Kostnaður við að eiga kött

20.9.2018
Áður en köttur er tekinn inn á heimilið þarf að huga að nokkrum kostnaðarþáttum því það þarf að vera tryggt að þú getir annast köttinn vel alla hans ævi.
Kitten cat lying down indoors on top of a cat tree.

Kötturinn sjálfur er ekki svo dýr, sérstaklega ef þú ætlar ekki að fá þér hreinræktaðan kött. Þú þarft samt sem áður að huga að nokkrum kostnaðarþáttum frá byrjun.

Kostnaður vegna heilsu og velferðar kattarins þíns

Þú þarft að gera ráð fyrir talsverðum útgjöldum fyrsta árið eftir að kötturinn eða kettlingurinn kemur á heimilið.

 • Mælt er með því að kettlingar fái fyrstu bólusetningarnar á fyrstu vikum ævinnar til að verja þá gegn algengum og stundum skæðum sjúkdómum. Kettlingarnir eru bólusettir tvisvar í byrjun, með þriggja til fjögurra vikna millibili. Hugsanlegt er að kettlingurinn hafi fengið þegar fyrstu bólusetninguna áður en hann kom til þín enda er hægt að bólusetja kettlinga í fyrsta sinn frá níu vikna aldri. Þó þarf að hafa í huga að kettlingurinn er ekki fullvarinn fyrr en búið er að endurbólusetja hann.
 • Dýralæknirinn gæti mælt með öðrum bólusetningum sem eru ekki skylda en eru gegn veiru sem veldur hvítblæði og bakteríu sem heitir klamýdófíla og veldur augnslímhúðarbólgu.
 • Sums staðar er skylt að örmerkja ketti og það getur komið sér vel ef kötturinn týnist. Örmerkingin er sársaukalaus. Örflögu er komið fyrir undir húð á hálsinum og geta allir dýralæknar og starfsmenn kattaathvarfa lesið örmerkið með sérstökum örmerkjalesara. Dýralæknir getur örmerkt köttinn þinn hvenær sem er, það tekur örskamma stund og þá er kötturinn þinn merktur fyrir lífstíð.
 • Ein stærsta spurningin sem gæludýraeigendur standa frammi fyrir er hvort á að gera ófrjósemisaðgerð á dýrinu eða taka það úr sambandi eins og oft er sagt. Ófrjósemisaðgerð kemur vitaskuld í veg fyrir óæskilega þungun (sem er jákvætt í ljósi allra dýranna sem eru í heimilisleit) en hún dregur líka úr hættu ákveðnum heilsufars- og hegðunarvandamálum. Kettir í athvörfum eru oft látnir undirgangast ófrjósemisaðgerð áður en þeir fara til nýrrar fjölskyldu. Þú getur rætt þennan möguleika við dýralækninn þinn.
 • Hluti af því að eiga kött er að fara með hann í árlega dýralæknaskoðun. Í þessum skoðunum metur dýralæknirinn þyngd og hegðun kattarins ásamt því að skima eftir hugsanlegum sjúkdómum.
Adult cat lying down on an examination table being checked over by a vet.

Kattatrygging

Allir vilja kettinum sínum vel og dýralæknar reyna eftir mætti að halda dýralæknakostnaði innan skynsamlegra marka. Slys og langvinnir sjúkdómar geta valdið því að dýralæknakostnaður verður umtalsverður.

Tryggingafélög geta létt undir og gert þér kleift að veita kettinum þínum bestu mögulegu umönnun ef á reynir. Tryggingavernd gæludýratrygginga getur verið misjöfn og sömuleiðis iðgjöldin sem geta farið eftir aldri kattarins, tegund, stærð eða búsetu.

Einfaldasta leiðin til að finna bestu tryggingaverndina fyrir kettlinginn þinn er að leita á netinu að því sem er í boði. Þú ættir einnig að geta fengið upplýsingar um gæludýratryggingar hjá dýralækninum þínum og/eða í gæludýratímaritum.

Daglegur kostnaður

Nokkrir þættir hafa áhrif á kostnaðinn við að eiga kött. Einn þeirra er kattakyn, annað er feldgerð og sá þriðji er lífsstíllinn þinn. Daglegur kostnaður er ekki mikill en þú ættir að búa þig undir eftirfarandi kostnað í gegnum æviskeið kattarins þíns:

 • Köttum er eðlislægt að klóra og það er mikilvægt að þú útvegir kettinum þínum stað til að brýna klærnar. Það er góð hugmynd að hafa að minnsta kosti eitt klifurtré á heimilinu. Það er líka skynsamlegt að eiga nóg af leikföngum, ekki síst ef kötturinn fer ekki út úr húsi og er inniköttur.
 • Það er köttum líka eðlislægt að kanna umhverfi sitt, klifra og fela sig. Klifurtré eru góð lausn ef velferð kattarins er höfð í huga því þau gera honum kleift að hreyfa sig heilmikið og veita honum jafnframt öruggt skjól til að fela sig í.
 • Mikilvægur þáttur í umönnun katta er að tryggja að hann fái hvorki flær, orma né önnur sníkjudýr. Flestir ræktendur og athvörf fyrir ketti sjá um sníkjudýrameðferðina í byrjun. Dýralæknirinn þinn getur ráðlagt þér varðandi sníkjudýrameðferð í framtíðinni.
 • Fastur kostnaður felst í næringu og fóðri. Mælt er með gæðafóðri til að tryggja kettinum réttu næringuna á hverjum tíma og í samræmi við lífshætti hans. Fóðrið hefur ólíka áferð og getur ýmist verið þurrt eða blautt. Kötturinn má fá hvort tveggja á hverjum degi en þá þarf að setja fóðrið í aðskildar skálar.
 • Gosbrunnar geta verið mjög góð lausn til að hvetja köttinn til að drekka nóg. Sum kattakyn eru þekkt fyrir það að hafa gaman af vatni og fyrir þá er gosbrunnur líka til skemmtunar.
 • Annar kostnaður sem þarf að taka með í dæmið er sá sem fellur til við kaup á kattasandi. Mikilvægt er að kattakassanum sé haldið hreinum því kettir vilja helst ekki nota óhreinan kattakassa.
 • Snyrting og feldhirða fer eftir kattakyninu. Þó er líklegra að þú þurfir að verja meiri tíma en peningum í að snyrta köttinn.

Það er spennandi að fá nýjan kött eða kettling inn á heimilið og hætt er við að þá gleymist að taka tillit til kostnaðarins sem fylgir kattahaldi. Hafa þarf í huga að kettir geta lifað í allt að 20 ár eða lengur og ef þú gerir ráð fyrir kostnaðinum strax í upphafi, eru auknar líkur á að þú getir veitt kettinum þínum þá umönnun og meðferð sem hann þarf á að halda út ævina.

Efst á síðu

Lesa meira um kattakyn

Leita að kattakyni

Skoða öll kattakyn
Maine Coon adult standing in black and white on a white background