Ætti ég að velja hreinræktaðan hund eða blandaðan?

20.9.2018
Það hvort þú veljir að fá þér ákveðið hundakyn eða blandaðan hvolp mun hafa áhrif á hvernig þú undirbýrð þig fyrir nýja hundinn þinn. Þetta segir nefnilega til um hversu vel þú getur áætlað þætti á borð við stærð hundsins og hversu fjörugur hann verður, hvernig feld hann fær og jafnvel hver skapgerðin verður - svo eitthvað sé nefnt.
Puppy Labrador Retriever standing outdoors with two other brown Labrador Retriever puppies

Mismunandi hreinræktuð hundakyn hafa, rétt eins og blandaðir hvolpar, mjög mismunandi þarfir og skapgerð og þroskast á mismunandi hátt fram á fullorðinsaldurinn. Það er því mikilvægt að íhuga valkostina vel frá upphafi til að tryggja að þú getir sinnt hundinum þínum í takt við hans þarfir og tryggt þannig heilbrigði hans og velferð.

Það hvort þú veljir að fá þér ákveðið hundakyn eða blandaðan hvolp mun hafa áhrif á hvernig þú undirbýrð þig fyrir nýja hundinn þinn. Þetta segir nefnilega til um hversu vel þú getur áætlað þætti á borð við stærð hundsins og hversu fjörugur hann verður, hvernig feld hann fær og jafnvel hver skapgerðin verður - svo eitthvað sé nefnt.

Að velja hreinræktaðan hvolp

Að kaupa hreinræktaðan hund tryggir að þegar hvolpurinn er orðinn fullorðinn mun hann skarta þeim eiginleikum, bæði hvað varðar líkamsburði og hegðun, sem búast má við út frá vali ræktanda hans, sem er sérfræðingur á því sviði.

Margir áhugamenn velja hundakyn aðallega út frá útliti og líkamsburðum. En auk líkamlegra þátta hefur hvert hundakyn hegðunareinkenni sem þú ættir að kynna þér vel áður en þú tekur ákvörðun.

Hægt er að velja úr meira en 300 viðurkenndum kynjum, og er besta leiðin til að afla upplýsinga að spyrjast fyrir hjá ræktendafélögum og ræktendum.

Kostir þess að velja hreinræktaðan hvolp

  • Þú veist hvað þú færð: Að velja ákveðið hreinræktað kyn frá ræktanda þýðir að þú getur betur spáð fyrir um stærð og útlit nýja gæludýrsins þíns.
  • Þú veist meira um skapgerðina: Hundakynið og einkenni foreldranna geta jafnframt veitt vísbendingu um væntanlega skapgerð hundsins. Þú getur líka spurt með hvaða hætti ræktandinn hefur félagsmótað hundinn.
Puppy Dalmatian walking in a garden.

Atriði sem þarf að hafa í huga þegar þú færð hreinræktaðan hvolp

  • Meðfædd heilbrigðisvandamál: Mundu að sum kyn geta verið móttækileg fyrir ákveðnum heilsufarsvandamálum.
  • Eðli hundsins þíns: Hvort sem þeir eru veiðihundar, varðhundar eða fylgihundar, búa hreinræktaðir hundar oft að sögulegum uppruna sem skiptir máli hvað varðar getu þeirra og eðlisfar. Flest þessi kyn geta í dag búið í þéttbýli, að því tilskildu að gert sé ráð fyrir daglegri útivist sem stendur að lágmarki í 30 mínútur nokkrum sinnum á dag og að athyglin sem þeim er veitt takmarkist ekki við að undirbúa daglega fæðugjöf hundsins.
  • Næmi fyrir lífsstíl og umhverfi: Ákveðin kyn henta ekki borgarlífinu og eiga á hættu að þjást meira en aðrar vegna skorts á líkamlegri áreynslu. Þannig er því til dæmis farið með Border Collie, sem eru fæddir til að reka hjörð, eða Siberian Husky, sem eðlislægt er að búa í hóp og draga sleða í köldu loftslagi.

Að velja blendingshvolp

Að velja hund af blönduðu kyni getur líka haft sína kosti. Oft koma blandaðir hundar frá hundaathvarfi eða úr slysagoti og geta verið afar gefandi og ástríkir fjölskyldumeðlimir.

Atriði sem þarf að hafa í huga þegar þú færð blandaðan hvolp

  • Óútreiknanleg stærð: Það getur verið erfitt að spá fyrir um fullorðinsstærð blandaðs hvolps.
  • Óútreiknanlegt eðli: Það getur verið erfitt að spá fyrir um eðlisfar blandaðs hunds.
  • Óþekkt sjúkrasaga: Sjúkrasagan er meðal annarra einkenna sem geta verið óútreiknanleg þegar blandaður hvolpur er tekinn heim, sérstaklega ef lítið er vitað um foreldrana, sem gæti verið raunin með hund sem hefur verið bjargað í athvarf.
  • Spyrðu spurninga og fáðu ráð: Ef þú ferð í hundaathvarf þekkir starfsfólkið hundana og hvolpana vel og getur veitt stuðning og ráð við að finna rétta heimilið fyrir þá og hjálpað þér við ákvörðunina.

Útlitið stýrir oft vali á hundakyni, en kynið sem þú velur hefur einnig mikið að segja um eðli hundsins og hvers konar lífsstíl hann þarfnast.

Til að tryggja að þú finnir rétta hundinn fyrir þig skaltu gefa þér tíma til að hugsa um hvers konar líf þú munt geta boðið hundinum þínum og tala við ræktendur og starfsfólk hundaathvarfa til að fá sem mestar upplýsingar um það gæludýr sem þú ert að íhuga.

Efst á síðu

Lesa meira um hundategundir

Leita að tegund

Skoða allar tegundir
Dachshund puppy jumping in black and white on a white background