Lykilatriði varðandi vöxt hvolpa

2.10.2018
Hvolpurinn þinn fer í gegnum miklar breytingar á fyrstu árum ævi sinnar. Ef þú veist hvernig vexti og þroska hvolpsins þíns er háttað, eykur það sjálfsöryggi þitt og líkurnar á að þú mætir þörfum hans sem best.
Puppy Saint Bernards sitting together in a field.

Á fyrsta árinu tekur hvolpurinn þinn verulegum breytingum varðandi stærð, útlínur og hegðun. Ef þú veist hvernig vaxtarskeið hvolpsins eru, veistu við hverju má búast á ólíkum skeiðum og getur því búið þig vel undir þau.

Það skiptir máli að átta sig á muninum sem er fyrstu árin á smáhundum og hundum af stórum tegundum. Það fer eftir tegund, kyni og erfðum hver vaxtarhraði hvolpsins er og það er að ýmsu að huga.

Fyrstu þrjár til fjórar vikurnar í lífi hvolpsins

Fyrstu 14 dagarnir í lífi hvolpsins skipta sköpum varðandi heilbrigði í framtíðinni. Mikilvægt er að hafa góðar gætur á þeim fyrstu 48 tímana eftir að þeir koma í heiminn til að tryggja að þeir fái þá næringu sem þeir þarfnast. Þar með talinn er svokallaður mjólkurbroddur sem hvolpurinn fær með móðurmjólkinni og styrkir ónæmiskerfi hans. Þegar hvolpurinn er níu til 13 daga gamall ætti hann að vera tvöfalt þyngri en hann var við fæðingu. Ef hvolpar þyngjast ekki nóg borgar sig að ráðfæra sig við dýralækni.

Mánaðargamlir

Fyrstu hvolpatennurnar koma í ljós á fyrsta mánuðinum en kjálkinn er enn frekar veikburða og bitkraftur í tönnunum lítill. Þegar hvolpurinn er 25 til 30 daga ætti hann að vera fjórum sinnum þyngri en þegar hann kom í heiminn. Fæðingarhárin falla og í staðinn kemur „alvöru“ feldur. Hvolpurinn er ekki kominn á hraðasta vaxtarskeiðið en þó er grundvallaratriði að byrja að venja hann við fasta fæðu sem inniheldur öll nauðsynleg næringarefni fyrir unga hvolpa.

Allir hundar, sama hver tegundin er, fara í gegnum svokallað ónæmisbil frá fjögurra til tólf vikna. Á þessum tíma eru þeir viðkvæmir fyrir sjúkdómum. Ástæðan er sú að þeir fá ekki lengur mótefni með móðurmjólkinni og líkami þeirra er ekki enn með fullmótað ónæmiskerfi. Fylgstu vel með hugsanlegum sjúkdómseinkennum hjá hvolpinum á þessum tíma.

Þriggja til fimm mánaða

Nú stækkar hvolpurinn nokkuð hratt hvort sem hann er af smáhundategund eða stærri hundategund. Beinagrind stórra hunda er fullvaxin við fimm mánaða aldur og þeir vega um það bil helming þess sem þeir koma til með að vega fullvaxnir. Þeir þurfa að borða um það bil helmingi meira en fullorðinn hundur! Stærsta vaxtartímabil smáhunda er á þessum aldri. Nú má hætta að bleyta fóðrið þeirra og gefa þeim stærri fóðurkúlur sem þeir geta tuggið. Það er gott að þeir noti nýju tennurnar sínar og þær hreinsast líka við að tyggja fóðrið.

Adult Miniature Schnauzer sitting with three puppies in a field.

Hvolpar á aldrinum átta til tíu mánaða

Á þessum aldri hægir verulega á vexti smáhunda og þeir ná fullri þyngd. Hundar af stórum tegundum halda áfram að vaxa. Mikill munur er á vexti og vaxtarhraða smáhunda annars vegar og stórra hunda hins vegar. Fullorðnir smáhundar verða um 20 sinnum þyngri en sem nemur fæðingarþyngd þeirra meðan stórir hundar geta hundraðfaldað fæðingarþyngdina. Á aldrinum átta til níu mánaða er mestur vöxtur í beinum og líffærum stórra hunda.

Fyrir mjög stórar hundategundir fram að 18 til 24 mánaða

Ef þú átt hvolp af stórri tegund, nær hann fullum þroska milli 18 og 24 mánaða. Á þessu tímabili nær hann endanlegri stærð og þá tekur við mikil uppbygging vöðva. Það er viðbúið að hundurinn verði fyrirferðameiri, hann þyngist og fari að líkjast meira fullorðnum hundi, með þófa og útlimi í réttum hlutföllum við búkinn.

Þegar þú veist um þessi ólíku vaxtarskeið, veistu við hverju er að búast meðan hundurinn þinn er að þroskast. Þá getur þú séð honum fyrir réttri umönnun og fóðrun á fyrsta hluta æviskeiðs hans.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.

Content Block With Text And Image 1