Hvað eiga kettlingar að borða?

3.10.2018
Eftir nokkrar vikur getur þú byrjað að gefa kettlingnum þínum fasta fæðu til að örva vöxtinn. Hvert er besta fóðrið?
Kitten cat sitting indoors by an orange food bowl.

Fyrstu vikurnar nærist kettlingurinn eingöngu á móðurmjólkinni. Eftir það er nauðsynlegt að byrja að gefa kettlingnum fóður með viðeigandi næringarefnum sem stuðla að vexti fyrsta árið.

Hvaða efni þarf kettlingurinn minn að fá úr fyrsta fóðrinu sínu?

Kettlingurinn þinn vex hratt fyrstu mánuðina og þótt síðan hægist á vextinum þarf hann samt að fá réttu næringarefnin sem stuðla að heilbrigðum þroska líffæra, vöðva og beina.

Nákvæmlega samsett fóður tryggir kettlingnum þínum nákvæmlega þau næringarefni sem hann þarf á að halda og í réttum hlutföllum. Þetta eru prótein, vítamín, steinefni og önnur efni sem eru nauðsynleg fyrir heilbrigðan þroska.

Auk þess sem fóðrið þarf að fullnægja næringarþörf kettlingsins þíns, þarf fyrsta fóðrið að henta viðkvæmu meltingarkerfi hans og viðkvæmum tönnum. Lykt og áferð fóðursins skiptir ketti meira máli en bragðið. Kettlingar eru með barnatennur til fjögurra mánaða aldurs og á þeim tíma þarftu að gefa kettlingnum þínum fóðurkúlur af réttri stærð svo hann eigi auðvelt með að tyggja þær. Það er skynsamlegt að kynna kettlinginn fyrir blautfóðri því það getur verið hollt fyrir hann og kann að verða erfiðara að venja hann á það seinna á lífsleiðinni.

Fyrstu fjóra mánuðina vaxa vöðvar og bein kettlingsins þíns mjög hratt. Þess vegna þarf hann að fá prótein og önnur mikilvæg næringarefni í fóðrinu eins og andoxunarefni sem styrkja ónæmiskerfið.

Það hægir á vextinum frá fjögurra til tólf mánaða. Kettlingurinn þarf samt að fá orkuríkt fóður því hann eyðir mikilli orku í að rannsaka umhverfi sitt en er á sama tíma að vaxa og byggja upp vöðvamassa. Meltingarkerfið er enn að þroskast og þess vegna þarf fóðrið hans að hafa mikinn orkuþéttleika.

Kitten cat sitting indoors next to a silver bowl.

Ættir þú að gefa kettlingum hráfæði?

Þótt ýmislegt mæli með því að gefa kettlingi hráfóður, hrátt kjöt blandað við önnur hráefni, skiptir máli að þú áttir þig á hættunni sem kettlingnum getur stafað af því.

Í fyrsta lagi tryggir heimagerður matur án nákvæms útreiknings sérfræðinga á næringarinnihaldi ekki rétt jafnvægi þeirra næringarefna sem nauðsynleg eru vexti. Að jafnaði vantar að minnsta kosti eitt af mörgum lykilnæringarefnum í meirihluta matarskammta sem eldaðir eru heima. Ennfremur getur hráfæði verið bakteríumengað, sem getur valdið matareitrun.

Hvenær ætti ég að breyta matnum fyrir kettlinginn minn?

Kettlingar byrja yfirleitt að sýna fastri fæðu áhuga um fjögurra vikna og oftast finnst þeim fóður mömmu sinnar mest spennandi! Upp frá þessu getur þú byrjað að bleyta þurrfóður í vatni eða kettlingamjólk til að mýkja það. Kettlingarnir pota væntanlega í það, þefa af því og borða það svo.

Ef kettlingurinn þinn var orðinn eldri þegar hann kom til þín, er best að halda sig við fóðrið sem hann fékk hjá ræktandanum til að forðast magakveisu og óþarfa álag. Þegar hann er orðinn heimilisvanur getur þú skipt um fóður með því að blanda smám saman stærri skömmtum af nýja fóðrinu við það gamla. Þetta ferli tekur um viku.

Ef þú ert ekki viss um besta fæðuvalið fyrir kettlinginn þinn skaltu ráðfæra þig við dýralækni sem getur aðstoðað þig frekar.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.

Content Block With Text And Image 1