Að undirbúa fyrstu heimsókn kettlingsins til dýralæknis

Að gera fyrstu heimsókn kettlingsins til dýralæknis að spennandi viðburði

Ginger kitten in a veterinary clinic being examined

Mikilvægi fyrstu heimsóknar til dýralæknis

Það er mikilvægt að fara með kettlinginn til dýralæknis fljótlega eftir að hann kemur á heimilið. Það er gott tækifæri fyrir þig til að læra meira um heilsufar og um umönnun kettlingsins þíns. Það borgar sig að undirbúa heimsóknina vel svo þú fáir sem mest út úr henni og upplifunin verði jákvæð fyrir kettlinginn þinn.

Kitten on an examination table being observed by a vet

Þú þarft að eiga gerðarlega ferðakörfu eða búr. Vendu kettlinginn á að nota ferðabúrið, til dæmis með því að setja teppi í það með lykt af þér. Það hvetur hann til að leika sér þar eða hvíla sig. Kettlingurinn þarf að vera vanur því að vera handfjatlaður því þá líður honum betur hjá dýralækninum.

  • Upplýsingar um mataræði kettlingsins og drykkjuvenjur.
  • Hvort þú hafir tekið eftir breytingum á matarlyst hans, meltingu eða hegðun.
  • Upplýsingar um heilsufarsleg vandamál, lyf, fæðubótarefni eða meðferðir.
  • Listi yfir spurningar sem þú vilt spyrja dýralækninn.

Til að hjálpa kettlingnum að koma sér fyrir skaltu tala við hann mjúkri röddu og hreyfa þig hægt. Passaðu þig að ferðabúrið hristist ekki, auk þess sem þú skalt snúa framhliðinni að þér og í burtu frá öðrum dýrum.

Mundu að deila upplýsingunum sem þú hefur tekið saman og spyrja fullt af spurningum svo þú sért með á hreinu hvernig þú eigir að annast köttinn þinn.

Á þessum fyrsta fundi getur þú búist við að dýralæknirinn geri eftirfarandi:

  • Ljúka fullri heilsufarsskoðun.
  • Örmerkja kettlinginn svo auðvelt sé að bera kennsl á hann.
  • Setja saman bólusetningaráætlun.
  • Ræða um sníkjudýravarnir.
  • Ræða næringu og kettlingafóður sem dýralæknirinn mælir með.
  • Ráðleggja þér um umönnun kettlinga (hreinsun augna og nefs, snyrtingu, bað og klippingu nagla).

Þegar heim er komið skaltu gefa kettlingnum tækifæri til að skoða sig um og koma sér fyrir í rólegheitum.

Hvenær á að fara með kettlinginn til dýralæknis?

Allir kettlingar eru ólíkir og sumir þurfa að fara oftar til dýralæknis en aðrir. Kettlingurinn fór í fyrstu heimsóknina til dýralæknis þegar hann var um tveggja mánaða og þú þarft að fara með hann í frekari bólusetningar þegar að því kemur. Hann þarf að fara að minnsta kosti einu sinni á ári til dýralæknis, í heilbrigðisskoðun og endurbólusetningu. Hafðu samband við dýralækninn þinn ef þú hefur áhyggjur af heilsu eða velferð kettlingsins þíns.

Kitten being held by a vet
Bengal kitten crouching in black and white

Finna dýralækni

Það er mikilvægt að finna dýralækni á svæðinu áður en þú nærð í kettlinginn þinn. Finndu dýralækni nálægt þér.

Finna dýralækni

Þekking á heilsufari kettlingsins

Það er mikilvægt að þú þekkir venjur kettlingsins og hegðun þannig að þú áttir þig fljótt ef eitthvað amar að. Jafnframt skiptir miklu máli að vita hvenær á að bólusetja og endurbólusetja.

Heilsufar kettlingsins
Norwegian Forest Cat kittens sat together in black and white