Parvóveira í hundum

3.10.2018
Parvóveira í hundum er mjög smitandi veirusjúkdómur. Hún veldur alvarlegri magabólgu og oft vandamálum sem tengjast blæðingum. Hún getur verið banvæn og hefur haft veruleg áhrif á hvolpastofna víða, t.d. í Bretlandi.
Puppy Jack Russell sitting on an examination table in a vets office.

Hvað er hundaparvóveira?

Parvóveira í hundum er mjög smitandi, en hún orsakast af mjög þolinni veiru sem finnst í umhverfinu. Hún veldur alvarlegri magabólgu og oft vandamálum sem tengjast blæðingum.

Ef tík er sýkt á meðgöngu mun veiran hafa áhrif á fóstrin eftir því sem þau þroskast. Veiran getur ekki fjölgað sér sjálf og þarf þar af leiðandi að nota aðrar frumur til að fjölga sér. Hjá ungum hvolpum fer hundaparvóveira í frumur meltingarvegsins vegna þess að þær endurnýja sig hratt.

Hundaparvóveira getur verið banvæn og hefur haft veruleg áhrif á hvolpastofna.

Hver eru einkenni hundaparvóveiru?

Hvolpur eða hundur með hundaparvóveiru mun sýna ýmiss konar mismunandi einkenni. Það sem fyrst ber að athuga er:

  • Hiti
  • Sleni
  • Niðurgangur (hugsanlega blóðugur)
  • Uppköst
  • Vökvatap
  • Alvarlegt þyngdartap

Hvað veldur hundaparvóveiru?

Hundur sem er smitaður af hundaparvóveiru skilar miklu magni af henni frá sér með saur. Nánar tiltekið getur 1 gramm af saur innihaldið allt að 1 milljón smitandi skammta - það væri fræðilega séð nóg til að smita 1 milljón dýra.

Veiran getur dreifst með fólki, dýrum eða hlutum sem komast í snertingu við saur smitaðs dýrs.

Ákaflega erfitt er að fjarlægja veiruna úr ytra umhverfi sem hefur sýkst, t.d. eins og hjá hundahótelum eða hvolparæktendum. Við vissar aðstæður getur umhverfið verið smitandi í nokkra mánuði, jafnvel meira en ár.

Er hægt að bólusetja hvolpinn minn gegn hundaparvóveiru?

Hægt er að koma í veg fyrir hundaparvóveiru með bólusetningu, svo mikilvægt er að tryggja að hvolpurinn fái nauðsynlegar sprautur á réttum aldri.

Bólusetning er áhrifaríkust þegar hún fer fram á ákveðnum dagsetningum ásamt endurbólusetningum. Bólusetning hefst venjulega hjá hvolpum þegar þeir eru 6 til 8 vikna gamlir og er parvóveirubóluefnið gefið þegar þeir eru á bilinu sjö til níu vikna.

Hvernig veit ég hvort hvolpurinn minn þarf þessa bólusetningu?

Sum bóluefni eru lögboðin en önnur eru ráðlögð, og er þá horft til hættunnar fyrir hvolpinn út frá lífsstíl hans og umhverfi. Það er lögboðið að bólusetja gegn hundaparvóveiru, svo hvolpurinn mun fá þessa bólusetningu sem hluta af bólusetningaráætlun hans. Þú ættir ekki að leyfa hvolpinum þínum að hitta utanaðkomandi hunda fyrr en að minnsta kosti tveimur vikum eftir síðustu bólusetningu.

Mun bólusetningin ávallt verja hundinn minn fyrir hundaparvóveiru?

Veirur stökkbreytast. Sumar veirur breytast mjög mikið, aðrar lítið og enn aðrar nánast ekkert.

Hundaparvóveira er stöðug, sem þýðir að ekki er þörf á að breyta bóluefninu.

Veiran hefur þróast síðan hún fannst fyrst á áttunda áratug síðustu aldar. Þessi þróun hefur þó einungis falist í örlitlum breytingum á yfirborði veirunnar (sem er þar sem ónæmiskerfið, t.d. mótefni, mun virka). Þetta hefur engin áhrif á þá vernd sem bólusetningin veitir, sem þýðir að þegar búið er að bólusetja dýr er það orðið varið gegn öllum stökkbreytingum veirunnar.

Hvað get ég gert meira til að koma í veg fyrir að hvolpurinn smitist af hundaparvóveiru?

Hundaparvóveira er mjög þolin í ytra umhverfinu. Smithætta er mikil á hundaræktarbúi, sem þýðir að hvolpurinn ætti að fá fyrstu bólusetninguna þegar hann er enn á svæðinu. Það mun nýtast til að forða því að hundaparvóveira dreifist milli nýfæddra systkina.

Hið sama gildir um hundahótel, þar sem margir ótengdir hundar eru í sama umhverfi. Til að vinna gegn hugsanlegum faraldri grípa hundahótel til strangra heilbrigðisráðstafana eins og t.d.:

  • Að tryggja að byggingin sé hönnuð með réttum hætti, en í því felst:
  • Að framstreymisregla sé innleidd – þ.e. að einstefnuhringrás sé sett upp frá því svæði sem hýsir þau dýr sem eru í mestri áhættu, til svæðisins sem hýsir dýrin sem eru í minnstri hættu
  • Að aðstaða og efni á hundahótelinu séu þolin og ógagndræp (stamt gólfefni), slétt, einangruð, auðvelt að taka í sundur og þvo
  • Að aðgreiningu sé beitt - þ.e. að sérstök svæði séu sett upp fyrir fæðingardeild, sóttkví og sjúkrastofu

Jafnframt ættu að vera reglur í gildi um fullnægjandi þrif og sótthreinsun.

Hvað á að gera ef ég held að hvolpurinn minn sé sýktur?

Ef hvolpurinn fer að sýna einhver einkenni hundaparvóveiru ættirðu strax að hafa samband við dýralækni. Hann mun kanna líkamlegt ástand hvolpsins og framkvæma lífefnafræðilegar prófanir auk þvaggreiningar til að ákvarða hvort hann sé smitaður og veita ráð um hvað best sé að gera.

Ekki hika við að spyrja ræktandann hvort hann hafi gert einhverjar forvarnarráðstafanir áður en þú sækir hvolpinn. Ef þú hefur einhverjar spurningar um parvóveiru skaltu tala við dýralækni sem getur veitt ráð um sjúkdóminn, varnir gegn honum og mögulega meðferð.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Content Block With Text And Image 2

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.

Content Block With Text And Image 1