Hvernig fóðra skal hundinn eftir skurðaðgerð

20.9.2018
Skurðaðgerð og bataferlið eftir hana getur verið erfiður tími fyrir bæði þig og hundinn þinn. Hér eru nokkur ráð um hvernig eigi að fóðra hundinn þinn og hvað sé best að gefa honum eftir aðgerð til að hjálpa til við bataferlið.
Adult Jack Russell lying down indoors on a dog bed with a cone on.

Að fara í skurðaðgerð getur valdið streitu hjá hundinum þínum. Rétt eins og fólk þurfa hundar hvíld og svigrúm til að jafna sig eftir aðgerðina, en á þeim tíma gæti þurft að fóðra þá þannig að það fari ekki illa í meltingarkerfið. Hvernig og hvað þú gefur hundinum getur stutt bata hans og hjálpað honum að þróa heilbrigðara meltingarkerfi eftir aðgerð.

Aðferðir til að fóðra hundinn eftir aðgerð

Dýralæknirinn þinn mun ráðleggja þér hvernig sé best að fóðra hundinn, en það getur verið mismunandi eftir því hvernig aðgerð hann fór í. Til að leysa ákveðin meltingarvandamál getur skurðaðgerðin falist í að koma fyrir fóðurslöngu sem leiðir beint niður í maga eða vélinda hundsins, framhjá þeim líffærum sem gætu verið að virka illa.

Ef hundurinn þinn er með fóðurslöngu þarftu að breyta þéttleika fóðursins svo hægt sé að gefa það í gegnum slönguna og jafnvel sprautu. Fljótandi fæði, blautfæði og mjög rakt þurrfóður er hægt að gefa í gegnum fóðurslönguna, svo framarlega sem áferð og stærð fóðursins sé ekki þannig að það stífli slönguna.

Eftir því sem hundurinn jafnar sig geturðu gripið til annarra aðgerða til að hjálpa honum að nærast á einfaldari og þægilegri hátt. Að setja matinn og vatnið hærra upp í stað þess að hafa í skálum á gólfinu getur hjálpað meltingunni, þar sem þyngdaraflið hjálpar matnum að færast niður í magann. Hægt er að gefa litlum hundi meðan þú heldur á honum, með höfuðið yfir öxlina á þér.

Adult Labrador Retriever sleeping indoors on the carpet.

Hvað fóðra skal hundinn með eftir skurðaðgerð

Það er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum dýralæknisins um fóðrun hundsins eftir skurðaðgerð því næringarþörf hunda er einstaklingsbundin.

Hugsanlega þarf hann meiri vökva en venjulega og getur vökvaþörf farið eftir því hvort og þá hversu mikið vökvatap varð fyrir aðgerð. Ef erfitt er að fá hundinn til að drekka getur verið hentugt að gefa honum ísmola enda er auðvelt fyrir hann að innbyrða þá.

Oft er mælt með fituríku fóðri eftir skurðaðgerð til að hundurinn fái nauðsynlega orku án þess að þurfa að borða stóra skammta sem gætu valdið of miklu álagi á meltingarfæri hans. En svo gæti líka verið, eftir því hvað upphaflegt vandamál gæludýrsins var, að dýralæknirinn mæli með fitusnauðara mataræði til að minnka líkurnar á meltingarvandamálum.

Tilbúið sjúkrafóður getur verið góður kostur þar sem það er hannað fyrir hunda sem eru að ná bata og er létt í maga.

Skurðaðgerð og bataferli getur bæði reynt á hund og eiganda. Spurðu dýralækninn þinn um bestu leiðina til að tryggja heilbrigði gæludýrsins eftir skurðaðgerðina.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Jack Russel Terrier adult standing in black and white on a white background