Sacred Birman kittens with mother black and white

Umhverfisþjálfun og leikur kettlinga

Umhverfisþjálfun ætti að hefjast sem fyrst. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir óæskilega hegðun auk þess sem slík þjálfun styrkir sjálfstraust kettlingsins. Það kemur honum til góða þegar hann verður fullorðinn. Finndu út hvernig og hvers vegna þú ættir að veita kettlingnum þínum félagsmótun.

Algengar spurningar um félagsmótun kettlinga

Þótt kettlingar séu oftast taldir vera sjálfstæðir er mikilvægt að leiðbeina þeim varðandi hegðun snemma á ævinni, setja einfaldar reglur og hvetja til félagslyndis. Hér eru nokkrar algengustu spurningarnar um félagsmótun og ráð um hvernig best sé að hefjast handa.

Fyrstu vikurnar í lífi kettlingsins er allt nýtt fyrir honum. Með árangursríkri félagsmótun skilur hann betur nýtt umhverfi og getur tekist óttalaus á við mismunandi aðstæður, staði og fólk. Hún hjálpar honum einnig að þróa með sér heilbrigða hegðun sem hann mun búa að alla ævi.

Í fyrstu sér ræktandinn um félagsmótun kettlinga ásamt móður þeirra, samgotungar fylgja fordæmi þeirra hvað varðar hegðun og venjur. Þegar hann flytur til þín þarftu síðan að klára félagsmótunina, en með því takmarkarðu óæskilega hegðun og hjálpar honum að venjast nýju lífi.

Umhverfisþjálfun skiptir meginmáli og ef kettlingurinn þinn fær ekki umhverfisþjálfun mun hann líða fyrir það. Umhverfisþjálfun kemur ykkur báðum til góða:
 • Hræðsla við nýjar aðstæður hverfur
 • Kettlingnum líður eins og heima hjá sér í nýju umhverfi
 • Hún hjálpar kettlingnum að venjast nýju fólki, dýrum og umhverfi.
 • Í umhverfisþjálfun lærir kettlingurinn hvað má og hvað ekki.
 • Kettlingurinn verður forvitnari og áhugasamari þegar hann vex úr grasi.

Kettlingurinn lærir mest um tengsl og umhverfi sitt á fyrstu þremur mánuðunum. Því fyrr sem þú kynnir kettlinginn fyrir nýjum aðstæðum þeim mun betra. Góð leið til að sjá hvort kettlingurinn þinn var vel umhverfisþjálfaður og einnig til að sjá hvers konar persónuleiki hann er, er að fylgjast með viðbrögðum hans við neðangreindu áreiti.

Hér er einfalt próf. Ef kettlingurinn hleypur glaðlega til þín, biður um athygli og nuddar sér upp við þig, eru miklar líkur á að hann hafi fengið góða grunnþjálfun. Ef hann er hinsvegar hlédrægur og hleypur í burtu frá þér, þarft þú að byrja á grunninum.

Kitten sitting indoors with a little girl

Grundvallaratriði í umhverfisþjálfun

Það þarf að huga að ýmsu þegar til stendur að umhverfisþjálfa kettlinginn, eða með öðrum orðum að kynna hann fyrir nýju fólki, nýjum hljóðum, nýjum stöðum og nýrri lykt.

Tabby kitten playing in a kitchen with a ribbon on string

Hvernig sjá skal um andlega og líkamlega vellíðan kettlingsins þíns

Andleg og líkamleg þjálfun er lykilþátturinn í þroska kettlings fyrst um sinn og leiðir til langtíma heilbrigðis. Þess vegna eru dagleg hreyfing, leikur og örvun nauðsynleg. Að halda kettlingnum virkum hjálpar honum að:
 • Vera heilbrigðum
 • Læra nýja færni
 • Halda andlegri snerpu
 • Kanna umhverfi sitt
 • Forðast offitu
 • Vernda sig gegn heilsufarsvandamálum á efri árum
 • Byggja sterk tengsl við þig

Merki um að kettlingurinn þinn þurfi meiri hreyfingu

Ef þú ert að velta fyrir þér hvort kettlingurinn þinn þarfnist meiri hreyfingar eru hér nokkrar vísbendingar sem gott er að hafa augun opin fyrir:

Offita

Skemmandi eða árásargjörn hegðun

Sleni

Enginn áhugi á leikjum eða leikföngum

Maine coon kitten black and white

Að þjálfa kettlinginn

Umhverfisþjálfun ætti að hefjast sem fyrst. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir óæskilega hegðun auk þess sem slík þjálfun styrkir sjálfstraust kettlingsins. Það kemur honum til góða þegar hann verður fullorðinn.

Að þjálfa kettlinginn

Sérsniðin næring fyrir kettlinga

ROYAL CANIN® kettlingafóðrið eflir vöxt og þroska. Í því eru öll næringarefni sem eru kettlingnum nauðsynleg fyrsta árið.