​Að fylgjast með og fóðra kettlingafulla köttinn þinn

20.9.2018
Ef læðan þín á von á kettlingum er mikilvægt að þú passir vandlega upp á heilsu hennar - þar á meðal að þú vitir nákvæmlega hvað, hvenær og hvernig þú eigir að gefa henni.
Pregnant cat lying down outdoors on a stone step.

Um leið og þú áttar þig á að læðan þín sé kettlingafull geturðu farið að sjá til þess að líf kettlinganna hefjist eins vel og kostur er. Það gerirðu með því að stjórna vandlega næringu hennar og fóðrun.

Hvað gerist á meðgöngu læðunnar þinnar

Meðganga læðu tekur um það bil 65 daga að meðaltali, en getur verið allt frá 61 degi til 72. Fyrstu tvo þriðjunga meðgöngunnar fitnar líkami hennar til að undirbúa sig fyrir kettlingana. Síðasta þriðjunginn er öll þyngdaraukning af völdum þess að kettlingarnir eru að stækka.

Fituríkt fæði er besti kosturinn fyrir læðuna til að fá þá næringu og þyngdaraukningu sem hún þarf á að halda til að sjá um fæðingu og næringu kettlinganna sinna. Fylgjast ætti þó vel með þessu til að koma í veg fyrir óþarfa þyngdaraukningu.

Þyngdarstjórnun kettlingafullu læðunnar þinnar

Þótt læðan þín stækki fyrstu tvo þriðjunga meðgöngunnar ætti hún ekki að þyngjast um meira en 40% af kjörþyngd sinni. Offita getur leitt til vandamála við fæðinguna, auk heilsufarsvandamála fyrir læðuna eftir það. Þess vegna er lykilatriði að velja réttan mat og fóðrun fyrir kettlingafullu læðuna þína til að vernda heilsu bæði hennar og kettlinganna.

Hvað á að gefa kettlingafullu læðunni þinni að borða og hvernig?

Í upphafi meðgöngu ættir þú að sjá læðunni þinni fyrir fituríku mataræði, sem er sérstaklega hannað til að styðja við meðgöngu og síðan mjólkurframleiðslu til að næra kettlingana. Skiptu smám saman yfir í þennan mat með því að blanda honum við núverandi mat. Byrjaðu á 25% af nýja matnum og 75% af núverandi mat. Á fimm til sjö daga tímabili eykurðu svo hlutfall nýja matarins þar til hann er orðinn 100%. Þetta dregur úr hættunni á meltingaróþægindum, sem skyndileg breyting á mataræði getur valdið.

Eftir því sem líður á meðgöngu læðunnar eykst orkuþörf hennar um u.þ.b. 10% í hverri viku. Á síðustu stigum meðgöngunnar mun hún neyta 70% meiri orku en venjulega. Orkuþétt fæði getur hjálpað til við þetta án þess að maturinn verði óþarflega mikill, sem getur leitt til að meltingin verði erfiðari.

Pregnant cat lying down outside.

Vigtaðu læðuna þína reglulega og breyttu skammtastærðum í samræmi við það. Þannig kemur þú í veg fyrir að hún þyngist of mikið á meðgöngunni. Þú skalt halda fóðurvenjunum óbreyttum: Á sama tíma dagsins og á sama stað og venjulega. Sjáðu til þess að hún hafi líka alltaf aðgang að nægu vatni.

Að fóðra læðuna eftir got

Um leið og læðan er búin að gjóta, byrjar hún að gefa kettlingunum spena og framleiða allt að 250 ml af mjólk á dag. Næringarþörf hennar breytist verulega við þetta og getur tvöfaldast og jafnvel þrefaldast.

Meðan hún er með kettlinga á spena skaltu gefa henni allt það fóður sem hún getur í sig látið. Hún þarf að borða mun meira en venjulega. Veldu hágæða fóður fyrir hana sem er orkuríkt og með þeim næringarefnum og fitusýrum sem eru líkamanum nauðsynlegar meðan hann er í mjólkurframleiðslu. Þegar hún hættir að hafa kettlingana á spena skaltu gefa henni venjulega fóðrið aftur.

Það skiptir máli að þú sért í sambandi við dýralækninn þinn svo hann geti skoðað læðuna og kettlingana og gengið úr skugga um að allir séu heilbrigðir. Ef þú ert ekki viss um bestu aðferðina til að fóðra kettlingafullu læðuna þína skaltu hafa samband við dýralækninn þinn sem mun hjálpa með glöðu geði.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.

Content Block With Text And Image 1