Tölum um Shiba Inu

Shiba er sjálfstæður, skarpur og frár á fæti. Fyrir vikið er honum oft líkt við ketti enda lítur hann gjarnan svo á að eigandinn þarfnist hans meira en hann eigandans.

Official name: Shiba Inu

Other names: Shiba

Origins: Japan

Svarthvít mynd af Shiba-hvolpi sem stendur
Drooling tendencies

Mjög lítil

Þolir hann heitt veður? Mikil
Snyrtiþörf Þolir hundurinn kalt loftslag? Very high
Hárlos Mikil Suited to apartment living? Very high
Barking tendencies Very low Getur dýrið verið eitt?* Medium
Energy Level* Lítil
Family Pet?* Medium
Færni til að búa með öðrum gæludýrum

* We advise against leaving pets alone for long stretches. Companionship can prevent emotional distress and destructive behaviour. Speak to your veterinarian for recommendations.

Every pet is different, even within a breed; this snapshot of this breed specifics should be taken as an indication.

For a happy healthy and well-behaved pet, we recommend educating and socializing your pet as well as covering their basic welfare needs (and their social and behavioral needs.

Pets should never be left unsupervised with a child.

Contact your breeder or veterinarian for further advice.

All domestic pets are sociable and prefer company. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Seek the advice of your veterinarian or trainer to help you do this.

Inline Image 15
Teikning af Shiba sem stendur
Male
36 cm - 41 cm Height
11 kg 500.0 - 12 kg 500.0 Weight
Female
33 cm - 38 cm Height
8 kg 500.0 - 9 kg 500.0 Weight

Ungviði Fæðing til 2 mánaða
Hvolpar 2 til 12 mánaða
Fullorðnir 12 mánaða til 7 ára
Eldri hundar 7 til 10 ára
Öldungar 10 til 20 ára

nærmynd af Shiba sem horfir til hliðar með tunguna lafandi

1/7

Kynnstu Shiba Inu

Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund

Shiba varð ekki þekkt hundategund á Vesturlöndum fyrr en um miðja síðustu öld en aflaði sér þá fljótt vinsælda sem heimilishundur. Gönguleg þeirra er létt, eyrun eru þríhyrnd og vísa fram á við og svipurinn er árvökull. Fyrir vikið rugla halda sumir að Shiba sé refur. Shiba Inu geislar af sjálfstrausti með sínu ákveðna og yfirvegaða augnráði.

Í heimalandi sínu, Japan, voru Shiba-hundar eitt sinn notaðir til að fæla upp fugla fyrir veiðimenn svo þeir gætu skotið þá á flugi. Shiba Inu er lítill og vel byggður hundur sem getur unnið í hvaða landslagi sem er. Auk þess líður honum prýðilega inni á heimilinu. Shiba hefur samt þörf fyrir að ærslast utan dyra. Mikil veiðihvöt býr enn í honum og þess vegna er ráðlegt að hafa hann í taumi. Shiba er strokugjarn og ef hann finnur glufu á girðingu er hann rokinn og kemur ekki til baka fyrr en honum hentar!

Shiba Inu tjáir sig á mjög fjölbreyttan hátt og ef menn taka ekki eftir svipbrigðunum, lætur hann í sér heyra. Þá geltir hann ekki eins og flestir hundar, heldur gefur frá sér hljóð sem líkjast jóðli. Niðurstaðan: Manni leiðist aldrei með Shiba.

Ráðlegt er að hefja þjálfun og umhverfisþjálfun á unga aldri því Shiba er bráðsnjall, ákveðinn og sjálfsöruggur hundur. Shiba er heimaríkur að eðlisfari og hann tengir fljótt saman hluti og fólk. Það þarf að kenna honum að deila með öðrum strax frá unga aldri. Með réttri þjálfun verður Shiba Inu trygglyndur fullorðinn hundur sem er tilbúinn að verja fjölskyldu sína.

Shiba-hvolpur með framlappir á trjágrein

2/7

2 staðreyndir um Shiba Inu

1. Ekki ný tegund

Tegundarheitið Shiba Inu var ekki opinberlega viðurkennt fyrir en upp úr 1920 en á þeim tíma fóru þessir hundar að berast til Vesturlanda. Shiba-hundar eru langt í frá ný tegund. Þessi mikilsmetna hundategund hefur verið til í meira en níu þúsund ár. Frumstæðar myndir hafa fundist í Japan af hundum sem líkjast Shiba-hundunum og eru þær taldar vera frá því um 300 fyrir Krist.

2. Bjargað af brúninni

Í Japan voru upphaflega þrjú afbrigði af Shiba Inu-hundum: San-in, Mino og Shinso. Í hörmungunum sem fylgdu seinni heimsstyrjöldinni og hundafári sem geisaði í Japan í kjölfarið, urðu japönsku þjóðarhundarnir fyrir miklu falli. Til allrar hamingju var Shiba bjargað frá útrýmingarhættu með blöndun afbrigðanna þriggja en fyrir vikið hurfu upprunalegu afbrigðin af sjónarsviðinu. Afrakstur þessara björgunaraðgerða var Shiba Inu eins og við þekkjum hann nú til dags.

3/7

Saga kynsins

DNA-rannsóknir hafa leitt í ljós að Shiba Inu er elsta japanska hundategundin en alls eiga Japanir sex þjóðarhunda sem allir eru spitz-hundar. Sömu rannsóknir sýndu fram á að þessir hundar voru til árið 7000 fyrir Krist. Upphaflega nýttu japanskir veiðimenn þessa hunda til að fæla fugla upp úr kjarrinu. Sumir halda því fram að „shiba“ þýði kjarrlendi sem er umhverfið sem hundarnir unnu oftast í. Önnur tilgáta er sú að „shiba“ vísi til laufblaðanna í kjarrinu enda minni feldlitur hundanna á þau. Þriðja tilgátan er sú að „shiba“ þýði „lítill“ á japanskri mállýsku sem ekki er lengur töluð. Orðið „Inu“ þýðir einfaldlega „hundur“ á japönsku. Tegundarheitið var ekki opinberlega viðurkennt í Japan fyrr en upp úr 1920.

Áhugafólk um tegundina og japanska hundaræktarfélagið NIPPO stuðluðu að því að Shiba Inu var gerður að þjóðargersemi Japans árið 1937. Japanir fluttu inn aðrar hundategundir um miðbik 18. aldar og pöruðu innfluttu hundana við þá sem til voru í landinu, þar á meðal Shiba Inu. Fyrir vikið fækkaði hreinum Shiba Inu-hundum til muna.

Eftir hörmungarnar sem fylgdu seinni heimsstyrjöldinni og hundafári sem geisaði í Japan í kjölfarið, rambaði tegundin á barmi útrýmingar. Skömmu síðar var gert ræktunarátak þar sem eftirlifandi Shiba-hundar voru paraðir og varð afraksturinn sá Shiba Inu sem við þekkjum nú til dags.

Fyrsti Shiba-hundurinn kom til Bandaríkjanna árið 1954 með bandarískri hermannafjölskyldu. Fyrstu hvolparnir af þessari tegund komu þó ekki í heiminn í Bandaríkjunum fyrr en 1979 og það talið upphafsár Shiba Inu í Bandaríkjunum. Shiba var þó ekki viðurkennd sem fullgild tegund af bandarísku hundaræktarfélögunum AKC og UKC fyrr en árið 1992. Í ferlinu sem fylgdi skráningu og viðurkenningu tegundarinnar var Inu-hlutanum sleppt og tegundin einfaldlega kölluð „Shiba“.

Svarthvít mynd af Shiba sem stendur

4/7

From head to tail

1. Yfirfeldur

Höfuð og búkur eru þakin stífum og sléttum feldhárum sem geta verið rauð, svört og brún eða blanda af rauðum, svörtum og hvítum.

2. Undirfeldur

Undirfeldurinn er þéttur og mjúkur. Hvít feldhár sem kölluð eru „urajiro,“ eru á hliðum trýnisins, kinnum, innanverðum eyrum og kviðnum

3. Face

Höfuðið er breitt og rák er greinileg í enninu. Kinnar eru bústnar. Augun eru djúpt í augntóftum og örlítið skásett. Nefbroddur er svartur

4. Ears

Eyru eru þríhyrningslaga og upprétt. Þau vísa örlítið fram á við.

5. Tail

Skottið er loðið og hringast yfir bak

nærmynd af Shiba sem horfir í átt að myndavélinni

5/7

Hlutir sem gæta skal að

Sérkenni tegundarinnar og almennar heilsufarsupplýsingar. Hér eru áhugaverðar staðreyndir um Shiba-hundinn þinn.

Fleiri en menn fá ofnæmi

Shiba Inu hefur tilhneigingu til að fá ofnæmi sem skiptist í þrjá flokka: Fóðurofnæmi, snertiofnæmi og ofnæmi sem tengist öndunarfærum. Fylgstu með einkennum en þau eru meðal annars kláði, roði í húð og/eða hárlos. Ef slík einkenni koma fram, borgar sig að fara með hundinn til dýralæknis eins fljótt og auðið er.

Leitaðu til ábyrgs ræktanda sem hugar að heilbrigði í mjöðmum.

Mjaðmalos er tiltölulega algengt hjá Shiba Inu. Þetta er arfgengur galli sem getur valdið umtalsverðum kvölum og helti. Þar sem mjaðmalos er arfgengt, er lykilatriði að skipta aðeins við ábyrgan ræktanda sem getur sýnt fram á niðurstöður mjaðmamynda á foreldrum hvolpsins. Regluleg dýralæknaskoðun og röntgenmynd af mjöðmum staðfestir greiningu á ástandi mjaðmanna. Í framhaldinu getur dýralæknirinn gefið ráð varðandi meðferðarúrræði.

Litlir hundar þjást oft af hnéskeljalosi

Hnéskeljalos er það kallað þegar hnéskelin er laus og færist til hliðar. Þetta er algengur kvilli meðal smáhunda sem veldur sársauka og helti. Ef hundurinn fer að hoppa eða heldur afturfæti uppi þegar hann gengur eða hleypur, er hugsanlegt að hann sé með hnéskeljalos. Oft hrista hundar fótlegginn til að færa hnéskelina á réttan stað. Dýralæknir getur greint hnéskeljalos og gefið ráð varðandi leiðir til að halda Shiba-hundinum þínum í sem bestu formi.

Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur

Puppy
Fullorðnir
Öldungar
 • Að mörgu er að hyggja þegar fóður er valið fyrir Shiba Inu: their age, lifestyle, activity level, physiological condition, and health including potential sickness or sensitivities. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog.
 • Hundurinn á alltaf að hafa aðgang að hreinu fersku vatni til að þvagfærakerfi hans haldist heilbrigt. In hot weather and especially when out exercising, bring water along for your dog’s frequent water breaks.
 • The following recommendations are for healthy animals. Ef hundurinn glímir við heilsufarsvandamál, skaltu tala við dýralækni sem ávísar sérstöku heilsufóðri
 • Shiba-hvolpur þarf miklu meira af orku, prótínum, steinefnum og vítamínum en fullorðinn hundur. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Ónæmiskerfi Shiba Inu-hvolps þroskast smám saman til tíu mánaða aldurs. A complex of antioxidants - including vitamin E - can help support their natural defences during this time of big changes, discoveries, and new encounters. Meltingarkerfi Shiba-hvolpa er líka ólíkt meltingarkerfi fullorðinna hunda: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að tryggja hámeltanleg prótín sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Prebiotics, such as fructo-oligosaccharides, support digestive health by helping balance the intestinal flora, resulting in good stool quality. Forðast skal að gefa Labrador hundum matvæli fyrir fólk eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með fóðurkúlum sem falla innan daglegrar næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.
 • Tennur hvolpsins, sem eru í byrjun mjólkurtennur og verða svo að fullorðinstönnum, eru mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til þegar stærð, lögun og áferð fóðurkúlna er ákveðin. Til að viðhalda feldi Shiba Inu heilbrigðum, er nauðsynlegt að hann fái næringarefni eins og ómega 3 fitusýrur (EPA-DHA) og hjólkrónaolíu í fóðrinu. This intense growth phase also means high energy needs, so the food must have a high energy content (expressed in Kcal/100g of food), while concentrations of all other nutrients will also be higher than normal in a specially formulated growth food. It is recommended to split the daily allowance into three meals until they are six months old, then to switch to two meals per day.
 • Það þarf að forðast að gefa hundum mannamat og fituríka aukabita. Þess í stað er hægt að verðlauna hundinn með fóðurkúlum sem eru dregnar frá dagsskammtinum. Þú skalt fylgja vandlega fóðurleiðbeiningum á umbúðunum til að koma í veg fyrir að hundurinn þinn fitni of mikið.
 • Helstu næringarfræðilegu markmið við fóðrun Shiba Inu eru:
 • -Að viðhalda heilbrigði húðar og felds með því að velja fóður sem inniheldur mikilvægar fitusýrur (einkum EPA-DHA), mikilvægar amínósýrur og B-vítamín
 • Að styrkja meltingarstarfsemi með auðmeltanlegum prótínum og bætibakteríuörvandi efni eins og ólígófrúktósa sem kemur jafnvægi á þarmaflóru og bætir þar af leiðandi hægðirnar.
 • Maintaining an ideal body weight by using highly digestible ingredients and keeping the fat content at a sensible level. Offita getur haft skaðleg áhrif á heilsu Shiba Inu. Viðeigandi fóður stuðlar að góðri heilsu hundsins.
 • Litlir hundar glíma gjarnan við vandamál varðandi tannheilsu á fullorðinsárum og þeir fá oft tannstein. Það þarf að verja tennur og kjálka Shiba Inu-hunda mjög vel. Fóður með efni sem bindur kalk getur dregið úr myndun tannsteins og þar með verið hluti af daglegri tannhirðu hundsins. Small breed dogs are well known for being fussy eaters. Sérstök fóðurblanda og bragðefni, auk þurrfóðurs með sérstakri áferð, hjálpa til við að örva matarlystina. Smáhundar eru útsettir fyrir þvagsteinum og því er mælt með mataræði sem styður við heilbrigði þvagfærakerfisins.
 • Shiba Inu-hundar sem eyða megni dagsins innan dyra, ættu að fá auðmeltanleg prótín, ásamt hæfilegu magni af trefjum og hágæða kolvetnum til að draga úr lykt og umfangi hægða. Hundar sem búa inni á heimilinu hreyfa sig oft miklu minna en þeir sem búa utan dyra. Þess vegna þurfa þeir mun færri hitaeiningar og fóður með L-karnitíni sem eykur fitubrennslu. Með því móti er auðveldara að halda þeim í kjörþyngd. Fyrir utan hreyfingarleysi innihunda getur vönun einnig leitt til ofþyngdar.
 • Shiba Inu byrjar að sýna merki um öldrun eftir átta ára aldur. A formula enriched with antioxidants will help maintain their vitality and an adapted phosphorus content will support their renal system. Eftir því sem aldurinn færist yfir, breytist meltingin og sömuleiðis næringarþörfin. Fóður fyrir Shiba Inu-hunda sem eru að eldast ætti að einkennast af eftirfarandi:
 • Aukið magn C- og E-vítamíns. These nutrients have antioxidant properties, helping to protect the body’s cells against the harmful effects of the oxidative stress linked to ageing
 • High-quality protein. Contrary to a widely held misconception, lowering the protein content in food brings little benefit in limiting kidney failure. Þar að auki nýta eldri hundar prótein úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að minnka fosfórinnihald er hægt að hægja á skaða á nýrnavirkni
 • Hærra magn snefilefna, svo sem járns, kopars, sinks og mangan, stuðlar að góðu ástandi húðar og felds.
 • A higher quantity of polyunsaturated fatty acids (omega-3 and omega-6 fatty acids) to maintain the quality of the coat. Dogs can normally produce these fatty acids, but ageing can affect this physiological process.
 • As they age, dogs increasingly suffer from teeth problems. To ensure they continue to eat in sufficient quantities, the size, shape, and texture of their kibble need to be tailored to their jaw. An adapted kibble shape may help reduce the rate of food intake to help your dog maintain a healthy body weight.
Tveir Shiba-hundar sitja á þrepi fyrir framan bláa hurð

6/7

Að hugsa um Shiba Inu

Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Inline Image 6

Shiba Inu er duglegur og leikglaður hundur sem þarf að fá að hafa mikið fyrir stafni. Farðu daglega út með Shiba-hundinn þinn í þokkalega langa gönguferð eða í skokk. Hafðu hann alltaf í taumi nema þú leyfir honum að viðra sig á vel afgirtu svæði. Shiba Inu hefur gaman af útiveru og hann unir sér jafn vel inni í skógi og í verslunargötu svo framarlega sem hann er með eiganda sínum. Því fjölbreyttari afþreyingu sem hann fær, þeim mun rólegri og þægilegri er hann inni á heimilinu.

Inline Image 7

Shiba hefur ákaflega fallegan, snöggan feld og sérstaklega er vetrarfeldurinn glæsilegur. Þessum glæsileika fylgir umtalsvert hárlos svo það er ekki úr vegi að fjárfesta í góðri ryksugu þegar Shiba-hvolpur kemur á heimilið. Gárungar segja gjarnan að Shiba fari úr hárum tvisvar á ári, í sex mánuði í senn.

Megnið af árinu er hárlosið viðráðanlegt og þá er gott að bursta reglulega yfir feldinn til að losa dauð feldhár. Það þarf hins vegar ekki að klippa feldinn eða snyrta að öðru leyti því í ræktunarmarkmiði Shiba er sérstaklega tekið fram að alls ekki megi klippa feldinn. Shiba fellir feld og endurnýjar hann tvisvar á ári.

Shiba Inu er meinilla við að láta klippa á sér klærnar en það á raunar líka við um hunda af fleiri tegundum. Þótt hundasnyrtir þurfi ekki að klippa feldinn á Shiba-hundinum þínum, gætir þú fengið hann til að klippa á honum klærnar. Það er skynsamlegt að venja Shiba-hvolpa við það frá upphafi að komið sé við þófana og þeir nuddaðir létt. Ef þeir venjast þessari snertingu, verða klóklippingar minna vandamál. Það er gott ráð að venja hvolpana líka á að aðrir en eigandinn komi við þófana á þeim.

Gættu vel að tannhirðu Shiba-hundsins þíns og gefðu honum fóðurkúlur sem hvetja hann til að tyggja.

Inline Image 11

Góð vísa er aldrei of oft kveðin: Því fyrr sem þjálfun Shiba hefst, þeim mun betra.

Shiba Inu er bráðskarpur hundur sem veit hvað hann vill. Hann er fálátur í garð ókunnugra og þess vegna er þeim mun mikilvægara að hefja umhverfisþjálfun eins snemma og auðið er.

Eitt er mikilvægt að muna: Þegar taumnum er sleppt af Shiba Inu, er hann rokinn. Gættu þess að hafa hann alltaf í taumi. Þegar hann er inni á heimilinu þarf að sjá til þess að hann hafi enga útgönguleið.

Ef rétt er staðið að almennri þjálfun og umhverfisþjálfun, getur Shiba Inu verið frábær og ástríkur félagi. Vinnan sem er lögð í þjálfunina margborgar sig.

7/7

Allt um Shiba Inu

Shiba Inu er sjálfstæður, skarpgreindur og viljasterkur hundur. Fyrir vikið er hann ekki sá auðveldasti í þjálfun. Með staðfastri þjálfun og umhverfisþjálfun frá unga aldri, geta Shiba-hundar orðið dásamlegir og tryggir félagar. Það er eindregið mælt með staðfastri þjálfun sem byggist á því að verðlauna hundinn fyrir æskilega hegðun.

Shiba er ekki „uppáþrengjandi“ og þarf ekkert sérlega mikið á athygli fólks að halda. Honum líður prýðilega einum heima hjá sér. Það þarf þó að sjá honum fyrir reglubundinni hreyfingu til að vega upp á móti tímanum sem hann er einsamall. Ef Shiba fær ekki næga hreyfingu og er skilinn eftir einn löngum stundum, fer honum að leiðast. Þá er hann líklegur til að finna sér eitthvað til dundurs eins og að naga húsgögn eða aðra heimilismuni.

Sources

1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/

2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020

3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/

4 - Royal Canin BHN Product Book

5 - American Kennel Club https://www.akc.org/