundinn í æfingar eða gönguferðir á heitasta tíma dagsins og ef þið hvílið ykkur á göngunni, skaltu leita að skugga.

Ef þú hefur áhyggjur af umönnun hundsins þíns yfir heitustu mánuðina, skaltu tala við dýralækni sem getur veitt þér sérfræðiráðgjöf sem hentar gæludýrinu þínu.

Efst á síðu