Hundafár

20.9.2018
Hundafár er alvarleg veirusýking sem getur valdið slæmum hósta og niðurgangi hjá hvolpinum þínum eða hundi. Í sumum tilfellum getur það jafnvel leitt til að hundar lamist eða fái banvæna lungnabólgu.
Puppy dog lying down on an examination table in a vets office.

Hvað er hundafár?

Hundafár er alvarleg veirusýking sem getur valdið slæmum hósta og niðurgangi hjá hvolpinum þínum eða hundi.

Í sumum tilfellum getur það jafnvel leitt til að hundar lamist eða fái banvæna lungnabólgu.

Hver eru einkenni hundafárs?

Hvolpur eða hundur með hundafár mun sýna nokkur mismunandi einkenni.

Hundafár getur komið fram með ýmsum hætti, sem gerir greiningu oft erfiða. Almennt geta einkennin verið:

  • Hár hiti
  • Niðurgangur og meltingarvandamál
  • Skyndileg uppköst
  • Sleni
  • Þunglyndi
  • Lystarleysi
  • Hnerri, hósti og öndunarerfiðleikar
  • Augn-, húð- eða taugavandamál

Hvað veldur hundafári?

Hundafár berst frá sýktum hundum með hnerra og hósta eða með beinni snertingu við þvag, blóð eða munnvatn. Það getur einnig borist með því að deila vatns- eða matarskálum.

Er hægt að bólusetja hvolpinn minn gegn hundafári?

Hægt er að koma í veg fyrir hundafár með bólusetningu, svo mikilvægt er að tryggja að hvolpurinn fái nauðsynlegar sprautur á réttum aldri.

Í flestum tilvikum hefst bólusetningaráætlun hvolpa við sex til átta vikna aldur. Líklegt er að bólusett sé við hundafári þegar hvolpurinn er sjö til níu vikna gamall og endurbólusett þegar hann er 11 til 13 vikna gamall.

Hvernig veit ég hvort hvolpurinn minn þarf bólusetningu?

Sum bóluefni eru lögboðin en önnur eru ráðlögð, og er þá horft til hættunnar fyrir hvolpinn út frá lífsstíl hans og umhverfi. Það er lögboðið að bólusetja gegn hundafári, svo hvolpurinn mun fá þessa bólusetningu sem hluta af bólusetningaráætlun hans.

Mun bólusetningin ávallt verja hundinn minn fyrir hundafári?

Hvolpurinn mun þurfa endurbólusetningu við 15 mánaða aldur og árlega eftir það til að tryggja að hann sé bólusettur gegn sjúkdómnum.

Talaðu við dýralækninn sem skipuleggur bólusetningar hvolpsins þíns í samræmi við þarfir hans en þær geta meðal annars farið eftir því hvar hann býr og hverjir lifnaðarhættir hans eru.

Hvað á ég að gera ef ég held að hvolpurinn minn sé með hundafár?

Einkenni hundafárs, eins og niðurgangur og stundum blóðugur niðurgangur, geta bent til þess að aðrir sjúkdómar séu til staðar. Annar sjúkdómur sem gæti valdið slíkum einkennum er hundaparvóveira, sem getur oft verið banvæn fyrir hvolpa og hunda. Leitaðu að hvers kyns öðrum einkennum og taktu eftir hvernig þau hafa áhrif á eðlilega hegðun hundsins.

Ef hvolpurinn er með niðurgang en hegðar sér eðlilega skaltu byrja á að reyna að átta þig á hvað hann hafi borðað. Hvolpar eru mjög forvitnir og hafa tilhneigingu til að borða hluti sem þeir ættu ekki að gera, svo þú skalt fylgjast með hvolpinum þegar hann er á flandri.

Ef önnur einkenni hundafárs eru til staðar skaltu strax hafa samband við dýralækni. Hann mun framkvæma lífefnafræðilegar prófanir auk þvaggreiningar til að ákvarða hvort hvolpurinn sé smitaður og veita ráð um hvað best sé að gera.

Það er afar mikilvægt að veita hvolpinum réttu bólusetningarnar í takt við bólusetningaráætlun sem gerð er í samvinnu við dýralækninn þinn. Þú ættir að hafa samband við dýralækninn eins fljótt og auðið er eftir að þú færð nýja hvolpinn þinn heim til að tryggja að hann fái réttar bólusetningar á réttum tíma og haldi sem bestri heilsu.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um hundafár skaltu tala við dýralækni sem getur veitt ráð um sjúkdóminn, varnir gegn honum og mögulega meðferð.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Jack Russel Terrier adult standing in black and white on a white background

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.

Content Block With Text And Image 1