Spjöllum um Akita hunda

Hver getur staðist opið yfirbragð Akita hunda? Þessi stórbyggða tegund mun koma eigendum á óvart með ótrúlegu trygglyndi og tignarlegu fasi. Skottið hringast upp á bakið og þykkan feldinn, en það er sérkenni Spitz tegundarinnar. Akita hundar virðast vera mjög vinalegir og bangsalegir en fara skal að með gát: þessir hundar eru góðir varðhundar og gæta fyrst að fjölskyldunni áður en þeir taka á móti ókunnugum. Þeir eru bæði hlédrægir en stórtryggir.

Opinbert heiti: Akita

Önnur heiti: Akita Inu, japanskur Akita, bandarískur Akita, japanskur stórhundur

Uppruni: Japan

Mæður og hvolpar Labrador tegundarinnar
Slefmyndun

Mjög mikil

Heitt veður? Lítil
Snyrtiþarfir Mjög mikil Kalt veður? Mjög mikil
Hármissir Mjög mikil Getur búið í íbúð? Mjög lítil
Gelthneigð Mjög mikil Getur verið einn?* Mjög lítil
Orkuþörf (mikil, lág, í meðallagi) * Mikil Fjölskylduhundur?* Mjög lítil
Samhæfni með öðrum gæludýrum Mjög lítil

* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sama kyni, og þetta yfirlit yfir sérkenni hvers kyns er aðeins til viðmiðunar.

Til að gæludýr séu ánægð og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar.

Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Hægt er að kenna hundunum að vera einir frá unga aldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að fá aðstoð.

Inline Image 10
Male
1 m 66 cm - 1 m 71 cm Height
45 kg - 59 kg Weight
Female
1 m 61 cm - 1 m 66 cm Height
31 kg - 45 kg Weight

Ungviði Fæðing til 2 mánaða
Hvolpar 2 til 15 mánaða
Fullorðnir hundar 15 mánuðir til 5 ár
Eldri hundar 5 mánuðir til 8 ár
Öldungar 8 mánuðir til 18 ár

1/7

Lærðu að kynnast Akita

Allt sem þú þarft að vita um tegundina

Meðal þeirra lýsingarorða sem eiga við um Akita hund má nefna tignarlegur, reiðubúinn, blíður, hljóður og óviðjafnanlega tryggur. Þessi tegund er mikils metin í Japan sem verndarengill fjölskyldunnar og er auðþekkjanlegt á hringlaga skotti og stóru höfði. Hlýðið augnaráð er viðbótarkostur.

Þessir hundar hafa sterkt skaplyndi og henta ekki þeim sem eignast hund í fyrsta sinn. Sjálfsöryggi Akita hunda gerir þá tortryggna gagnvart ókunnugum þar sem þeim er í blóð borið að vernda. Búast má við nóg af ástúð ef þeir taka þig inn.

Akita hundar hörfa yfirleitt ekki undan áskorunum. Þessir hundar eru ótrúlega liprir og tegundin er enn notuð til íþrótta utandyra. Þegar þeir hafa skilið eitthvað kemur virðing þeirra í ljós. Akita hundar eru gáfaðir og eiga líka rólegar skaphliðar.

Ein leiðin sem Akita hundar nota til að sýna ástúð sína er að halda á hlutum sem hafa vægi fyrir þá í kjaftinum. Þetta gæti verið úlnliður eigandans. Með þessu meina þeir „Ég á þig!“ en eru ekki að sýna árásargirni. Akita hundar gætu bitið laust um úlnlið eigandans og leitt hann að hurðinni til að gefa til kynna að það sé tími kominn á göngutúr.

Snyrting á feldinum er nauðsynleg þar sem hann er mjög þykkur. Hann er frábær ef maður vill knúsa hundinn en eigendur þurfa að eyða meiri tíma í snyrtingu. Sakleysið uppmálað.

Akita hundar gelta lítið og urra yfirleitt frekar. Eigendur segja þá muldra við sjálfa sig en það bætir enn við töfra þeirra. Þessa stórbyggða tegund þarf hreyfingu utandyra en hundinum líður langbest þegar hann er inni með fjölskyldunni þótt ótrúlegt megi virðast. Heimilislíf hentar Akita hundum.


Inline Image 17

2/7

Tvær staðreyndir um Akita hunda

1. Fiskur að hluta til?

Eitt sérkenni tegundarinnar er að: Akita hundar hafa sundfit! Þetta sérkenni hjálpar þeim að halda jafnvægi í snjó og á ís í heimalandi sínu þar sem þyngd þeirra er dreift jafnar. Þetta er einnig raunin á hálku!

2. Hálfur köttur? 

Einn skondinn eiginleiki þessarar fjörugu tegundar er hegðun sem svipar til katta: Akita hundar skríða við jörðu þegar þeir eltast við bráð og sleikja feldinn til að þvo sér. Þeir hafa allt sem búast má við af hundum, með hliðsjón af þessu sérkenni má segja að tegundin sé mjög sérstök.

3/7

Saga tegundarinnar

Akita hundar koma frá Akita héraðinu á Honshu eyjunni í norðurhluta Japan. Tegundinni svipar til spitz-hunda og þéttur, þykkur feldur einkennir þá, en feldurinn myndaðist hjá tegundum sem lifðu þetta norðarlega og skottið er hringað upp á bak.

Ein japönsk saga segir frá því að aðalsmaður einn sem hafði verið sendur af keisaranum í útlegð á eyjunni Honshu snemma á 18. öld hafi ræktað Akita hunda til veiða með aðstoð nokkurra baróna sem hann átti samskipti við. Akita hundar hafa kraftmikinn skrokk og voru notaðir til að veiða villisvín, svartbirni og jafnvel villt dádýr. Þar á eftir var tegundin í eigu keisarafjölskyldunnar og hirðar hennar, en vann sig inn í hjörtu japönsku þjóðarinnar.

Akita hundar voru ræktaðir með öðrum svipuðum stórum tegundum, og voru upprunalega notaðir til slagsmála. Þegar þessi athöfn var bönnuð í Japan árið 1908 varð tegundin óvinsæl og hvarf nánast eftir seinni heimsstyrjöldina. Bandarískir hermenn á heimleið sneru til baka með Akita hunda og innsigluðu vinsældir þeirra í Bandaríkjunum. Þarna aðgreindust einnig tegundirnar tvær: bandarískur Akita og japanskur Akita. The American Akita Club var stofnaður árið 1956 og The American Kennel Club staðfesti tegundina árið 1972.

Akita skipar nú til dags stóran sess í japanskri menningu og er mikilvægt tákn fyrir landið. Litlar styttur af Akita hundum eru oft gefnar í fæðingargjöf en þær tákna hamingju og langlífi. The Japanese National Breed Club var stofnaður árið 1927 til að viðhalda tegundinni.



Inline Image 3

4/7

Frá toppi til táar

Líkamseinkenni Akita hunda

1. Ears

Ears small in relation to head, triangular and erect, set wide on head.

2. Head

Massive head but not disproportionate to body, flat at top and across jaw.

3. Body

Powerful body, heavy bone structure, thick, longer than it is high.

4. Tail

Curved, large tail curls over back in three-quarter, full, or double curl. Hair thickest here.

5. Coat

Thick, heavy double coat, soft, thick dense undercoat.

5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Akita hundinn, bæði sérkenni tegundarinnar og yfirlit yfir almenna heilsu

Heilbrig fóðrun, heilbrigðari hundur

Hvolpur
Fullorðnir
Öldungar
  • Þegar fóður er valið fyrir Atika hund þarf að hafa marga þætti í huga: aldur hans, lífsstíl, hreyfingu, líkamsástand og heilsu, ásamt hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Fóður veitir orku til að sjá fyrir nauðsynlegri líkamsstarfsemi og heilnæm fóðursamsetning ætti að innihalda rétt magn næringarefna til að forðast skort eða of mikla næringu, en í báðum tilfellum hefur þetta skaðleg áhrif á hundinn.
  • Þarfir Akita hvolps hvað varðar orku, prótein, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Hvolparnir þurfa orku og næringarefni til að viðhalda líkamanum en einnig til að stækka og byggja hann upp. Ónæmiskerfi Akita-hvolpa þróast smátt og smátt fram að 15 mánaða aldri. Blanda andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, getur styrkt ónæmiskerfið á þessum tímum sem einkennast af miklum breytingum, reynslu og nýjum kynnum. Meltinargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að veita auðmeltanleg prótein sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Góðgerlafæði, t.d. frúktó-ólígósakkaríð, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóru og leiða til góðra hægða.
  • Mikilvægt er að velja fóðurkúlur af réttri stærð, lögun og áferð. Þessi vaxtartími skilar sér í meðalmikilli fóðurþörf. Stórir hvolpar, svo sem hvolpar Akita hunda, vaxa hratt á löngum tíma og eiga það sérstaklega á hættu að fá beina- og liðamótatengda kvilla, þar á meðal útlimagalla, beinaafmyndun og skemmdir í liðamótum. Í byrjun vaxtartímans eru það aðallega beinin, en einnig vöðvarnir, sem byrja að vaxa. Þetta þýðir að hvolpur sem borðar of mikið fær of mikla orku, vex of hratt og of mikil þyngd hvílir á beinum og liðamótum. Með því að draga úr orkuinnihaldi hundafóðurs fyrir hvolpa Akita hunda og gefa þeim rétt magn daglega er vexti þeirra haldið í skefjum og dregið úr þessum áhættum.
  • Innihald annarra næringarefna ætti að vera meira í sérhönnuðu fóðri fyrir hvolpa á vaxatarskeiði. Þó svo að auka þurfi kalkinnihald fóðursins eru hvolpar stórkynja hunda viðkvæmir fyrir of mikilli kalkinntöku. Mikilvægt er að vita að þegar mat er bætt við fullkomna fóðurblöndu fyrir hunda á vaxtarskeiði er óþarfi og jafnvel hættulegt fyrir hundinn, nema dýralæknir hafi mælt með því. Mælt er með að skipta daglegum næringarþörfum í þrjár máltíðir daglega þar til hvolparnir verða sex mánaða, en þá er skipt yfir í tvær máltíðir á dag. Forðast skal að gefa Labrador hundum matvæli fyrir fólk eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með fóðurkúlum sem falla innan daglegrar næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.
  • Aðal næringarþarfir fullorðinna Labrador Retriever hunda eru:
  • Að viðhalda tilvöldu holdafari með mjög meltanlegum innihaldsefnum og með því að halda fituinnihaldi í lágmarki
  • Stuðla skal að heilsu beina og liðamóta með glúkósamíni, kondróitíni og andoxunarefnum
  • Stuðla skal að meltanleika, hágæða próteini og jafnri inntöku næringartrefja
  • Til að stuðla að heilsu og fegurð húðarinnar og feldsins með viðbættum nauðsynlegum fjölómettuðum fitusýrum (sér í lagi EPA og DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B vítamínum.
  • Eftir 5 ára aldur byrja Akita hundar fyrst að sýna ellimerki. Fóðurblanda sem inniheldur aukið magn andoxunarefna stuðlar að því að viðhalda lífsorkunni og sérstök næringarefni, t.d. kondróítín og glúkósamín, stuðla að heilbrigði beina og liðamóta. Með öldrun breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og fóður fyrir eldri Akita hunda ætti að hafa eftirfarandi eiginleika:
  • Hærra C- og E-vítamínmagn Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem stuðla að vörn líkamsfrumna gegn skaðlegum áhrifum oxunarstress sem leiðir til öldrunar
  • Hágæðaprótein. Minnkun próteinmagns í fóðri spilar lítinn þátt í að sporna við lifrarbilun, en fólk hefur oft ranghugmyndir hvað þetta varðar. Þar að auki nýta eldri hundar prótein úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að minnka fosfórinnihald er hægt að hægja á skaða á nýrnavirkni
  • Meira innihald valinna snefilefna viðheldur húð og feldi í góðu ástandi
  • Meira magn fjölómettaðra fitusýra til að halda feldinum í góðu ástandi. Hundar geta yfirleitt myndað þessar fitusýrur en með aldrinum getur ferlið skerst
  • Með hækkandi aldri geta hundar þjáðst af tannkvillum. Til að tryggja að þeir haldi áfram að borða nægilegt magn þurfa stærð, lögun og áferð fóðurkúlnanna að henta kjaftinum.

6/7

Umhirða Akita hunda

Ábendingar um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Inline Image 6

Rétt ágiskun: Akita hundar hafa tvöfaldan, þykkan feld sem veldur því að hann fer úr hárum. Akita hundar fara úr hárum á vorin og haustin en vikuleg burstun nægir til að halda feldinum í góðu ástandi. Böðun nokkrum sinnum á ári nægir til að viðhalda þessum glæsilega feldi. Klærnar skal klippa einu sinni í mánuði til að tryggja að hundurinn haldi góðu jafnvægi. Dýralæknir getur sýnt þér hvernig þú getur klippt klærnar á öruggan hátt.

Inline Image 7

Akita hundar þurfa nægilega hreyfingu frá byrjun og mælt er með að fá aðstoð fagaðila sem þekkir vel til hundsins. Þú ættir einnig að taka þátt í tímunum til að Akita hundurinn viti hvaða sess hann skipar. Athugaðu: Þessi hundategund hentar ekki þeim sem eru að fá sér hund í fyrsta sinn þar sem Akita hundar hafa sterkan persónuleika. Endurtekning er lykilatriði til að hafa stjórn á sjálfsöryggi hundsins. Þjálfun skal gera með þolinmæli og virðingu frá því að hundurinn er hvolpur.

Inline Image 11

Þó svo að ótrúlegt megi virðast þurfa Akita hundar ekki jafn mikla hreyfingu og halda mætti fyrir hunda af þeirra stærð. 30 mínútna göngu- eða hlaupatúr og leiktími innan heimilisins nægir þeim. Leiktími með eigandanum í einrúmi er betri en í almenningsgarði þar sem aðrir hundar eru til staðar þar sem tegundin á það til að vilja ríkja yfir öðrum hundum. Þó svo að Akita hundar geti verið liprir eru þeir frekar klunnalegir vegna stærðarinnar.

Allt um Akita hunda

Akita hundar eru frábærir varðhundar fyrir fjölskylduna en eiga það til að gæta sín á ókunnugum. Það er tegundinni ekki í blóð borið að vera hættuleg, heldur eru hundarnir mjög tryggir eigendum sínum og munu verja þá hvað sem það kostar. Akita hundar geta stundum sýnt öðrum hundum af sömu tegund árásargirni. Að láta Akita hvolpa vera í samneyti við aðra hunda stuðlar að félagslyndi þeirra.

Akita hundar geta verið vissir um sig, en það stafar meira af genasamsetningu en öðrum þáttum. Tegundin er bönnuð í ákveðnum fylkjum Bandaríkjanna. Sú óbilandi tryggð sem þeir sýna í garð eigenda sinna er oft misskilin sem árásargirni, þó hún sé það ekki í raun. Múll gæti verið skylda á ákveðnum stöðum þar sem Akita-hundar eru ekki leyfðir.

Heimildir

1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/

2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Útg. 2010 og 2020

3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/

4 - Royal Canin BHN Product Book

5 - American Kennel Club https://www.akc.org/