Maine Coon - Staðreyndir & tegundareinkenni

Stærri en meðalköttur... Maine Coon eru meðal stærstu tegunda katta. Þeir þroskast hægt og þurfa lengri tíma en flestar aðrar tegundir. Það útskýrir líklega stórkostlega stærð þeirra og persónuleika. Klárir, blíðir og ljúfir uppfylla Maine Coon allar helstu klisjur. Þeir eru vinalegir og semur yfirleitt vel við mannfólk og önnur dýr. 

Opinbert heiti: Maine Coon

Önnur heiti: Maine Shag, Shag Cat

Upprunaland: Bandaríkin

Black and white portait of both an adult and kitten Maine Coon lying next to each other
  • Hair length

    3 out of 5
  • Hármissir

    4 out of 5
  • Snyrtiþarfir

    3 out of 5
  • Orkuþörf *

    4 out of 5
  • Raddstyrkur

    5 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    5 out of 5
  • Færni til að búa með öðrum gæludýrum

    4 out of 5
  • Getur verið einn?*

    2 out of 5
  • Environment (indoor or outdoor)

    3 out of 5
"* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta."
MaleFemale
HeightHeight
25 - 41 cm25 - 35 cm
WeightWeight
6 - 10 kg4 - 7 kg
Kettlingur í vextiFullorðnir
4 to 15 months15 months to 7 years
Öldungar
From 7 years
  • Hair length

    3 out of 5
  • Hármissir

    4 out of 5
  • Snyrtiþarfir

    3 out of 5
  • Orkuþörf *

    4 out of 5
  • Raddstyrkur

    5 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    5 out of 5
  • Færni til að búa með öðrum gæludýrum

    4 out of 5
  • Getur verið einn?*

    2 out of 5
  • Environment (indoor or outdoor)

    3 out of 5
"* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta."
MaleFemale
HeightHeight
25 - 41 cm25 - 35 cm
WeightWeight
6 - 10 kg4 - 7 kg
Kettlingur í vextiFullorðnir
4 to 15 months15 months to 7 years
Öldungar
From 7 years
Maine Coon kitten peering out of a duvet mound
1/7

Lærðu meira um Maine Coon

Allt sem þú þarft að vita um tegundina

Þó svo að sumir kettir séu minna félagslyndir, þá eru Maine Coon mjög félagslyndir kettir. Án þess þó að verða of háðir fólki og þurfa ekki stöðugt athygli, þá vilja þeir frekar vera þar sem eigandi þeirra er. Ef þú ferð í annað herbergi, þá elta þeir þig í hvert einasta skipti.

Maine Coon kettir eru ekki jafn hrifnir af hæð og aðrir kettir, þeir kjósa frekar að skoða hlutina frá jörðinni. Þeir þroskast hægt og ná ekki fullum vexti fyrr en þeir eru þriggja til fimm ára gamlir. En persónuleiki þeirra helst unglegur í gegnum allt lífið - þeir halda áfram að vera leikglaðir og forvitnir og rannsaka það sem eigendur þeirra gera allan daginn.

Maine Coon kettir mjálma sjaldan. Þess í stað gefa flestir frá sér mjúkt tíst eða lágróma hljóð sem virðist ekki alltaf passa við tignarlegt útlit þeirra. Með ljónsmakka í kringum háls má lýsa feldi Maine Coon katta sem mjög veðurþolnum þar sem feldurinn er vatnsfráhrindandi. Yfir fínlegum og mjúkum undirfeldi liggur miðlungssíður, flæðandi yfirfeldur. Það heldur kettinum hlýjum í köldu veðri ásamt því að hafa mjög loðið skott sem þeir vefja gjarnan utan um sig fyrir auka einangrun. Maine Coon cats geta verið með konunglegt, jafnvel smá villt yfirbragð, en láttu það ekki blekkja þig - þeir eru yfirleitt einstaklega ljúfir og tryggir eigendum sínum.

Maine Coon er eins og við má búast ekki mikill íþróttamaður vegna stærðar sinnar. Hins vegar gerir rólegt eðli þeirra og þolinmæði þá að frábærum félögum fyrir fjölskylduna. Þeir eru auðveldir í umgengni og félagslyndir. Þeim semur almennt vel við bæði aðra hunda og ketti. Í stuttu máli - hinir fullkomnu heimilisfélagar!

Striped Maine Coon sitting in a tree
2/7

2 staðreyndir um Maine Coon

1. Loðboltar

Þetta er ekki lítill köttur á nokkurn hátt. En með svona dúnkenndan mikinn feld geta sumir Maine Coon kettir virst stærri en þeir myndu ef feldurinn væri styttri. Hvort heldur sem er, undir er harðgerður vöðvastyrkur og langur, sterkur líkami.

2. Úps, gerði ég það aftur? 

Þó að Maine Coon sé nokkuð handlaginn geta þeir verið örlítið klaufalegir og misreiknað hæðir þegar hoppað er upp á yfirborð. Það er kannski meira áberandi vegna stærðar þeirra, en það bætir bara við fjörugleika í kringum þá.

Black and white portrait of a Maine Coon sat up on front two legs
3/7

Saga tegundarinnar

Þó það sé almennt litið á að Maine Coon eigi uppruna í Maine fylki, þá er uppruninn ekki nákvæmlega skjalfestur. Það er útbreidd mýta þó það sé líffræðilega ómögulegt að tegundin sé upprunnin frá því að para hálfvillta heimilisketti við þvottabjörn.

Þessi mýta og útlit kattarins, leiða líklega til þess að kettirnir fengu nafnið Maine Coon. Önnur vinsæl kenning segir að tegundin sé komin af köttum sem Marie Antoinette sendi á undan til Wiscasset, Maine þegar hún ætlaði að flýja Frakkland í frönsku byltingunni!

Flestir ræktendur í dag telja að Maine Coon tegundin sé upprunnin í pörun milli stutthærðra heimiliskatta og erlendra síðhærðra katta. Vegna náttúruvals og umhverfis komu þessir stóru, vöðvastæltu og feldþéttu kettir sem geta lifað af erfiða vetra á Nýja Englandi. Sem ein af elsku kattartegundum Norður Ameríku voru Maine Coon kettir vinsælir á kattasýningum í Boston og New York. Læðan "Cosie" vann "Besti kötturinn" árið 1895 í Madison Square Garden. Tegundin hefur ekki horft til baka síðan.




4/7

Frá höfði að skotti

Physical characteristics of Maine Coons

Illustration of a standing Maine Coon
1
2
3
4
5

1.Feldur

Fíngerður, mjúkur undirfeldur með miðlungs flæðandi yfirfeld.

2.Bein

Sterk beinabygging með sterkum vöðvum sem veita kröftugt útlit.

3.Höfuð

Sterkt höfuðlag, kassalaga trýni og upprétt eyru sem eru hátt sett.

4.Skott

Langt og feldmikið skott sem þeir eru stoltir af.

5.Útlit

Örlítið villt útlit, villandi fyrir ljúfan kött.
Front on shot of a Maine Coon lying in grass
5/7

Hverju þarf að fylgjast með

Frá einstökum tegunareinkennum yfir í almennt heilsufar, hér koma áhugaverðar staðreyndir um Maine Coon ketti.

Sem stór köttur, þarfnast Maine Coon hreyfingu til þess að halda sér heilbrigðum

Í allri sinni stærð, getur Maine Coon haft tilhneygingu á að bæta á sig þyngd með aldrinum. Ein leið til þess að viðhalda heilbrigðri þyngd er að stuðla að reglulegum leik. Fyrir Maine Coon líkt og aðrar stórar tegundir er mikilvægt að stuðla að leik fyrir góða heilsu. Dýralæknirinn þinn getur einnig ráðlagt þér hvernig sé best að halda Maine Coon kettinum þínum í góðu formi.

Ofstækkun hjartavöðva katta getur verið vandamál

Þó að Maine Coon séu almennt heilbrigð tegund geta þeir þó verið líklegri en aðrir til þess að þróa með sér ákveðna sjúkdóma. Algengasti sjúkdómurinn er ofstækkun á hjartavöðva. Ástand sem felur í sér þykknun á vöðva hjartans, sem getur verið arfgengt. Matarræðið getur þó einnig spilað inn í, sérstaklega ef það skortir amínósýruna tárín. Sjúkdómurinn getur leitt til alvarlegra vandamála á við hjartabilun. Dýralæknar ráðleggja gjarnan röntgenmynd af brjóstholi og ómskoðun á hjarta til þess að greina snemma vandamál til þess að fyrirbyggja frekari þróun sjúkdómsins.

Viðkvæmar mjaðmir

Vegna stærðar Maine Coon getur tegundin verið viðkvæm í mjöðmum þar sem mjaðmalos þekkist í tegundinni. Ein erfðafræðileg rannsókn sýndi fram á að um 51% Maine Coon katta sýndu einhver ummerki um viðkvæmar mjaðmir á röntgenmyndum. Engin þörf á að örvænta! Ábyrgur ræktandi lætur skoða mjaðmir í tilvonandi foreldrum og ræktar ekki bera við bera. Næring í góðu jafnvægi og reglulegar skoðanir hjálpa til við að halda köttinum þínum í sínu allra besta standi.

Heilbrigð næring, heilbrigðari köttur

Sérsniðin næring gegnir grundvallarhlutverki í að viðhalda heilsu og fegurð Maine Coon katta. Næring veitir orku til þess að stuðla að heilbrigðri líkamsstarfsemi. Að fóðra þá vel stuðlar að því að bjóð aþeim hvorki upp á fóður sem er ábótavant né óhóflegt, hvoru tveggja getur haft skaðleg áhrif á heilsu kattarins þíns. Hreint, ferskt vatn ætti að vera aðgengilegt öllum stundum til þess að stuðla að heilbrigðu þvagfærakerfi. Kettir eru nartarar og borða margar litlar máltíðir á dag. Að gefa ráðlagðan dagsskammt af fóðri getur hjálpað þeim að stýra neyslunni sinni skynsamlega.

Eftirfarandi ráðleggingar miða við heilbrigð dýr. Ef kötturinn þinn er með heilsufarsvandamál, hafðu samband við dýralækninn þinn sem mun ráðleggja þér varðandi sjúkrafóður.

Vöxtur Maine Coon kettlinga er lengri en hjá hefðbundnum ketti og leggur grunninn að heilbrigðu lífi þeirra. Þeir stækka líka hraðar en hefðbundinn köttur: 3ja mánaða Maine Coon kettlingur getur verið næstum því 2kg, sem er rúmlega tvöfalt meira en kettlingar af öðrum tegundum! Skipta má vexti Maine Coon kettlinga í tvö tímabil:

Frá fæðingu til 4ra mánaða:

Afvönun er tímabilið þar sem kettlingur fer af móðurmjólk yfir á fasta fæðu. Þetta tímabil er gjarnan það sama og þegar mjólkurtennurnar birtast um 3-6 vikna aldur. Á þessu stigi geta kettlingar ekki enn tuggið svo mjúkt fóður (uppbleytt eða baltufóður) auðveldar umskiptin úr móðurmjólk yfir í fasta fæðu. Þetta viðkvæma tímabil er kallað ónæmisbilið og þarfnast kettlingur sérstaklega andoxunarefna, meðal annars vítamín E til þess að styðja við náttúrulegar varnir sínar. Kettlingar fara í gegnum hratt og á sama tíma viðkvæmt skeið uppvaxtar þar sem meltingarvegur þeirra getur verið viðkvæmur.  Meðan á því stendur ætti fóðrið að vera bæði orkuríkt til að fullnægja nauðsynlegri vaxtarþörf þeirra og innihalda mjög auðmeltanleg prótín fyrir meltingarkerfið sem er enn að þroskast. Góðgerlafæða á við frúktó-ólíkósakkaríður geta einnig stutt við meltingarveg þeirra með því að stuðla að auknu jafnvægi í bakteríuflóru þarmanna. Niðurstaðan? Góðar hægðir, alltaf! Meltingarvegurinn þroskast smám saman og nær fullri hæfni í hringum tólf mánaða aldur. Þá ætti hann að ráða við fullorðinsfóður. Fóður kettlinga ætti að innihalda ómega-3 fitusýrur – (EPA-DHA) – sem stuðla að eðlilegum þroska taugafrumna.

Til viðbótar við að viðhalda heilbrigðu þvagfærakerfi fyrir alla ketti, er aðalmarkmið næringar fyrir Maine Coon ketti:

Stuðningur við kröftuga beinagrind og liðheilsu með kondroítín, glúkósamíni og EPA/DHA. 

Stuðningur við hjartaheilsu með aðlöguðu magni magnesíums, natríums, kalíums, arganíns, EPA/DHA, táríns L-Karnitíns og andoxunarefna. Þrátt fyrir kröftuga líkamsbyggingu geta Maine Coon kettir verið viðkvæmir fyrir t.d. stækkun hjartavöðva.

Stuðningur við náttúrulegar varnir húðarinnar og stórkostlegs felds með næringarefnum sem styðja við húðheilsu.

Stuðlar að góðri tannheilsu þökk sé lögun fóðurkúlunnar sem er aðlöguð að stórum ferhyrndum kjálka þeirra og stuðlar að því að kötturinn bryðji fóðrið.

Eldri kettir - sérstaklega yfir 12 ára eiga stundum í vandræðum með frásog næringarefna. Til þess að viðhalda heilbrigðri þyngd og draga úr hættu á vannæringu er mikilvægt að fóðra þá á einstaklega auðmeltanlegu fóðri ríku af nauðsynlegum næringarefnum.

Eftir því sem þeir eldast geta eldri kettir verið viðkvæmari fyrir tannvandamálum og sumir þeirra getur jafnvel bragð- og lyktarskyn minnkað sem leiðir til minni fæðuinntöku. Til að tryggja að þeir haldi áfram að nærast vel þarf að sníða lögun, stærð og áferð fóðursins að kjálkum katta sem verða viðkvæmari með aldrinum.

Athugið þó að virknistig allra katta fer mest eftir lífsstíl þeirra og það á einnig við um þá sem eru að eldast. Eldri kettir sem halda áfram að fara út reglulega njóta góðs af matarræði með aðeins hærra fituinnihaldi. Á hinn bóginn dregur öldrun ekki úr hættu á því að eldri kettir hlaupi í spik. Fylgjast skal vel með hitaeiningainntöku þeirra. Fóður með hóflegu fituinnihaldi hentar líklega best.

White and ginger Maine Coon mid air bounding through grass
6/7

Að hugsa um Maine coon

Feldhirða, þjálfun og ráð varðandi hreyfingu

Það er mikilvægt að tryggja að Maine Coon kötturinn þinn haldi sér virkum til þess að stuðla að heilbrigðara og lengra lífi. Með því að nýta sér náttúrulega forvitinn persónuleika þeirra geturðu örvað þá andlega á meðan þú virkjar þá líkamlega með leikföngum og brellum. Spottar, leikfangamýs og jafnvel leikföng með catnip fá Maine Coon köttinn þinn til þess að hlaupa og leika sér. Jafnvel 20 mínútur á dag gera mikið til þess að halda kettinum þínum í góðu formi. Ráðlagt er að leika í um 20-60 mínútur á dag skipt í 10 mínútna lotur í einu. Kettir ættu ekki að stunda hreyfingu mjög lengi í einu. Allavega getur hver sem er giskað hvor komi til með að skemmta sér meira.

Þrátt fyrir glæsilegan feld sinn þá er feldhirða þeirra tiltölulega auðveld. Feldurinn er ekki gjarn á að flækjast eða verða mattur eins og sumar síðhærðar tegundir. Notaðu stálgreiðu einu sinni í viku til þess að greiða feldinn og halda honum í góðu standi. Köturinn þinn á eftir að njóta athyglinnar og þetta er frábær leið til þess að njóta samverustundar saman.

Kettir almennt, sérstaklega Maine Coon, eru mjög opnir fyrir þjálfun og þá sérstaklega smelluþjálfun. Nútíma kattaþjálfunaraðferðir henta mjög vel persónuleika Maine Coon. Jákvæð styrking - að verðlauna það sem vel er gert, höfðar vel til eiginleika kattanna um að þóknast eigendum sínum. Hugsaðu um endurtekningar og stuttar þjálfunarlotur. Það stuðlar að náttúrulegri forvitni og greind dýrsins.

Það er mikilvægt að tryggja að Maine Coon kötturinn þinn haldi sér virkum til þess að stuðla að heilbrigðara og lengra lífi. Með því að nýta sér náttúrulega forvitinn persónuleika þeirra geturðu örvað þá andlega á meðan þú virkjar þá líkamlega með leikföngum og brellum. Spottar, leikfangamýs og jafnvel leikföng með catnip fá Maine Coon köttinn þinn til þess að hlaupa og leika sér. Jafnvel 20 mínútur á dag gera mikið til þess að halda kettinum þínum í góðu formi. Ráðlagt er að leika í um 20-60 mínútur á dag skipt í 10 mínútna lotur í einu. Kettir ættu ekki að stunda hreyfingu mjög lengi í einu. Allavega getur hver sem er giskað hvor komi til með að skemmta sér meira.

Þrátt fyrir glæsilegan feld sinn þá er feldhirða þeirra tiltölulega auðveld. Feldurinn er ekki gjarn á að flækjast eða verða mattur eins og sumar síðhærðar tegundir. Notaðu stálgreiðu einu sinni í viku til þess að greiða feldinn og halda honum í góðu standi. Köturinn þinn á eftir að njóta athyglinnar og þetta er frábær leið til þess að njóta samverustundar saman.

Kettir almennt, sérstaklega Maine Coon, eru mjög opnir fyrir þjálfun og þá sérstaklega smelluþjálfun. Nútíma kattaþjálfunaraðferðir henta mjög vel persónuleika Maine Coon. Jákvæð styrking - að verðlauna það sem vel er gert, höfðar vel til eiginleika kattanna um að þóknast eigendum sínum. Hugsaðu um endurtekningar og stuttar þjálfunarlotur. Það stuðlar að náttúrulegri forvitni og greind dýrsins.

7/7

Allt um Maine coon ketti

Heimildir
  1. Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
  2. Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
  3. Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020
  4. Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020

Líkaðu við og deildu þessari síðu