Bólusetningar hvolpa

3.10.2018
Bólusetningar verja hvolpinn gegn smitsjúkdómum sem í sumum tilvikum geta verið banvænir. Skylt er að bólusetja við ákveðnum sjúkdómum en aðrar bólusetningar eru valkvæðar. Það skiptir miklu máli að hafa áætlun um bólusetningar hvolpsins þíns á hreinu.
Young Jack Russell sitting in a vets office being given an injection

Af hverju þarf ég að láta bólusetja hvolpinn minn?

Þegar hvolpar koma í heiminn fá þeir nauðsynleg mótefni úr móðurmjólkinni. Þau verja þá gegn skaðlegum örverum.

Smám saman dvínar þessi vernd og þá verður hvolpurinn viðkvæmari fyrir hvers kyns smitsjúkdómum. Réttar bólusetningar á réttum aldri verja hvolpinn þinn gegn smitsjúkdómum og sýkingum.

Hvaða áhrif hafa bólusetningar hvolpa?

Bólusetningar verja hvolpinn gegn smitsjúkdómum sem í sumum tilvikum geta verið banvænir. Skylt er að bólusetja við ákveðnum sjúkdómum en aðrar bólusetningar eru valkvæðar.

Gegn hvaða sjúkdómum á ég að láta bólusetja hvolpinn minn?

Í grunnbólusetningu eru bóluefni gegn:

  • Hundafári: Þessi sjúkdómur tekur á sig ýmsar myndir sem gerir greininguna erfiða. Almennt má segja að hundafári fylgi hár hiti, öndunarerfiðleikar (nefslímubólga eða berkjulungnabólga), meltingarvandamál (maga- og garnabólga), augnvandamál, húðvandamál eða taugasjúkdómar. Hundafár getur verið banvænt.
  • Lifrarbólgu: Einkennin geta verið allt frá vægum hita og stíflu í slímhúð til uppkasta, gulu, uppþembu, þunglyndis, skorts á hvítum blóðkornum, verkja í lifur og alvarlegrar lifrarbólgu.
  • Parvó-veiru: Parvó-veira er bráðsmitandi og getur dregið hund til dauða á 48 - 72 klukkutímum. Hundurinn verður fyrir miklu vökvatapi og það getur dregið hann til dauða á 48 til 72 klukkutímum.
  • Mjógyrmasýki (leptospirosis): Mjógyrmasýki er sjúkdómur sem smitast með þvagi nagdýra og getur borist í menn og önnur dýr. Einkenni hunda með mjógyrmasýki eru hiti, uppköst, kviðverkir, lystarleysi, mikið þróttleysi, stífleiki, gula, vöðvaverkir, ófrjósemi og nýrnabilun (og stundum lifrarbilun).

Í valkvæðum bólusetningum, sem mælt er með, eru bóluefni gegn:

  • Hundaæði: Hundaæði getur bæði dregið hunda og menn til dauða. Meðal einkenna hundaæðis eru reikult göngulag, verkur í hálsi, mikil munnvatnsframleiðsla og stundum krampar í trýninu. Hundur með hundaæði sýnir oft óvenju mikla árásarhneigð, til dæmis með því að bíta og neita að sleppa takinu.
  • Hótelhósta Þessi sjúkdómur smitast milli hunda, til dæmis á hundahótelum og hundasýningum. Honum fylgir ákafur hósti og sjúkdómurinn getur verið alvarlegur, einkum ef um er að ræða gamlan og heilsuveilan hund.

Hvernig veit ég við hverju á að bólusetja hvolpinn minn?

Ræddu við dýralækninn þinn og segðu honum hvar hvolpurinn þinn kemur til með að vera. Það gæti verið:

  • Á hundahóteli
  • Í skóglendi
  • Í dagvist

Segðu dýralækninum líka ef þú hefur í hyggju að fara úr landi með hvolpinn og hvort hann tekur þátt í viðburðum þar, til dæmis hundaíþróttamóti eða hundasýningu.

Dýralæknirinn skipuleggur þá bólusetningar hvolpsins í samræmi við það.

Hvenær þarf ég að láta bólusetja hvolpinn minn?

Bólusetningar eru áhrifamestar ef þær eru á ákveðnum tíma og ef síðan er endurbólusett á réttum tíma. Oftast er byrjað að bólusetja hvolpa á aldrinum sex til átta vikna.

Bólusetningaráætlun er oftast í þessa veru:

  • 7 - 9 vikna: Hundafár, smitandi lifrarbólga og parvó-veira. Hægt er að hefja bólusetningarferlið fyrr ef hvolpurinn er í sýktu umhverfi.
  • 11 - 13 vikna: Endurbólusetning með sömu þremur bóluefnum og áður auk bólusetningar gegn hundaæði og mjógyrmasýki.
  • 15 - 17 vikna: Endurbólusetning gegn hundaæði og mjógyrmasýki.
  • 15 mánaða: Endurbólusetning gegn öllum framangreindum sjúkdómum.

Þarf hvolpurinn minn að fá endurbólusetningu á hverju ári?

Það þarf að endurbólusetja hvolpinn árlega til að tryggja virkni bóluefnanna. Árlega á að endurbólusetja gegn eftirfarandi sjúkdómum:

  • Hundafári
  • Smitandi lifrarbólgu
  • Parvó-veiru

Hvað gerist þegar hvolpurinn minn er bólusettur?

Þegar hvolpurinn er bólusettur er örlitlu magni af veirunni eða bakteríunni sprautað í hann. Það örvar ónæmiskerfið og hundurinn myndar ónæmi gegn viðkomandi veiru.

Getur bólusetning orðið til þess að hvolpurinn fái veiruna?

Oftast eru notaðar deyddar veirur eða bakteríur í bóluefnin. Það er nær útilokað að hvolpurinn fái sjúkdóminn með bólusetningunni.

Hvernig bregst hvolpurinn við bólusetningunni?

Hann gæti orðið rólegur eftir bólusetninguna, sérstaklega fyrstu tvo dagana. Það stafar af því að ónæmiskerfið var virkjað og er að bregðast við bóluefninu.

Hvað á ég að gera eftir fyrstu bólusetningu hvolpsins míns?

Það er mikilvægt að leyfa honum að hvílast eftir bólusetninguna því ónæmiskerfið er uppteknara en venjulega.

Ef þér finnst hvolpurinn ólíkur sjálfum sér 24 tímum eftir bólusetninguna skaltu hafa samband við dýralækninn.

Það er lykilatriði að láta bólusetja hvolpinn á réttum tíma. Bólusetningar eru bestu forvarnirnar sem þú getur veitt hvolpinum þínum. Þegar hvolpurinn er fluttur til þín skaltu hafa samband við dýralækninn sem allra fyrst og tryggja að hann verði bólusettur á réttum tíma.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.

Content Block With Text And Image 1