Hvolpurinn kynntur fyrir fjölskyldunni

20.9.2018
Í byrjun þarf hvolpurinn að aðlagast nýja heimilinu og þess þarf að gæta að hann fái að aðlagast í rólegheitum. Nokkur mikilvæg atriði er vert að hafa í huga þegar hvolpurinn er kynntur fyrir nýju fjölskyldunni sinni.
Young Samoyed dog walking towards outstretched hands in a garden

Hvolpurinn þarf að aðlagast nýjum aðstæðum. Það getur tekið hann tíma að aðlagast nýjum hljóðum, nýrri lykt og nýjungum sem fyrir augu ber. Þótt hvolpurinn sé orðinn öruggur í návist þinni, gegnir öðru máli um aðra fjölskyldumeðlimi. Það þarf að kynna hann fyrir þeim í eins miklum rólegheitum og mögulegt er svo viðkynningin verði jákvæð upplifun fyrir hvolpinn.

Hvolpurinn kynntur fyrir fjölskyldunni

Viðbrögð hvolpsins við nýju fólki geta bæði farið eftir hundategundinni og einnig eftir því umhverfi sem hann ólst upp í, í frumbernsku. Hér að neðan eru nokkur atriði sem þú getur haft í huga til að þessi nýju kynni fari fram á sem þægilegastan hátt:

Kynntu hvolpinn fyrir einni manneskju í einu- Það getur verið yfirþyrmandi fyrir hvolpinn að hitta margt fólk í einu sem hann þekkir ekki. Leyfðu honum frekar að kynnast einum í einu, það er þægilegra fyrir hann.

Leyfðu hvolpinum að koma til þín- Ekki koma snögglega að hvolpinum eða láta hann ganga á milli manna. Það getur valdið óöryggi hjá honum. Betra er að allir sitji rólegir og leyfi hvolpinum að koma til þeirra.

Talaðu rólega - Gættu þess að aðrir fjölskyldumeðlimir haldi ró sinni og tali rólega þannig að umhverfið sé friðsælt og hvolpurinn upplifi enga ógnun. Með því móti hjálpar þú hvolpinum þínum að kynnast nýju fólki á jákvæðan hátt.

Ekki nota mat - Forðastu að nota mat til að verðlauna hundinn fyrir að mynda tengsl við nýtt fólk. Sumir hundar þiggja matarbita þótt þeir séu hræddir, svo þótt þeir séu að mynda tengsl við nýtt fólk, getur reynslan verið tilfinningalega erfið fyrir þá.

Gefðu þessu ferli tíma - Gakktu úr skugga um að hvolpurinn nái að mynda tengsl við alla viðstadda. Ef þetta ferli gengur vel fyrir sig, verður auðveldara fyrir hvolpinn í framtíðinni að kynnast nýju fólki utan heimilisins.

Fylgstu með líkamstjáningu hundsins þíns - Það er brýnt að fylgjast með merkjum um kvíða hjá hvolpinum, til dæmis ef hann forðast augnsamband eða ber skottið lágt. Ef sú staða kemur upp, skaltu fara með hvolpinn út úr herberginu og leyfa honum að vera einum um stund, svo hann verði ekki ofurliði borinn.

Adult Beagle sitting down on a bed offering a paw to a child while father supervises.

Að kynna hvolpinn fyrir börnunum

Til að tryggja velferð hvolpsins þarf að sjá til þess að börnin meðhöndli hann af varfærni. Þau þurfa líka að gefa honum svigrúm til að hvíla sig þegar hann þarf á því að halda og mega ekki trufla hann meðan hann sefur.

Rétt eins og eldri fjölskyldumeðlimir, er best að börnin sitji og leyfi hvolpinum að koma til þeirra þegar þau hitta hann í fyrsta sinn. Það er mikilvægt að fylgjast með þegar börnin leika við hvolpinn og það þarf að kenna þeim að meðhöndla hann af nærgætni.

Ef ekki eru börn á heimilinu er skynsamlegt að kynna hvolpinn fyrir börnum sem þú þekkir. Ef hvolpurinn kynnist börnum ekki frá unga aldri getur hann orðið hræddur að hitta þau síðar á ævinni.

Það er best að kynna hvolpinn smám saman fyrir fjölskyldunni, taka tillit til hans og fara varlega í sakirnar. Hvolpar sem hitta reglulega nýtt fólk verða sjálfsöruggari í framtíðinni þegar þeir hitta ókunnuga og koma í nýtt umhverfi.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.

Content Block With Text And Image 1