​Að fóðra köttinn þinn eftir aðgerð til að styðja við bata

20.9.2018
Að veita kettinum sem best mataræði er ein helsta aðferðin sem þú hefur til að hjálpa honum af stað í bataferlinu. Hér geturðu fundið ítarlegar upplýsingar um hvað og hvernig eigi að fóðra köttinn eftir aðgerð til að efla heilsuna.
Adult cat standing in a vets office eating from a silver bowl.

Ef kötturinn þinn hefur nýlega farið í aðgerð er mikilvægt að sjá um hann á réttan hátt svo hann fái sem best tækifæri til að jafna sig hratt og vel.

Skurðaðgerðir geta verið mjög erfiðar fyrir köttinn þinn, bæði andlega og líkamlega. Líkami hans mun leggja mikla orku í að jafna sig og ná fyrri styrk, svo að mataræðið sem þú sérð kettinum þínum fyrir - og hvernig þú fóðrar hann - skiptir sköpum.

Hvernig ætti ég að fóðra köttinn minn eftir aðgerð?

Líkami kattarins og meltingarvegur mun sennilega ekki ráða við sama magn af fæðu og hann gerði fyrir aðgerð. Melting og rétt upptaka næringarefna frá fæðunni krefst mikillar „vinnu“ af líkama kattarins og hugsanlega er þessari orku nú beint annað til að flýta fyrir bataferlinu.

Spurðu dýralækninn ráða varðandi hvernig sé best að fóðra köttinn strax eftir aðgerð. Hversu mikið ættirðu að fóðra köttinn eftir að heim er komið? Þarf að breyta mataræði kattarins? Flestir dýralæknar mæla með því að gefa minni skammt kvöldið eftir útskrift af spítalanum, t.d. helming af venjulegum skammti, en það fer eftir kettinum þínum og hvers konar aðgerð hann var í. Margir kettir eru ekki með fulla matarlyst eftir aðgerð, en þú skalt ráðfæra þig við dýralækninn þinn ef lystarleysið verður viðvarandi.

Ef kötturinn þinn ælir eftir að hafa borðað á aðgerðardaginn skaltu biðja dýralækninn að mæla með bestu leiðinni til að koma kettinum smám saman aftur á sína hefðbundnu fóðrunaráætlun.

Kötturinn þinn gæti þurft að vera með hlífðarkraga til að koma í veg fyrir að hann sleiki eða klóri í sárið. Fylgstu þó með að það trufli hann ekki við að borða og drekka og ef svo er skaltu fjarlægja kragann á matmálstímum. Mögulega gæti kötturinn þurft að fá næringu í gegnum slöngu eftir aðgerðina, en það fer eftir því um hvernig aðgerð var að ræða. Ef sú er raunin skaltu ræða við dýralækninn þinn um bestu leiðina til að aðstoða köttinn við að nærast með þeim hætti.

Adult cat standing indoors with a cone on eating from a white bowl.

Hvað ætti ég að gefa kettinum mínum eftir aðgerð?

Dýralæknirinn þinn gæti mælt með því að skipta yfir í „batamataræði“ fyrir köttinn þinn meðan hann er að jafna sig eftir aðgerðina. Batamataræði er hannað til að veita kettinum þínum öll næringarefni sem hann þarf til að ná fullri heilsu en lágmarka um leið álagið á meltinguna. Slíkt fæði inniheldur meira prótein-, fitu- og kaloríumagn, sem eykur orkuþéttni þess. Þannig getur kötturinn borðað minni skammta en samt fengið orkuna og næringarefnin sem hann þarfnast. Próteinið í batamataræðinu hjálpar til við vöxt og uppbyggingu frumna og ætti að vera mjög meltanlegt svo upptaka þess sé auðveld fyrir líkamann.

Kettir eru oft með minni matarlyst eftir skurðaðgerð og því ætti allur batamatur að vera bragðgóður, girnilegur og rétt mótaður í korn eða bita sem hvetur köttinn til að borða.

Hvenær ætti kötturinn minn að fara aftur til dýralæknis eftir skurðaðgerð?

Með réttri umönnun og mataræði verður kötturinn þinn vonandi kominn með fulla heilsu fljótlega eftir aðgerðina. Ef þú tekur hins vegar eftir einhverju þessara einkenna, er mikilvægt að þú farir aftur til dýralæknisins:

  • Blæðing
  • Uppköst, niðurgangur eða hægðatregða
  • Stöðugt lystarleysi eða minni vatnsneysla
  • Þunglyndi, slappleiki eða deyfð
  • Skjálfti eða breyttur líkamshiti
  • Óstöðugleiki á fótum
  • Erfið eða sársaukafull öndun

Með því að annast köttinn sérstaklega vel eftir skurðaðgerð er líklegra að batinn gangi hraðar og hann nái fyrr heilsu á nýjan leik. Ef þú ert ekki viss um hvernig eigi að annast hann sem best skaltu biðja dýralækninn um ráð.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
If you have any concerns about your cat’s health, consult a vet for professional advice.