Heimilið undirbúið fyrir komu hvolpsins

3.10.2018
Þú þarft að huga að nokkrum öryggisatriðum á heimilinu áður en hvolpurinn kemur heim.
Puppy Labrador Retriever lying down on a wooden floor and chewing a ball.

Þegar hvolpurinn kemur heim, þarf hann að aðlagast nýju umhverfi, nýju fólki og jafnvel nýjum hundum. Áður en hvolpurinn kemur heim þarftu að huga að nokkrum öryggisatriðum á heimilinu til að tryggja að hvolpurinn sé öruggur á nýja heimilinu sínu.

Heimilið gert öruggt fyrir hvolpinn

Ýmsar hættur geta leynst á heimilinu sem þú hefur ekki áttað þig á. Með því að gera nokkrar öryggisráðstafanir á áður en hvolpurinn kemur, getur þú verið viss um að vera tilbúin/n fyrir komu hans.

  • Settu hlífar yfir innstungur. Þú ættir að setja hlífar yfir allar innstungur í húsinu svo hvolpurinn komist ekki að þeim.
  • Fjarlægðu snúrur sem liggja á gólfinu. Aðgættu hvort snúrur eru þar sem hvolpurinn gæti komist í þær og nagað þær. Ef svo er skaltu vefja þær saman og festa þær eða hylja þær.
  • Gættu að gluggum, svalahurðum og stigum. Hvolpar eru forvitnir og geta auðveldlega fest sig eða dottið niður tröppur þegar þeir fara í skoðunarferðir um heimilið. Gakktu úr skugga um að útidyr séu lokaðar og svalir séu öruggar. Þú þarft líka að tryggja að hvolpurinn komist ekki í tröppur.
  • Geymdu lyf og hættuleg efni á öruggum stað. Ekki hafa hættuleg efni í eldhúsi eða baðherbergi þar sem hvolpurinn kemst í þau. Efni eins og gluggahreinsir og olía fyrir rafrettur eru mjög skaðleg ef hundar innbyrða þau.
  • Fjarlægðu alla oddhvassa hluti. Líttu í kringum þig á heimilinu og fjarlægðu alla smáhluti sem hvolpurinn gæti nagað eða gleypt, til dæmis teygjur, teiknibólur, oddhvassa eða beitta hluti og plastpoka.
Puppy Beagles standing indoors on a wooden floor.

Að gera garðinn öruggan fyrir nýja hvolpinn þinn

Þegar búið er að undirbúa komu hvolpsins innan dyra þarf að kanna útisvæðið sem hvolpurinn hefur aðgang að.

  • Lagaðu öll göt í girðingum - Ef þú ert með girðingu í kringum garðinn, eða hlið sem kemur í veg fyrir að hvolpurinn komist út á götu, þarftu að kanna vel hvort mögulega séu þar einhver göt sem hvolpurinn getur troðið sér í gegnum og loka þeim.
  • Fjarlægðu eitraðar plöntur - Gakktu úr skugga um að plönturnar í garðinum þínum séu ekki eitraðar ef ske kynni að hvolpurinn éti þær. Sumar plöntur eru eitraðar eins og fíkjutré, alpafjóla, kristþyrnir, mistilteinn, kærleikstré, blaðlilja, páskalilja, hýasinta, íris, stofurós (glóðarrós), alparós, lárviðarrós og baunagras.
  • Yfirfarðu áburðinn þinn - Það er mikilvægt að ganga úr skugga um að hvers kyns efnaáburður, illgresiseyðir og skordýraeitur séu utan seilingar svo hvolpurinn innbyrði ekkert slíkt.
  • Geymdu garðverkfæri utan seilingar - Ef þú notar garðverkfæri, sér í lagi beitt verkfæri, er mikilvægt að tryggja að hvolpurinn komist ekki í þau.

Þá er líka mikilvægt, áður en hvolpurinn kemur á heimilið, að hafa neyðarnúmer dýralæknis á aðgengilegum stað. Þú getur til dæmis hengt upp miða með símanúmerinu eða geymt það í símanum þínum þannig að nú finnir það auðveldlega ef hvolpurinn veikist eða slasast.

Með því að ganga frá nokkrum atriðum fyrirfram og gera heimilið öruggt, getur þú veitt hvolpinum þínum notalegt og öruggt umhverfi.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.

Content Block With Text And Image 1