Hvernig á að taka að sér hund?

3.10.2018
Ákvörðunin um hvort þú takir að þér hund krefst þess að þú sért upplýst/ur að fullu um velferð nýja gæludýrsins. Hér ræðum við nokkur lykilatriði sem nýtast þér við að taka þá ákvörðun sem er best fyrir þig.
Adult dogs standing outdoors eating from silver bowls.

Hvort sem þú velur að taka að þér fullorðinn hund eða hvolp, þá fylgja því ákveðnir kostir og gallar að bjarga hundi. Það er mjög persónuleg ákvörðun sem krefst vandlegrar undirbúningsvinnu og íhugunar um hvers konar heimili þú munt geta veitt hundinum.

Kostir þess að taka að sér hund

  • Það getur verið ákaflega gefandi
  • Fullorðnir hundar geta þegar verið húsvanir
  • Fullorðnir hundar geta þegar kunnað að hlýða helstu skipunum

Áskoranir við að taka að sér hund

  • Það er erfitt að spá fyrir um fullorðinsstærð blandaðra hvolpa.
  • Stundum geta gæludýr sem þarfnast björgunar átt við hegðunarvandamál að stríða
  • Fullorðna hunda gæti skort grunnþjálfun eða þeir gætu hafa þróað með sér óæskilegar venjur

Helstu ráð til að taka að sér hund

Lykillinn að árangursríku ferli er að verja tíma með hundinum sem þú ert að íhuga áður en þú ferð með hann heim. Reyndu að hitta hann nokkrum sinnum áður en þú tekur hann að þér og biddu um að fá að fara með hann af hundaathvarfinu í nokkra göngutúra, bæði með og án taums. Ef kostur er skaltu fara með hann í bíltúr og fylgjast með hegðun hans við aðrar aðstæður.

Adult Dalmatians walking outdoors on a pavement surrounded by fallen leaves.

Starfsmenn athvarfsins þekkja hundana sem þeir sjá um og geta aðstoðað við ráðgjöf, svo þú skalt spyrja spurninga um hundinn til að skilja eðli hans. Til dæmis:

  • Hversu gamall er hundurinn?
  • Hvernig hefur lífi hans verið háttað?
  • Hvernig hegðar hann sér venjulega og er hann hræddur við eitthvað?
  • Hvernig hegðar hann sér innan um börn og önnur dýr?
  • Hvernig hegðar hann sér í mismunandi umhverfi?
  • Er hann sáttur við að vera skilinn einn eftir?

Að koma heim með hundinn sem þú tekur að þér

  • Hafðu umhverfið rólegt og þægilegt þegar þið komið fyrst heim: Fyrstu dagana skaltu leyfa honum að skoða nýja heimilið og kynnast nýju fjölskyldunni.
  • Hafðu stjórn á börnum: Ef þú átt ung börn skaltu bara leyfa þeim að leika við hundinn þegar þú ert á staðnum svo hann verði ekki hræddur.
  • Kynntu hann rólega fyrir öðrum gæludýrum á heimilinu: Ef önnur gæludýr eru á heimilinu, skaltu kynna hundinn smám saman fyrir þeim á hlutlausu svæði utan heimilisins.
  • Ekki dekra hundinn: Flestir kenna í brjósti um hunda sem koma úr athvarfi og vilja auðvitað að þeim líði sem best á nýja heimilinu. Fyrir vikið ofdekra þeir hundinn en það getur leitt til ósiða og vandræða í framtíðinni. Ef hundi eru settar skýrar reglur verður hann öruggari.
  • Haltu þolinmæðinni við þjálfun: Þegar hundurinn veit hvernig hann á að haga sér inni á heimilinu, skaltu byrja að kenna honum hvernig hann á að haga sér utan heimilisins. Þú skalt hafa hann í taumi til að byrja með svo hann hlaupi ekki í burtu. Skipulegðu daglegar athafnir og ef þú ætlar að skilja hann eftir einan heima, skaltu gæta þess að hann spennist ekki upp áður en þú ferð. Gakktu bara í burtu frá honum án þess að tala við hann og láttu eins og ekkert sé þegar þú kemur til baka.
  • Sættu þig ekki við árásargjarna hegðun hjá hundinum: Þú skalt leiðrétta hann ef hann gefur frá sér minnsta urr. Ef þú bregst við af staðfestu um leið og hundurinn sýnir óæskilega hegðun, getur þú leiðrétt hegðunina. Það getur hjálpað að fá aðstoð frá hundaþjálfara. Ef þú bregst ekki við merkjum um óæskilega hegðun frá byrjun, versnar ástandið.

Það er stór ákvörðun að taka að sér hund og þá ákvörðun þarf að taka að vel ígrunduðu máli. Ef vel er að verki staðið, getur sambandið milli þín og hundsins orðið afar gjöfult.

Efst á síðu

Lesa meira um hundategundir

Leita að tegund

Skoða allar tegundir
Dachshund puppy jumping in black and white on a white background